Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 40
* 8
y K-D-G-8
y G-5
Jf, K-9-8-6-5-4
^ A-G-6-4
V 6
+ A-10-7-4
A-D-3-2
10-9-3
10-9-5-4-3
9- 8-2
10- 7
4 K-D-7-5-2
y A-7-2
^ K-D-6-2
G
Suður Vestur
1 spaði dobl
pass pass
pass pass
Útspil laufagosi.
f spilinu hér að ofan kemur fyrir
staða, þar sem töfraorðið „pass“
getur bjargað mörgum punktum.
Pað er þassi gamia staða, þegar and-
stæðingurinn á hægri hönd opnar
á einum lit, þú hefur nokkuð góð
spil, en töluverður hluti punkta
þinni er í opnunarsögn andstæðings-
ins.
Horfið á hendi vesturs í þessu
spili. Hann hefur nóga punkta til
þess að forhandardobla, en vegna
vondrar skiptingar og öryggisins
vegna á hann að segja pass. Það
verður að hafa það hugfast, að þið
eruð að neyða makker til þess að
segja á hendi, sem ef til vill er
snauð af háspilum og skiptingu. Og
hvað dettur ykkur helzt í hug, að
hann segi? Hjörtu, auðvitað. Það
virðist alltaf vera þannig — alltaf
stytzta litinn ykkar. Jæja, það er
að minnsta kosti öruggt ráð að segja
pass í þessum stöðum.
Norður Austur
pass 2 hjörtu
dobl pass
Útspilið var laufagosi, drottningu
svínað og norður drap á kónginn.
Hann spilaði laufi til baka, suður
trompaði og spilaði út tígulkóngi.
Blindur drap, spilaði hjarta og norð-
ur átti slaginn á gosann. Hann tók
nú tígulgosann, spilaði laufi, sagn-
hafi henti síðasta tíglinum og suður
trompaði með ásnum. Þá kom tígul-
drottningin, norður henti spaðaátt-
unni og sagnhafi trompaði. Hann
spilaði hjartatíu, norður drap með
drottningu og spilaði laufi. Sagnhafi
gaf af sér spaða, drap með laufaás
og spilaði tígulníu. Norður henti
laufi og sagnhafi spaða. Nú átti
blindur ekkert nema spaða eftir.
Ásnum var spilað, norður trompaði
með áttunni og tók kónginn. Þrír
niður doblaðir.
„Þetta var prýðilegt forhandar-
dobl hjá þér makker", sagði austur
háðslega. „Ég fékk heila tvo slagi
á spilin þín“.
HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU?
Númer á sniöunum ... 38 lyO 1^2 Iflf 1{6 1{8
Baklengd í cm ......... 40 41 42 42 42 43
Brjóstvídd ............ 86 88 92 98 104 110
Mittisvídd ............ 64 66 70 78 84 90
Mjaðmavídd ............ 92 96 100 108 114 120
Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f- 5 cm i fald.
„ G í G í “ |
Sendið mér í pósti sniðinn kjól, samkvæmt mynd |
og lýsingu í þessu blaði. Sem tryggingu fyrir skil- |
vísri greiðslu sendi ég hérmeð kr. 100.— |
?
Stærð........ Litur..................... |
Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá:
Nafn .....................
Heimilisfang .............
Saumtillegg. Já □ Nei □
40 VIKAN
í því skyni, að hann legðist í leti:
varð hann að þræla átján tima á sól-
arhring við að læra tilbúning hinna
vandasömu, kinversku rétta.
„Það voru erfiðir dagar, en frændi
minn vissi, hvað hann söng, þegar
nann sagði, að ég yrði sjálfur að
kunna aö vinna, ef ég ætti síðar að
geta sagt öðrum fyrir verkum. Og
eg sé ekki eftir þvi núna, þó að ég
væri ekki alltaf sem ánægðastur þá.
r yrsti rétturinn, sem ég gerði, svo
aö írænda mínum líkaði, var kjúkl-
ingur i chop suey“. (Aths. ehop su-
ey er mjög vinsæll, kinverskur rétt-
ur ur blönduðu grænmeti með ýmis
konar kryddi).
