Vikan


Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 22

Vikan - 10.05.1962, Blaðsíða 22
STÆRSTA VERÐLAUNAKEPPNI VIKUNNAR og sú stórkostlegasta sem nokkru sinni hefur farið fram í íslenzku blaði VINNINGUR: VOLKSWAGEN DE LUX - FÓLKSBIFREIÐ VERÐMÆTI: 120,000,00 Ókeypis bíll og það splunkunýr. Hver hefur efni á því að sleppa slíku. Ókeypis er hann vissulega þvi Vik- una kaupa menn hvort eð er. Getraunin sjálf er lengst til hægri og hún verður ekki þyngri en svo að aliir ætlu að geta tekið þátt í henni. Þetta verður getraun ársins og langsamlega glæsiiegasti vinningur sem íslenzkt blað hefur nokkru sinni gefið lesendum sínum kost á að vinna — fyrir ekki neitt. Fólksvagnamir mínir og ég „Við höfum alltaf verið með Volkswagen — og breytum ekkert til með það ___“ sagði Hákon Daníelsson, framkvæmdastjóri bifreiðaleigunnar Falur. „Allir okkar viðskiptavinir virðast vera ánægðir með þá. Þeir eru traustir og öruggir og þurfa lítið viðhald — en einn aðalkosturinn fyrir okkur er sá að ef einhvern varahlut vantar, þá er ekkert annað en að fara til umboðsins og sækja hann. Þar eru allir varahlutir á lager hvenær sem er. Það er líka mikið auðveldara fyrir umboðið að hafa allt til, þegar litlar sem engar 'breytingar eru gerðar á bílnum ár frá ári, og þarf því ekki að liggja með varahluti í mismunandi ár- gerðir. Þetta er bæði kostur við bílinn — að hann ekki breytist — og ekki síður kostur við umboðið.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.