Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 31
Scott‘s hafra GRJÓNIN eru úrvals kjamafæða. SL Þau fást næstu búð. HEILDSOLUBIRGÐIR: KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ. 1 .% « á opinberum fundum og samkom- um, ekki einungis i Beriin heldur hvarvetna á Prússlandi. Þótti hon- um að vonum heldur en ekki súrt í brotiS að vera þannig vopni svipt- ur, og aS sjálfsögSu hugsaSi hann yfirlögreglustjóranum, Weiss, „þegj- andi þörfina“, enda lá lögreglustjór- inn enn betur viS höggi fyrir þaS, aS hann var af GySingaættum og bar þaS meS sér. BanniS varS til þess aS Goebbels hóf aS gefa út sitt eigiS málgagn, „Der Angriff“, sem fyrst i staS hafSi því sérstaka hlutverki aS gegna aS gera Weiss yfirlögreglustjóra hlægilegan og ó- merkan í augum alls almennings. Goebbels boSaSi útkomu blaSsins í götuauglýsingum meS eldrauSu tröllaletri, upphrópana- og spurn- arsetningum, og þegar fyrsta eintak blaSsins kom út, þann 4. júlí, var þess beSið með eftirvæntingu. Goeb- bels þótti varlegra aS láta nafns síns ekki opinberlega getið í sam- bandi viS útgáfuna, en faSerniS leyndi sér ekki — hinn svæsni og miskunnarlausi áróðurs- og árásar- tónn og samvizkulaus hagræSing allra staSreynda og skefjalaust hat- ur á kommúnistum og Gyðingum. „Der Angriff" túlkaði í rauninni að sumu leyti sérstefnu Goebbels, til dæmis hvað snerti árásirnar á kapitalista, enda voru þeir Hitler og Strasser aldrei miklir aðdáendur þess. En þaS mun aftur á móti eins- dæmi, aS nokkur embættismaður hafi fengið jafn háðulega útreið að ósekju, og Weiss yfirlögreglustjóri hlaut í „Der Angriff“. Goebbels lét sér ekki nægja að gera hróp að hon- um með meinlausum skrípamyndum, þar sem Gyðingasvipurinn var út- færöur á hinn lierfilegasta hátt, heldur bar hann á lögreglustjóra hinar svívirðilegustu sakir, vitanlega upplognar, og þegar Weiss, sem var mjög samvizkusamur og nákvæm- ur embættismaður en ekki gæddur neinni kímnigáfu, hljóp á sig og höfðaði mál á hendur blaSinu, not- færði Goebbels sér tækifærið til hins ítrasta til að vekja athygli á sér og flokknum, með því að haga orð- um sínum af slikri ósvifni fyrir rétt- inum að blaðamönnunum þótti held- ur en ekki matarbragð að. Skyldu menn vera i vafa um hver væri upphafsmaður þess fyrirbæris, sem hér hefur gengið undir nafninu „Keflavíkurganga“, má benda á að Goebbels taldi sér það til heiðurs. Þar eð meirihluti flokksmanna í Berlín taldist til atvinnuleysingja, og hvorki þeir né flokksdeildin hafði efni á að sjá þeim fyrir fari með járnbrautarlest til Niirnberg, þegar „flokksdagurinn“ skyldi hald- inn þar sumariS 1927, fann hann upp á því snjallræSi að öll hersing- in héldi þangað fótgangandi, að sjálfsögðu með lúðrasveit í broddi fylkingar og undir blaktandi flokks- fánum — en sú ganga tólc fullar þrjár vikur. Þessi flokksdagur, á- samt göngunni miklu, hafði meira áróðursgildi fyrir flokkinn og starf- semi lians en nokkuð annað það ár — fánaborgirnar, fjöldasöngur- inn, hinar eldheitu hvatningaræð- ur, hópgöngur og blysfarir, þar sem Hitler og aðrir af forystumönnum flokksins voru hylltir; allt voru þetta fræ, sem skutu djúpum rótiim og áttu eftir að bera rikulegan ávöxt fyrir hreyfinguna næstu árin. Goebbels varð þrjátiu ára þetta haust, og hafði þá gegnt starfi sínu sem flokksleiðtogi í Berlín i fullt ár. Efnahagur hans var enn bágbor- inn, en að sjálfs sögn skutu flokks- meðlimir í Bcrlín saman og færðu honum að gjöf 2000 mörk í tilefni af afmælinu, auk þess sem þeir söfn- uðu 2500 nýjum áskrifendum að blaði hans. En þó kvað hann lög- regluyfirvöldin hafa fært sér þá af- mælisgjöfina, sem honum kom bezt, er þau leystu hann um svipað leyti úr þagnarfjötrunum, enda þótt hann yrði að sækja um leyfi til þeirra áður, ef hann hugðist halda ræöur á opinberum fundum. í