Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 4
HAUST OG YETRARTÍZKAN
NÝJUSTU LITIRNIR
RAULT, GRÆNT, SVART, MARINE BLÁTT,
o. fl. LITIR
ANNA ÞÓRÐARDÓTTIR H.F.
PRJÓNASTOFA
ÁRMÚLA 5, SÍMI 38172.
Hvar eru takmörkin? ...
Kæri Póstur.
Fyrir tveimur árum tók ég upp
á þeim fjára að fara að veiða lax og
silung. Síðan hef ég verið forfall-
inn sportveiðimaður, þótt tækifærin
til veiða hafi ekki verið ýkjamörg.
Ég er ekkert sérlega vel efnaður, en
get þó leyft mér pínulítinn munað
— en minna má nú gagn gera. Veiði-
mannafélög eru búin að hertaka
næstum hverja sprænu í landinu, og
ef mann langar til að krækja sér i
silung — svo að ég tali nú ekki um
lax — þá kostar einn veiðidagur
svona einn sjöunda af mánaðarkaup-
inu manns. Reyndar er hægt að fá
fremur ódýr veiðileyfi í nokkrum
vötnum, en þar er lítil von á merkari
veiði en tröllvöxnum hornsílum.
Laxveiði er orðin einungis fyrir
milljónera.
Mig langar að spyrja þig: — hvar
eru takmörkin fyrir því, hvað hægt
er að selja veiðidaginn fyrir mikið?
Geta hlutaðeigandi aðilar sett upp
hvað sem þeim sýnist?
Angler.
--------Að því er virðist geta
þeir það. I>að hörmulegasta er
það, að slíkt sportfiskirí verður
næstum alltaf að ólæknandi á-
stríðu, Iíkt og notkun nautna-
Iyfja; sportveiðimaðurinn VERÐ-
IJR að komast í fisk, hvað sem
það kostar. Og það kostar nokk.
En ef þér er einhver huggun í
því, þá ku sportveiði á fslandi
vera heldur ódýrara sport en í
nágrannalöndunum. Þetta hljóm-
ar kannski eins og brandari, en
svona er það nú samt. Þeir aðil-
ar, sem ráða yfir veiðiám og
vötnum landsins, virðast stefna
að því að meina öllum eða all-
flestum Islendingum að veiða —
meiningin er auðvitað að laða
hingað erlenda sportveiðinautna-
seggi, sem ekki eru með tóma
vasa.
Þrælkun...
Elsku Vika mín.
Viltu svara fyrir mig þessu, sem
ég ætla að spyrja þig um: Ég er
tólf ára telpa og er búin að vera að
læra á píanó í fjögur ár rúmlega, og
mér finnst það agalega leiðinlegt.
Mér finnst það agalega leiðinlegt að
verða að æfa mig á hverjum degi,
en mamma og pabbi vilja láta mig
æfa mig, og þau segja, að ég hafi
voða gott af þessu. En mér finnst
þetta svo gasalega þreytandi, og mér
| finnst þetta vera þrælkun á mér. Nú
vil ég vita, hvort þú ert mér sam-
mála, Vika góð.
Ein í spilatíma.
—-------Það er vafalaust rétt
hjá foreldrum þínum, að tónlist-
arnám sé hollt, ef ekki nauðsyn-
legt. Oft þarf reyndar að fá ung
börn til að byrja í spilatímum,
þótt þau séu andsnúin, en áhug-
inn glæðist oftast nær fljótt ef
barnið hefur gott músikeyra og
kann að njóta góðrar tónlistar.
Hins vegar tel ég ósennilegt, að
knýja eigi böm til að Iæra á
eitthvert hljóðfæri ÁRUM SAM-
AN. Ef áhuginn glæðist ekki
fyrstu árin, er sennilegt, að bam-
ið sé ekki gefið í þessa átt.
Hins vegar er alltof algengt,
að börn gefist upp á tónlistar-
námi, næstum að óreyndu. Það
eru sorglega margir, sem hugsa
sem svo, þegar þeir eru komnir
undir tvítugt — eða jafnvel síð-
ar — að EF þeir hefðu bara hald-
ið áfram að læra, þá . . . .
Hárlakk...
Kæri Póstur.
Viltu segja þessum stelpum, sem
sprauta hárlakki á hárið á sér, að
það sé bara heil hörmung. Það getur
vel verið, að þetta haldi hárinu
heldur betur í skefjum, en fyrir
bragðið verður það óeðlilegt, auk
þess sem það er vond lykt af því —
og ég tala nú ekki um, ef karlmenn-
irnir vilja fara höndum um lakkað
hár. Almáttugur minn. Ég segi það
satt, mér finnst miklu eðlilegra og
fallegra að sjá hár, sem ólakkað er
en aflögu farið heldur en lakkað hár,
sem stendur af sér verstu storma.
Sem sé: Mér finnst allt mæla á móti
þessu hárlakki — og auk þess er
það óhollt.
Haddi Skarar.
Á að tjóðra börnin? ...
Kæra Vika mín.
Við erum að rífast um það mæðg-
urnar, hvort hollt sé að tjóðra börn.
Svo er mál með vexti, að við búum
við mikla umferðargötu, sem er því
stórhættuleg fyrir litlu börnin. Ég á
strák, rúmlega eins árs gamlan, sem
auðvitað þarf að vera úti eins og
önnur börn. En hann er soddan óra-
belgur og glanni, að ég þori ekki að
hleypa honum út, nema þá með
stærri krökkum. En auðvitað nenna
stóru krakkarnir ekki að hafa sífellt
auga með litla kút, svo að ég greip
til þess um daginn að tjóðra strák-
inn inni í garðinum okkar, þannig
að hann kemst ekki lengra en út
á gangstétt. Þetta hefur gengið á-
gætlega, og strákurinn hefur unað
sér vel við þetta. En mamma rauk
strax upp til handa og fóta, þegar ég
tjóðraði strák, og hún sagði ýmis-
legt, sem ég ætla ekki að endurtaka
hér, m.a. að þetta væri hreinasta
„dyrplageri!“ Við rifumst lengi um
þetta, og það varð úr, að við skyld-
um skrifa þér, Vika mín, og spyrja
þig álits.
Hvert er svo álit þitt á þessu
mikla vandamáli?
Móðir.
— — — Mér finnst satt að
segja ekkert athugavert við það
að tjóðra böm á þessum aldri, ef
þeim stafar hætta af umferðinni,
eða ef enginn fæst til þess að líta
eftir þeim. Þó finnst mér vara-
samt að gera þetta, ef bamið get-
ur engan veginn sætt sig við tjóð-
urbandið og er vansælt allan dag-
inn. Auðvitað er barnið stundar-
kom að venjast tjóðrinu, en ef
það er ekki búið að þvi eftir svo