Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 5
il gj i M M
um.Á Norðurlöndum bera verkfræð-
ingar lieitið civilingeniör.
Það kemur skýrt fram í umræddu
viðtali, aS HörSur Þormóðsson
stundaði nám við Odense Maskin-
teknikum og lauk þaðan prófi sem
„Ingeniör i maskinteknik med skibs-
bygning som speciale“. Odense
Maskinteknikum er tæknilegur
framhaldsskóli fyrir handverks-
menn, en ékki tækniháskóli. Einasti
tækniháskólinn í Danmörku er Dan-
marks Tekniske Ilöjskole i Kaup-
mannahöfn. Af þessu er Ijóst, að
Hörður Þoripóðsson hefur ekki lok-
ið prófi frá tækniháskóla og getur
því ekki fengið leyfi til að kalla sig
verkfræSing eða heiti, sem felur í
sér oröið verkfræðingur.
Tæknilegir framhaldsskólar, sbr.
Odense Maskinteknikum, eða Tekn-
ikum, eins og þeir eru kallaðir á
Norðurlöndum, útskrifa menn með
titlinum „ingeniör i maskinteknik,“
„ingeniör i bygningsteknik" og
„ingeniör i elektroteknik“. Þessir
menn eiga hér á landi rétt til að
kalla sig iðnfræðinga eða kenna sig
við sérgrein sina, t. d. kalla sig vél-
fræðing, byggingafræðing eða raf-
fræðing.
Af framangreindu er ljóst, að iðn-
fræðingar og verkfræðingar hafa að
baki sér mismunandi og að ýmsu
leyti ólikan námsferil, enda þótt
báðir séu menntaðir í tæknilegum
fræðum, og er því ekki nema eðli-
legt, að hvorir um sig hafi sitt heiti.
Það er alger misskilningur, að Herði
Þormóðssyni sé meinað að nota
starfsheiti sitt liér á landi. Það er
iðnfræðingur eða vélfræðingur sbr.
lög nr. 24/1937. Verkfræðingsheitið
kemur i þessu tilfelli ekki til greina.
Þetta má fá staðfest í samgöngu-
málaráðuneytinu, ef ástæða þykir
til.
Með framangreindu er enginn
dómur lagður á kunnáttu eða hæfni
Harðar Þormóðssonar. Af viðtali
yðir við hann má ráða, að honum
hafi verið falin ábyrgðarmikil verk-
cfni og er ekki nema ánægjulegt til
þess að vita, hversu vel honum hef-
ur vegnað í Danmörku.
Virðingarfyllst. ......
Verkfræðingafélag íslands.
Hinnrik Guðmundsson.
— — — í tilefni af bréfi VFÍ
23/3 ‘62 og viðtali Harðar Þor-
móðssonar tæknifræðings.er birt-
ist í Vikunni 15. marz sl. vill
Tæknifræðingafélag íslands taka
fram:
1. Það er viðurkennt og staðfest,
að Hörður Þormóðsson hefur lok-
ið prófi sem „INGENIÖR“ í Dan-
mörku.
2. íslenzk lög nr. 24 1937, 1. og
2. gr. banna Herði Þormóðssyni
og hans menntabræðrum að kalla
sig hér á landi „Ingeniör“ eða
nokkru heiti, sem felur í sér ís-
lenzku þýðingu þess. Þannig er
staðfest hvert atriði, sem Hörður
Þormóðsson tæknifræðingur
sagði um málið í umræddu við-
tali og frásögn hans ekki á mis-
skilningi byggð.
3.. Háskólaverkfræðingar. hafa
með 1. og 2. gr. laga nr. 24/1937
fengið einkarétt á starfsheitinu
„INGENIÖR" þrátt fyrir að raun-
verulegt menntunarheiti þeirra
er „CIVILINGENIÖR“, eins og
fram kemur í þeirra eigin bréfi.
4. lsland mun vera eina landið í
heiminum, sem bannar Herði
Þormóðssyni og hanns mennta-
bræðrum að kalla sig menntunar-
heiti sínu eða heiti, sem felur í
sér þýðingu þess.
5. Vér viljum láta lesendur sjálfa
dæma um réttlætið í þessu máli.
6. Tæknifræðingafélag íslands
vonar, að þess verði ekki langt
að bíða að lögunum nr. 24/1937
verði breytt til samræmingar því,
sem gerist alls staðar annars
staðar.
Virðingarfyllst,
f. h. Tæknifræðingafélags
Islands.
Jón Sveinsson.
Þess ber að geta sem gott er.
Kæri Póstur.
Ég er svo hissa, að ég verð að
setjast niður og skrifa þér smábréf.
Ég veit ekki hvort það er ills viti,
hvað ég er hissa, eða hvort heim-
urinn er að skána, og vona ég að
svo sé.
Ég er að koma heim af samsöng
karlakórs hér í bænum, sem er
reyndar ekki í frásögur færandi. En
óður en við hjónin gengum inn, kom
til okkar ungur piltur, liklega 13 ára,
snyrtilegur og strokinn, og segir:
Mætti ég bjóða yður söngskrá? —
Ég keypti söngskrána, sem hann
rétti mér og sagði meira að segja:
Gjörið svo vel. Loks kórónaði strák-
ur ósköpin með þvi að segja: Þakka
yður fyrir, þegar ég rétti honum
peningana.
Mér brá svo við þessa kurteisu
framkomu, að ég brann í skinninu,
þangað til ég settist við skrifborðið
mitt og hripaði niður þessi orð til
þín, og vona ég að þetta verði birt.
Daniel.
--------Ég verð að segja, að þetta
eru lítil meðmæli með ungu kyn-
slóðinni — að menn setjist niður
og skrái á pappír eitt smáatvik
sem þetta — einungis vegna þess
að eitt lítið ungmenni sýndi það
sem ætla mætti að væri SJÁLF-
SÖGÐ kurteisi. En ég verð því
miður að segja það sama — svona
kurteisi kemur manni orðið á ó-
vart — og er sorglegt til þess að
vita.
Husqvama
Ofn með tíma- og hitastilli og glóðarrist (grilli).
Fæst bæði 3ja og 4ra hellna.
n nn
Eldavélar með glóðarrist, ýmsar stærðir og gerðir.
Látið Husqvarna
léttn hnmilisstörfín
Gunnar Ásgeirsson h.f.
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200.
VIKAM 5