Vikan


Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 2
Loksins! litarblœr svo eölilegur, aö öll- urn sýnist hann ekta. VIKAN ogtæknin SÍMATALNEMAR MEÐ HLJÓMSTILLINGU. Bell símtækjaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum eru farnar að fram- leiða símatalnema með hljómstill- ingu, sem nota má við allar tegund- ir símtækja. Með stillingu þessarri má styrkja og veikja rödd þess, sem við mann talar, og þótt þessir tal- Hinn nýi símatalnemi frá Bell verk- smiðjunum. Hljómstillingunni er þannig fyrirkomið, að auðvelt er að ráða henni með fingurgómi. nemar séu fyrst og fremst gerðir með tilliti til þeirra, sem nokkuð eru farnir að misst heym, getur stillingin komið sér vel fyrir alla, þegar sambandið er ekki sem bezt — t. d. þegar um langlínusamtöl er að ræða. Og vitanlega má einnig lækka rödd, þem talar, og getur það líka komið sér vel; bæði liggur sum- um óþægilega hátt rómur og svo er það til, að þeir brýni raustina ó- þægilega í eyra manns ef svo ber undir. Þetta er því hin þægilegasta uppáfinning — og í rauninni undar- legt, að hljómstilling skuli ekki hafa verið sett fyrir löngu á alla símatal- nema. Stórkostleg uppgötvun frá Noxzema! Hressandi Cover Girl smyrst svo eðlilega og fullkomlega. Það inni- heldur sérstök sóttvamarefni, sem bæta húðina og hjálpa að koma í veg fyrir húðtruflanir. Hið nýja Cover Girl er svo létt og fer svo yndislega vel á andlitinu . . . og þar að auki dásamlega gott fyrir húðina. Ólíkt mörgum „Make-ups“, sem bæta húðina ekki neitt (oft jafnvel skaða hana) fær húðin með notkun Cover Girl, sérstök bætandi efni. Berið á yður „Cover Girl Make-up“ á hverjum morgni. — Strjúkið yfir með Cover Girl stein- púðri á daginn. Með því fáið þér ekki aðeins fegurra útlit, heldur verður húðin fallegri. Það er því ekki að undra þótt Cover Girl sé uppáhalds fegurðarlyf milljóna stúlkna. NÝTT COVER GIRL með sérstakri efnasamsetningu frá Noxzema. HEILDSÖLUBIBGÐIR FRIÐRIK BERTELSEN & CO. H.F. Sími 36620. Laugaveg 178 LITIÐ INN í STUDEBAKER ‘63. Þetta er ein af fyrstu myndunum, sem birzt hafa af Studebaker „Av- anti“, árgerð 1963. Sýnir hún hvern- ig umhorfs verður í framsætinu — mælaborð, stýri og skipting. Mæla- borðinu verður þannig fyrirkomið, Framhald á bls. 30. Framsæti, stýri, mælaborð og skipt- ing í Studebaker „Avanti“, árgerð 1963.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.