Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 16

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 16
Ef til vill kemur hinn einstæða skyggni Hitlers á veikleika hvers manns og meðfæddir hæfileikar hans til að hagnýta sér þá, leika á þá eins og fiðlusnillingurinn á strengina, hvergi jafn greinilega í Ijós og í samskiptum hans og Goebbels, einkum þó þegar Hitler er að vinna hann til fyigis við sig. Raunar gat hin takmarkalausa eigingirni, hé- gómaskapur og sjálfselska Göebbels varla dulizt neinum sæmilegum mannþekkjara — ekki heldur frábærir hæfileikar hans sem áróðurs- manns; leifturhröð hugsunin, fljúgandi mætskan, leiksnillin og óbrigð- ult mat hans á áheyrendum. Hitt þurfti ef til vill meiri skyggni til að sjá, að leikurinn og sefjunarvald hans yfir áheyrendunum var hon- um allt; að hann átti ekki til neinar skoðanir, fremur en neinar aðrar djúplægar tilfinningar, og gilti bvt algerlega einu, hvaða stefnu hann boðaði og hvaða tilgangi eða hvaða herra hann þjónaði, svo fremi sem honum veittist tækifæri til að fullnægja sjálfselsku sinni og hé- gómagirnd. En Hitler sá þetta, og hann sá um leið hvilikt gagn bann gat haft af slíkum manni. Enn hafði flokkurinn ekki náð viðhlitnndi fótfestu í sjálfri höfuðborginni, Berlin, og bar einkum þrennt til; fyrst og fremst var það aðsetur ríkisstjórnarinnar, og um leið miðstöð allrar starf- scmi þeirra flokka, sem að henni stóðu; i öðru lagi voru kommúnist- arnir i Berlin mjög vel skipulngðir og harðsnúnir og loks, í þriðja lagi, hafði „gauleiter“ nazista i Berlín, leiðtoginn, sem sá um allan áróður, útbreiðslu og skipulagsstarfsemi, ekki reynzt slikur athafna-’ maður sem skyldi. Næðist hins vegar það takmark, sem nazistarnir stefndu að undir forystu Hitlers, hlutu þeir að flytja aðalstöðvar sínar til höfuðborgarinnar, og gaf þvi auga leið hvilik nauðsyn þeim var að 1 semi flokksins þar, meðal annars að skipta um menn i ábyrgðarstöðum eftir geðþótta. Næstu fimm árin urðu mesta sóknartimabilið í sögu flokks- ins og þá var lagður grundyöllurinn að valdatöku hans. Árið 1928 unnu þeir átta sæti i rikisþinginu, en meðal hinna kjörnu voru þeir Gregor Strasser, Göring og Goebbels. Eftirlitsnefnd Bandamanna hætti störfum árið 1927, en ]>að gerði þýzku ríkisstjórninni kleift að hefja endurvigbúnað á laun og endurskipuleggja rikisvarnarherinn, sem skipaður var atvinnu- hermönnum — en það sama ar hlaut Stresemann utanríkisráðherra friðar- verðlaun Nobels! Róttæku flokkarnir, ekki hvað sízt nazistarnir, hömr- uðu þó sífellt á þvi að Stresemann væri undansláttarmaðurinn dæmigerður —■ hann beygði sig enn fyrir Versailles-samningnum og Loearnosáttmál- anum, og hann hefði skrifað undir Kellogg-samþykktina pg þar með skuldbundið sig til að koma í veg fyrir að Þýzkaland gerðist nokkurn- tíma styrjaldaraðili. Víða kom til átaka milli vinstri flokkanna og rikis- lögreglunnar og lauk þeim oft með blóðsúthellingum —• eins og til dæmis í sambandi við 1. maí kröfugöngu verkalýðsfélaganna í Berlin 1929, þegar lögreglan skaut tuttugu og fimm af þátttakendum til bana, og áttu sósia- listar þó fulltrúa i ríkisstjórninni. Árið 1929 tókst nazistunum að tryggja sér aðstoð þýzkra stóriðjúhö’da og fjármálamanna, eins og Thyssen og Schroeders, sem reiknuðu með því ■ Goebbe’s mætir á fjöldafund ásamt lífverðinum Goebbels 1932. jarðvegurinn þar yrði sem bezt undirbúinn. En til þess þurfti ekki einungis afburðasnjallan áróðursmann. heldur og harðsnúinn og skjót- ráðan — og Hitler þurfti ekki að hafa löng kynni af Goebbeis til að sjá. að þar var maðurinn. Goebbels. sem ekki var heldnr lengi að átta sig á h'utunum. sá brátt að hverju var stefnt, en hótt honum bætH framinn ffóður var hann um hríð á báðum áttum — betta gaf okki orðið neátt áhlaunaverk, auk þess sem þnð kdaut að verða vnnbakklátt. en Goebbels knus alltaf helzt skiótan siaur os brós og boVViæti var bonum beinlini.s lifsnauðsvn. Hins vegar kveið hann ekki cvo miög baráttuátökunum. bau heyrðu leiknum og svðiinu til og vor" bonnm að snmn sknni meiri nautn og þau gerðust æsilegri og harðnri. Og búft hnnn tæki vfirleitt ekki annnn bátt i