lok marz- mánaSar árið eftir voru boðaðar kosningar til rikisþingsins, og um leið léttu valdhafarnir í Prússlandi banninu af nazistaflokknum. Ræðu- stóllinn stóð Goebbels opinn aftur; nú bauðst honum hið mikla tæki- færi, og hann lét það ekki heldur ónotað. Hinn mikli kosningasigur flokksins — 800.000 atkvæði og tólf þingsæti — var eltlti livað sizt honum að þakka, enda sá Hitler það við hann, er liann gerði hann þá um haustið að allslierjar áróð- ursleiðtoga nazistaflokksins. Segja má, að þar meS hæfist sá ferill, scm gerði Goebbels ekki ein- ungis að áhrifamesta áróðursmanni i Þýzkalandi næstu árin, heldur og að einhverjum þeim mesta áróðurs- snillingi, fyrr og síðar, sem sagan kann frá að greina. Þótt það kunni að vera vafasamt, að nokkur þeirra áróðursmanna, sem pólitiskir flokk- ar og stjórnir hafa nú i þjónustu sinni, vilji játa að hann hafi nokkuð af Goebbels lært, má íullyrða að hann sé hinn mikli lærifaðir þeirra allra, og ekki einungis þeirra, heldui og að einhverju leyti flestra þeirra, sem við auglýsingar og áróður fást, á hvaða sviði sem er, og að áhrifa hans muni gæta um aldir, sem föð- ur nútíma áróðurs og áróðurskenn- inga. Ekki er ósennilegt að „svið-' setning" í sambandi við flokksfundi, þing og hópfundi nazistaflokksins, séu að sínu leyti hámark nútíma áróðurssnilli, en ekki er rúm til að lýsa því nánar hér. Þó verður ekki hjá því komizt að drepa á eitt af áróðursbrögðum hans sem dæmi um hugvitsemi hans og skarpskyggni — þegar hann gerði Horst Wessel að dýrlingi nazista. Horst Wessel var flagari, sem lézt í febrúarmánuði 1930, af sárum, sem hann hlaut í viðureign við annan álika illræmdan flagara, sem síðan var dæmdur í margra ára fangelsi fyrir manndráp. En Horst Wessel hafði verið meðlimur nazistaflokks- ins og einn af ötulustu slagsmála- föntum hans i götubardögunum, unz hann valdi þann kostinn að eiga náðugri daga á þann hátt að lifa á fé því, sem ein af vinkonum hans innvann sér fyrir vændi. Loks hafði hann samiö litiö áróðursljóð, sem fór vel við lag, er kommúnistar höfðu gert allfrægt sem áróðursöng sinn. Þegar Horst Wessel lézt, greip Goebbels tækifærið og skrifaði um bann langa grein i blað sitt, „Der Angriff“, þar sem lionum var lýst sem dýrlegustu hetju, en dauða hans sem hrífandi pislarvætti; siðan gerði Goebbels jarðarför hans að frægustu og stórfenglegustu áróðursathöfn með stormsveitagöngu, fánaburði og lúðrablæstri, hélt sjálfur lirífandi stjórnmálalikræðu við gröf hans, og þar var hinn síðar alkunni „Horst Wessel-söngur" sunginn fyrsta sinni. Goebbeis hafði sýnt það ung- ur, að hann var nokkurri tónlistar- gófu gæddur og hann var nógu trú- hneygður til að sjá hvílikt áróðurs- glidi það liafði, er sálmablær lags- ins og helgisögnin um höfund Ijóðs- ins settu sinn hugðnæma andaktar- svip á flokkssamkomurnar, enda varð Horst Wessel-söngurinn í senn baráttuóður og lofsöngur floliksins eftir þetta og þar til yfir lauk. Árið 1930 kom til sundurþykkis með Hitler og Strasserbræðrum. Þeir bræðurnir voru vinstrisinnað- j-jgir og höfðu jafnan róið að því öllum ' "árum að efla sem mest ítök flokks- ins meðal verkalýðsins; Hitler varð aftur á móti hvorki kallaður vinslri- eða hægrisinnaður með réttu; hann stefndi eingöngu að því takmarki að nó völdum og ók seglum eftir vindi, og nú þóttist hann liafa kom- izt að raun um að fjármálamenn- irnir og iðjuhöldarnir myndu fáan- legir að leggja fram það fé, sem flokknum var nauðsynlegt til þess að hann næði því marki. Enn voru kosningar til rikisþingsins fram- undan, í septembermónuði 1930, og nú lét Goebbels áróðurskvörn flokksins, sem hann hafSi þegar gert að hinu öflugasta og stórvirk- asta tæki, mala af allri þeirri orku, sem hún átti til — mala á þann hátt, VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.