Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 32

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 32
að bæði hægri- og vinstri öflin inn- an flokksins teldu sig mega vel við una. Biekkingarnar, staðreyndafals- anirnar og lýðskrumið, sem kvörnin mól, var með fádæmum; ræðumenn nazista öskruðu og æptu í ræðustól- unum um gervalt Þýzkaland, slag- orðaglamrið keppti við lúðrablást- urinn — og Hitler og nazistarnir unnu hinn frægasta kosningasigur — 6.400.00Ö atkvæði og 107 þing- sæti — og þar með var flokkurinn orðinn annar stærsti í landinu. Nú vantaði ekki nema herzlumuninn. ENN gerðust merkisathurðir í lifi G'oebbels — hann kvæntist. Þeir sem málunum voru kunnugir segja, að húsmóðirin, þar sem Goebbels leigði, hefði kvartað yfir því hve dátt hann gerði sér við vinnustúlkur hennar, en annars fara ekki neinar sögur af kvenna- málum hans á þessu tímabili. Magda Quandt var glæsileg kona, ekki sérlega gáfuð og lét skap og tilfinningar ráða gerðum sinum og afstöðu, fremur en rökfasta yfirveg- un. Móðir liennar hafði einnig ver- ið glæsiieg kona; hún hafði verið þríigft, en efnuð vet og Magda hlaut góða menntun og uppeldi í alls- nægtum. Aðeins nítján ára að aldri hafði liún gifzt ríkum ekkjumanni á fimmtugsaldri, sem átti tvo syni frá fyrra hjónabandi; hjónaband þeirra fór út um þúfur, en Mögdu tókst að fá eiginmanninn dæmdan til að greiða sér og syni þeirra 400 mörk á mánuði á meðan hún giftist ekki aftur. Hún hafði hrifizt af naz- istum, einkum fyrir dugnað þeirra og áræði, og vann sem sjálfboðaliði í einni af flokksskrifstofunum í Berlin, þar sem hún kynnlist Goeb- bels, sem gerði hana að einskonar einkaskjalaverði sínum. Magda átti glæsilega íbúð í einu af helztu hverf- um Beriínar og var vel virt kona. Hún kynntist Hitler og tókst með þeim innileg vinátta, og var jafnvel sagt að hún hefði gjarnan viljað giftast honum; af því varð þó ekki, en vinátta þeirra hélzt jafn innileg meðan bæði lifðu. Hitt er aftur á móti vist, að hún varð ekki síður ástfangin af Goebbels, og úrslitin urðu þau, að þau gengu í hjóna- band þann 12. desember 1931 — og var Hitter svaramaður. Magda kunni vel að taka á móti gestum, en engum fagnaði hún þó eins innilega og Hitler, þegar hann bar að garði í hinni miklu og glæsi- legu íbúð hennar, sem var ósjaldan, og eins voru þau Goebbelshjónin tíðir gestir hans. Fjórði kafli. VALDATAKAN. Þeir, sem athugað liafa fræðilega gang málanna í Þýzkalandi um þessar mundir, og þá einkum þá lokasókn nazista, sem leiddi lil þess að þeir náðu völdunum i sínar hend- ur, eru yfirleitt sammála um, að Hitler hafi átt það mest að þakka dugnaði Goebbels, áróðursnilli og póiitískri skarpskyggni, að flokk- urinn hafði sigur í þeim hörðu og margþættu átökum. Og Goebbels átti aldrei annríkara en árið 1932, þeg- ar flokkurinn háði fimm harða kosn- ingabardaga á nokkrum mánuðum. Fyrst voru það forsetakosningarnar þann 13. marz, en þar sem Hinden- burg tókst þá ekki að ná tilskyldum meirihluta, varð að ganga aftur til kosninga þann 10. apríl — en þá beið Hitler ótvíræðan ósigur, hlaut einungis 36,8% greiddra atkvæða, en Hindenburg 53%. Þá tóku við kosningarnar til landsþinga og rikis- þings. Við kosningar til landsþinga, þann 23. aprít, náðu nazistar meiri- hluta á prússneska þinginu, en ekki í