beim, en að koma beim af stnð. voru þau honum samt mikilvæg sönnun bess hvilikum garpi skoðunnrmenn hersins hefðu hafnað forðum. begar þeir gerðu hann, bæklaðan væskilinn afturreka sem sjálfboðaliða. f bók siuni. ..Orrnsta nm Rerbn“. sem kom ekki út fyrr en árið 1934, lýsir Goebbels komu sinni tn höfuðborgarinnar í nóvember 1927, á sinn hátt og snýr öllum staðrevn'tnm víð. eftir bví s^m honum finnst bezt henta. Samkvæmt bvi kom hann bangað til að taka við hinu nýja og mikilvæga starfi sínu, ö’him ókunnur og þafði ekki annað meðferðis en þau fátæklegu föt. sern hann stóð i, eyddi tveim fyrstu klukkustundunum i að aka um borgina, einmana og dolfallinn yfir Ijósadýrð hennar og mikilleik — og hélt siðan rakleitt upp i ræðu- stólinn á flokksfundi, bar sem hann sá og sigraði. Allt er þetta þó fjarri sanni; Goebbels hafði komið til Berlínar nokkr- um sinnum áður og flutt þar ræður á f’okksfundum og bekkti sig því þar. Auk þess höfðu þeir Strasserbræður bar aðalstöðvar sinar, og þeir höfðu séð Góebbels fyrir stórri og glæsilesri ibúð i húsi Johanns Steiger, meðritstjóra „Berliner Lokalanzeiger“, dagblaði auðmanns- ins Alfred Hugenbergs. Otto Strasser beið Goebbels á brautarstöðinni og ók honum heim þangað — og Goebbels talaði ekki á neinum flokks- fundi fyrr en eftir nokkra daga. En hinu verður aldrei móti mælt, að Hitler hafði vitað hvað hann gerði þegar hann fékk Goebbels til að taka að sér leiðtogastarfið i Berlín og gaf honum frjálsar hendur til að endurskipulcggja alla starf- 16 VIKAN að nazistarnir og aðrir þjóðernisflokkar mundu koma á þeirri gagnbylt- ingu, sem yrði þeim sigurleikur á borði. Vitað er og að þaðan kom storm- sveitum nazista einnig fé, svo að Röhm, sem fékk forystu þeirra árið 1931, kom þar á skömmum tíma upp dulbúnum her, sem taldi hálfa milljón manna. Kommúnistar og sósíalistar koinu og á fót dulbúnum hersveitum, og loks voru það „Stá)hjálmarnir“, sveitir, sem skipaðar voru fyrrverandi liðsforingjum og yfirmönnum úr hernum. Mun ekki fjarri sanni að flest- allir vopnfærir menn í Þýzkalandi hafi verið i einhverjum slikum „einka- her“, tíu áruin eftir vopnahléssamningana 1918, en samkvæmt þeim átti þjóðin enn að kaliast afvopnuð. Með hinni svokölluðu Young-áætlun var Þjóðverjum eiginlega í sjálfsvald sett að hve miklu leyti það samrýmdist heiðarleik þeirra og samvizku að standa við þær striðsskaðabótagreiðslur, sem þeim hafði verið gert að inna af hendi. Engu að siður kröfðust naz- istar þess með miklu offorsi að Youngáællunin yrði hundsuð og greiðslu stríðsskaðabóta hætt, og þær kröfur áttu sinn mikla þátt i því að þeir hlutu 107 ríkisþingsæti i kosningunum 1930, og urðu þar með helzti valda- flokkurinn í landinu. Þá varð heimskreppan um 1930 og það atvinnuleysi, sem hún olli bæði i Þýzkalandi og annars staðar, einnig vatn á áróðursmyllu nazista, sem héldu því fram, að atvinnuleysið og allt það böl, sem af þvi leiddi, ætti rætur sinar að rekja til undanlátssemi þýzkra valdhafa. Eins og prófessor Bullock og fleiri fræðimenn hafa bent á, var nazistaflokkurinn ekki stjórn- málaflokkur í eiginlegum skilningi, heldur lika flokkur grófra samsæris- manna, sem stefndi að því að hrifsa til sín völd 1 landinu, og þurfti einkum þrennt til að ná því takmarki — fylgjarafjölda, peninga og atkvæði. Pening- ana fengu þeir að miklu leyti frá þeim aðilum, sem áður er sagt, og skorti’ þá ekki lengur fylgjarana; stormsveitirnar og launaða áróðursmenn og skipulagsstarfsmenn, en auk atkvæðanna, sem þessir fylgjarar að sjálfsögðu greiddu þeim, varð hin almenna óánægja og öryggisleyti til þess að margir greiddu þeim atkvæði sitt. Hitler var það hygginn, að hann var staðráðinn í að flokkurinn skyldi komast til valda á „lýðræðislegan" hátt, eða með atkvæðastuðningi allra þjóðfélagsstétta, fátækra sem ríkra, án þess til átaka kæmi við varnarsveitir hinna löglegu valdhafa — ríkis- varnarliðið og lögregluna — og til þess setti hann allt sitt traust á áhrifa- vald áróðursins, og þó einkum áróðursins í töluðu orði, eins og sjá má af þvi, er hann segir í bók sinni, „Mein Kampf“;

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.