Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 19

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 19
n n * 'IOUPHQP HrútsmerkiS (21. marz—20. apr.): Það er eins og atburður frá vikunni sem leið valdi þér einhverj- um áhyggjum, en i rauninni þarftu ekki að skapa þér þessar áhyggjur, því að allir eru búnir að gleyma þessu nema þú. Þú skalt ekki reyna að keppa við félaga þinn í hjartans málum, því að þér verður aldrei ágengt á þessum miðum. Heillataia kvenna 7. Nautsmerkiö (21. apr.-—21. maí): Þú munt verða mjög mikið að heiman i vikunni, og yfirleitt muntu lifa skemmtilegustu daga. Ef þú ferð í ferðalag í vikunni, skaltu vanda mjög valið á ferðafélögum, því að ef svo verður ekki, getur ferðin orðið bráðleiðinleg. Þú lendir aldeilis í lukkupott- inum á mánudaginn, og er það sizt sjálfum þér að þakka. Tviburamerkiö (22. maí—21. júní): Þétta verður vika mikilla freistinga, en yfirleitt munt þú verða maður til þess að standast þessar freisting- ar, og muntu fá mikið lof fyrir. Vinur þinn er i einhverjum vanda staddur, og getur þú orðið til þess að bjarga honum, en þú verður að leggja talsvert á þig til þess — enda er það vel Þess virði. Heillalitur bleikt. Krabbamerkiö (22. júní—23. júlí): Það er eins og allt endurtaki sig i þessari viku, því að henni svipar mjög til annarrar viku, sem Þú hefur lifað fyrir svo sem mánuði. Þú verður í bezta skapi í vikunni, og hefur þú vissulega ástæðu til, því að fréttirnar sem þú færð, eru vissulega gleðilegar. Vinur þinn einn hverfur af sjónarsviðinu um stundarsakir. Ljónsmerkiö (24. júli—23. ág.): Þú skalt vanda allt það, sem þú segir við ókunnuga í vikunni — þú virðist dálítið ör þessa dagana, og er því hætt við því að þú talir einhvern tíma af þér. Þér býðst gott tækifæri í vikunni, sem þú munt kunna að nýta þér til hlítar. Einn fjölskyidumeðlimur veldur þér talsverðum vonbrigðum, en hann er íús til að breyta betur. MeyjarmerkiÖ (24. ág.—23. sept.): 1 þessari viku mun mjög bera á óþolinmæði i fari þínu, og má ryendar segja, að ekki sé það að ástæðulausu. Þú skalt reyna að sinna bezta áhugamáli þínu sem mest. Þetta kemur fyrr en varir, sem þú ert að bíða eftir, en þú flýtir ekki fyrir þvi með þvi að bíða. Þú mátt ekki láta það eftir þér að vera óþolinmóður. VogarmerkiÖ (24. sept.—23. okt.): Þú munt sýna vinum þínum og fjölskyldu, að þú ert ekki allur þar sem þú ert séður, og verður þetta líklega í sambandi við einhverja breytingu, sem verður á heimilishögum þínum einmitt í þessari viku. Verður þetta til þess að sambúð ykkar batnar til mikilla muna. Mánudagurinn er þér til mikilla heilla, einkum í pen- ingamálum. DrekamerkiÖ (24. okt.—22. nóv.): Þú lest eitt- hvað eða heyrir, sem þú misskilur svo herfilega, að líklega verður þér á eitthvert glappaskot í sambandi við þennan misskilning þinn. Þú þarfn- ast tilbreytingar þessa dagana — og um helgina gefst þér sannarlega tækifæri til Þess að breyta til. Heilla- tala 11. BogmannsmerkiÖ (23. nóv.—21. des.): Þeir, sem eiga afmæli í nóvember eiga von á afar heilla- drjúgri viku, þótt hinir þurfi engan veginn að kvíða neinu. Þú kynnist athyglisverðri persónu i vikunni. Líklega er þér ekki hollt að kynnast þessari persónu of vel, en það má sannarlega margt á henni græða. GeitarmerkiÖ (22. des.—20. jan.): Þú verður mik- ið á ferðinni í vikunni, og ýmislegt verður að sitja á hakanum, þótt þú hefðir einsett þér að ljúka því einmitt í þessari viku, en þú skalt samt engu kvíða. Vinur þinn kemur með skemmtilega hug- mynd, sem þið einir getið hrint i framkvæmd, og það skuluð þið gera, áður en það er orðið um seinan. VatnsberamerkiÖ (21. jan.—19. feb.): Þú ert að reyna að breyta til þessa dagana, og til þess gefst þér einmitt gullvægt tækifæri i vikunni. Líklega verður um leið einhver breyting á fjármálum þín- um. Þú virðist ekki vera nægilega sjálfstæður í skoðunum þessar vikurnar — þér hættir dálítið til að til- einka þér um of skoðanir persónu, sem þú metur afar mikils. FiskamerkiÖ (20. feb.—20. marz): Um helgina berast þér fréttir, sem eiga eftir að valda þér á- hyggjum, en vissulega er ekki ástæða til Þess, því að það mun síðar koma í ljós, að þessar fréttir eru miklar gleðifréttir, þótt ekki virðist svo i fyrstu. Maður, sem er nátengdur þér, verður til þess að þú dettur laglega í lukkupottinn. Stjörnuspáin gildir frá finuntudegi til fimmtudags. w

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.