Wurtemberg, Bayern eða Hamborg. Við kosningarnar á ríkisþingið, þann 31. júli, hlutu nazistar 230 fulltrúa kjörna, og urðu þar með stærsti flokkur á þingi, án þess þó að þeir næðu þar hreinum meiri- hluta. Göring varð þingforseti, og reyndi meðal annars að koma í veg fyrir að von Papen tækist að rjúfa þingið svo efna yrði til nýrra kosn inga, er honum tókst ekki að fá þar traustsyfirlýsingu; neitaði Gör- ing að veita von Papen kanslara orðið, en Hindenburg snerist á sveif með kanslaranum, og við ltosning- arnar, sem fóru fram það haust, töpuðu nazistar aftur 34 þingsætum, en voru jró enn stærsti flokkur á þingi. Þann 17. nóv. lét von Papen af kanslaraembætti, og eftirmaður hans, von Schleicher, var neyddur til að afsala sér embættinu, þann 28. janúar 1933. Tveim dögum siðar útnefndi Hindenburg Hitler til að gegna embættinu — og þar með hófst það einræði nazista, sem leið ekki undir lok fyrr en tóif árum seinna, þegar Berlínarhorg hafði verið lögð í rústir. Um þetta leyti náði aðdáun Goeb- belt á foringjanum, Hitler, hámarki sinu. Það var ekki einungis, að hann baðaði sig í frægð hans og sigrum, heldur var foringinn stöð- ugur gestur á hcimili hans; sam- skipti' þeirra minna einna helzt á frásagnir af herra og trúum og dygg- um þjóni, sem dáist ekki aðeins að húsbónda sínum og er fús til að ieggja aitt i sölurnar fyrir hann, heldur er þess og fullviss að herr- ann eigi vetgengni sina og frægð að miklu leyti honuin að þakka; finnur lika að herranum er það Ijóst og metur trúmennsku og hæfi- leika þjóns síns að verðleikum. Enn seinna lireyttist þetta viðhorf; Goebbels leit á Hitler sem guð -— og skoðaði sjálfan sig sem hinn mikla spámann hans. Magda Goeb- bels sýndi Hitler innilega ástúð og umhyggju, sem móðir elskuðum syni, og þegar hún lá um liríð í sjúkra- liúsi, heimsótti Hiller hana og auð- sýndi henni jafnan þakklæti sitt. En Goebbels átti lika tii afbrýði- semi hins trúa þjóns i ríkum mæli — hin hjúin hljóta oft og tíðum heldur bágborinn vitnisburð í dag- bókum hans. Þau eru ekki aðeins hyskin og heimsk, heldur beinlínis svikarar og ótíndir þorparar. Allt stendur og feilur með honum ein- um og án hans væri liúsbóndi hans og herra illa kominn ... ÞESS ber að gæla að Goebbels hafði ekki aðgang að útvarpinu fyrr en eftir að sigurinn var unninn og nazistar höfðu tekið sér einræðis- vald. En hann hagnýtti sér því bet- ur götuauglýsingaáróðurinn. Hvar- vetna í höfuðborginni gat að líta uppiímd áróðursspjöld, þar sem slagorð nazista voru prentuð rauðu risaletri — rauða litnum hafði Göebbels hnup að frá kommúnistum, og á sama hátt iinupiaði hann 1. inaí frá þeim og verkalýðsfélögun- um og gerði að hátíðis- og barátlu- degi nazistafloklcsins. Um þetta leyti iékk hann mikinn áhuga á kvikmyndum og áróðursgildi þeirra, þótt hann tæki þá aðferð ckki í þjón- ustu sína og flokksins fyrr en seinna — en þá gerði hann það iíka svo um munaði. Áróðurskvilt- myndir þær, sem Goebbeis hafði hönd i bagga ineð, bera jivi ljóst vitni hvílíkur sni.lingur hann var i sviðsetningu áhrifamikilla lióp- atriða — og blekkingum. Þar, eins og endranær, cru það tilfinningar manna, sem hann talar til fyrst og r'remst, en sniðgengur rökfasía skyn- scmi efíir mætíi, þar eð hún er ekki eins auðbiekkí. Af sama toga var j.uð spunnið, að hann