Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 5
sem tvo daga, finnst mér satt að
segja, að kalla mætti þetta „dyr-
plageri“.
En strákurinn þinn virðist
sætta sig við þetta — þess vegna
skaltu bara hafa hann tjóðrað-
ann, þangað til hann fer að hafa
vit á að varast umferðina.
„Vinur“...
Kæri Póstur.
Mér þætti vænt um ef þú vildir
gera að umtalsefni þann afleita á-
vana sumra að kalla alla, hvort sem
þeir þekkja þá eða ekki (og þá frek-
ar ekki) „vin“. Þeir, sem temja
sér slíkt, eru að líkindum að reyna
að hreykja sér hærra en þeir eru
í rauninni, en þeir skapa sér ekki
virðingu með þessu ávarpi, heldur
fyrirlitningu. Þetta ávarp á aðeins
rétt á sér góðvina á milli. Það er
hörmulegt að hlusta á sjálfumglaða
menn (eða kannske menn með
minnimáttarkennd(?)) kalla hvern
og einn viðurnefninu „vinur“ — ætl-
andi með því að klappa umræddum
„vini“ bókstaflega eða óbókstaflega
á öxlina og lítillækka hann.
Póstur minn, heldurðu að þú birt-
ir þetta ekki, vinur?
Vinur þinn.
Kæra Vika.
Ég ek oft Bergstaðastræti að
Skólavörðustíg. Þar sem þessar göt-
ur mætast er oft talsverð umferð.
Skólavörðustígur hefur enn ekki að-
albrautarréttindi. Ég hef aldrei svo
ekið inn á Skólavörðustíg frá Berg-
staðastræti, að ekki hafi bíll, sem
ekur niður Skólavörðustíg „svínað"
á mig. Þetta er erfitt horn. Nú vil
ég gera það að tillögu minni, að
þarna fái Skólavörðustígurinn aðal-
brautarréttindi fyrir Bergstaðastræti
eða þá að komið verði upp umferð-
arljósum á þessum stað, — sem er
auðvitað öllu fráleitara.
Með þökk fyrir birtinguna.
Billi.
Gagnrýni...
Kæri Póstur.
Ég rek mig oft á það í dálkum
þínum og annarra blaða, að fólk er
að setja sig á háan hest og gagnrýna
eitt og annað — og þá ekki sízt rit-
smíðar. Ég hef alltaf talið það gott
mat á ritsmíðar, að ég geti sjálfur
ekki gert betur. Og ekki býst ég við,
að allir þeir, sem skrifa umkvartan-
ir til blaðanna geti gert betur. Ég
geri mér ljóst, að bæði Vikan og
önnur blöð verða að birta ýmislegt,
sem reyndar myndi aldrei fá nein
ÍMÓbelsverðlaun, en fólk hefur bara
engan rétt til að gagnrýna, nema
það geti gért betur sjálft.
Vilmundur.
-----— Hver á að gagnrýna
Nóbelsskáldin?
Fótur...
Kæri Póstur.
Hvernig stendur á því, að íslenzk-
an gerir engan greinarmun á efri
og neðri hluta ganglima vorra? Fót-
ur táknar orðið líkamshlutann allt
frá tá upp undir nára. Flest mál
gera greinarmun á slíku (Enska:
foot — leg; Danska: fod — ben) —
en íslenzkan er í stökustu vandræð-
um. Ekki er orðið löpp nokkuð betra
-— merking þess er álíka óljós og
orðsins fótur. Það þarf að kippa
þessu í lag, finnst þér ekki? Þetta
er aðeins eitt dæmi um það, hversu
íslenzkan er ófullkomið mál.
Ég læt þetta nægja að sinni.
Kain.
--------Þetta er aðeins eitt
dæmi um eitthvað, sem betur
mætti fara; en það sannar eng-
an yeginn, að íslenzkan sé neitt
ófullkomið mál. Hún stendur ein-
mitt mörgum öðrum málum
framar, hvað ýmislegt annað
snertir, sem of langt mál yrði
að telja upp hér. Hins vegar er
þetta alveg satt hjá þér, það þarf
að koma þessu „fótar“-máli á
hreint.
Eitthvað öfugsnúið...
Kæri Póstur.
Ég er móðir drengs, sem nýlega
varð sjö ára. Við hjónin búum við
góð efni og höfum getað veitt
drengnum ýmislegt, sem önnur börn
fá sjaldan. Fyrir skemmstu gáfum
við honum tvíhjól, og um leið gáf-
um við, án þess að láta hann vita,
gamla stóra þríhjólið hans.
En nú bregður svo við, þegar nýja-
brumið er farið af tvíhjólinu, að
drengurinn er búinn að missa áhug-
ann á því og vill nú aftur snúa sér
að þríhjólinu, sem búið er að gefa.
Auðvitað langar hann hálfu meira í
þríhjólið, úr því að búið er að gefa
það.
Mig langar þess vegna til að spyrja
þig, Póstur góður: finnst þér rétt
eða rangt að láta svona mikið eftir
börnunum, þegar foreldrarnir á
annað borð hafa efni á því? Finnst
þér, að við eigum að fá handa hon-
um nýtt þrjíhjól?
Mamma í vafa.
--------Nei, það finnst mér
ekki. Þetta er bara einhver dek-
urfyrirtekt í stráknum. Þú mátt
búast við því, að ef þið gefið
honum nýtt þríhjól, þá líði ekki
á löngu áður en hann heimtar
nýjan barnavagn til að dóla um í.
■
Wm
Iðunnarskórnir eru
liprir, vandaðir og
þægilegir. Nylonsólarnir
„DURALITE" hafa
margfalda endingu á
viö aðra sóla. Veljið lit
og lag við yðar hæfi
í næstu skóbúð.