gerðist slikur mcisíari í því að hagnýta jarðar- farir til áróðurs, að ef til vill náði snilli hans þar einmitt hámarki sínu. Sérhver stormsveitarmaður, sem féll í átökum við andstæðing- ana, eða lézt af sárum er hann hlaut i þeirri viðureign, veitti lionum þar með tækifæri til að setja eftirminni- lega og áhrifarika áróðursleiksýn- ingu á svið, sem áður var rækilega auglýst og undirbúin í málgögnum flokksins, með því að úrskurða písl- arvættisdauða hins látna, taka hann í tölu heilagra flokksdýrlinga og lýsa vigi hans á hendur kommiin- istum og Gyðingum. Þegar jarðar- förin svo fór fram, báru einkennis- klæddir stormsveitaforingjar kist- una, sem skreyLt var biómum og nazistatáknum, lúðrasveit fór á und- an, ásamt fjálmennum hóp fána- bera, og á eftir fylking stormsveita- manna, svo tugþúsundum skipti ■— og að sjálfsögðu fór likfylgdin uin aðalgötur viðkomandi borgar þeg- ar umferð var þar sem mest. Þegar kom að gröfinni, stóðu stormsveit- irnar þar heiðursvörð á meðan Goebbels beitti raddfegurð sinni, mælskulist og áróðursnilli til hins ítrasta, vegsamaði foringjann og söng nazismanum lof og dýrð, en bannsöng kommúnista og Gyðinga. „Um hádegisbilið fór fram jarðar- i’ör Kösters, liins myrta félaga vors. Stormsveitarmenn vorir voru ná- fölir í andliti af reiði og harmi ... Ég veitti útrás öllu því skefja- lausa hatri, sem fyllir sál mina, í viðurvist tíu þúsund manns, sem hlýddu ræðu minni, titr- andi af gremju og hefndarþrá." Eða þetta sýnishorn: „1 Schöne- berg bárum við til grafar Reppicli stormsveitarmann, sem skotinn var til bana i verkfallsátökunum; yfir 40.000 manna voru 1 líkfylgdinni. Hann var lagður til liinztu hvíiu sem fursta sænnii. Flugvélar hnituðu hringa yfir kirkjugarðinum mcð svartar sorgarslæður og hakakross- veifur, og vottuðu þeim fallna virð- ingu, en stormsveilamennirnir voru djúpt snortnir ...“ Fjörutíu þúsund manna líkfyigd, flugvé.ar með sorg- arslæður — þetta átti nú við hana Vindu! Enn var það eitt áróðursbragð, sem Goebbels fullkomnaði og beitti miskunnarlaust — að hleypa upp fundum fyrir andstæðingum og stofna til bióðugra átaka í þvi sam- bandi, ekki hvað sízt eftir að flokkn- um óx svo fiskur um hrygg, að hann gat leyft sér sitt af hverju. Hann vílaði jafnvel ekki fyrir sér að beita þeirri aðferð í prússneska lands- þinginu; börðusl þar þingmenn naz- ista og kommúnista. „Kommúnistar voru barðir út úr þingsalnum, en fulitrúar Miðflokksins áttu forsjáíni sinni og fótum fjör að launa.“ Og jiegar fulitrúar nazista voru orðnir einir eftir á þingi í jiað skiptið, sungu Jieir Horst Wessei sönginn fuilum hálsi! Það var sumarið 1932 að siík átök og óeirðir náðu liámarki sinu. A tímabilinu frá 1. júní til 29. júlí háðu kommúnistar og nazistar með sér 460 „pó,itíska“ bardaga í Prúss- landi, þar sem 82 féílu en yfir 409 særðust lífshættulega. Þá var einn- ig mikið barizt í Kuhr, og sunnu- daginn, þann 10. júlí, kom tii átaka í Altona, þar sem 19 létu lifið en yfir 300 særðust og slösuðust al- varlega. Kommúnistar guldu nazist- um að sjálfsógðu í sömu mynt, hvar sem þeir höfðu boimagn ti), og Jiað átti sér stað að nazistar urðu að hætta við boðuð fundarhöld af þeim sökum. Þann 15. júlí 1932 hugðust þeir efna til mikilla fund- 32 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.