„Var ekki svolítið einmanalegt
hérna til að byrja með?“
„Jú, stundum, en ég var of önn-
um kafinn til að finna verulega til
þess. Svo óx ég upp og varð ungur
maður — fyrsta stóra lánið mitt í
liimu var að hitta Bellu“.
„Hver er Bella?“
Björninn dreymandi hefur óvenju
fallegt bros, eins og sjá má af mynd-
um þeim, er fylgja þessari grein.
„Bella er konan min — hana þurfið
piö enailega að hitta. Hún vann sem
gjaldkeri í stóru apóteki rétt við
Piccadilly Circus, yndisleg stúlka.
Hún var ensk, og í þá daga var fá-
títt að enskar stúlkur giftust Aust-
urlandabúum. Við vöktum talsverða
athygli, þegar við gengum saman
um göturnar, en nú er þetta allt
orðið breytt, hinir ýmsu þjóðflokkarí
íarnir að blandast, og engum finnstji
það neitt tiltökumál". |
„Við giftum okkur rétt fyrir stríð-
ið og höfum alltaf verið samhent í*
lífi okkar og starfi. Árið 1942 tókum
við þetta hús á leigu og stofnuðum
veitingahúsið Hongkong. Þá var erf-
itt um allar útveganir, allt skammt-
að, en einhvern veginn baslaðist
þetta samt. Við unnum frá morgni
til kvölds og stundum á næturnar
líka, oft sváfum við hér, því að örð-
ugt var að komast heim, þegar allt
var myrkvað. Smám saman varð
veitingahúsið okkar þekkt, þó að
við hefðum úr litlu að spila; brezkir
og amerískir hermenn, sem komu
frá Austurlöndum, þar sem þeir
höfðu lært að meta kínverskan mat,
tóku að venja komur sínar hingað,
og einkum urðu Ameríkumennirnir
tíðir gestir“.
„Jæja, stríðinu lauk, og loks varð
nóg af öllu; þá var Hongkong veit-
ingahúsið orðið kunnasti, kínverski
matsölustaðurinn í Evrópu. En
draumurinn minn gamli hafði þó
ekki rætzt, þetta var veitingahús,
en ekki sú glæsta ævintýrahöll, sem
ég hafði séð fyrir mér í bernsku. Við
Bella höfðum oft talað um þetta
okkar á milli, og að síðustu ákváð-
um við að hefjast handa. Fórum við
nokkrar ferðir til borgarinnar Hong-
kong í því skyni að kynna okkur allt
það bezta, sem á boðstólum væri þar
í kínverskum veitingahúsum, finna
leynilegar uppskriftir, austurlenzka
rétti, sem fáir kunna að búa til, og
safna skrautmunum, fögrum lömp-
um, veggfóðri og teppum, sem hæfa
myndu draumahöllinni okkar“.
„Og nú er hún loks orðin að veru-
leika — í hjarta höfuðborgarinnar
.... 13—15 West Street, rétt við
Cambridge Circus. Við köllum hana
„Young's Chinese Restaurant" —
hún var opnuð 29. maí í vor, en
nokkrir salir eru þó ekki fullbúnir
enn. Þangað verðið þið að koma,
kæru vinir! Getum við ekki ákveðið
daginn núna snöggvast?“
Ekki neituðum við því góða boði,
og kínverski konungurinn brosti al-
úðlega. „Það er alltaf gaman að
hitta gamla vini“, mælti hann og
leit á okkur einlægu en eins og hálf-
spyrjandi augnaráði.
„Nú, fannst þú það þá líka?“ sagði
Dadinah og hló. „Við vorum viss
um það frá fyrstu byrjun“.
„Þess vegna vildi ég halda þetta
mót okkar hátíðlegt“, sagði Charlie
Young og lyfti glasi sínu. „Um leið
og ég kom auga á ykkur, vissi ég í
hjarta mínu, að við vorum gamlir
vinir, en auðvitað þorði ég ekki að
segja það strax. .. það eru svo fá-
ir, sem trúa slíku nú á dögum“.
Út frá þessu barst talið að endur-
fæðingarkenningunni. Björninn
dreymandi hafði alizt upp í Búddha-
dómi, en hann er víðsýnn maður og
umburðarlyndur og einskorðar sig
ekki við neinar kreddur. Frá blautu
barnsbeini hafði honum verið inn-
rætt, að allir menn væru bræður, og
að manngildi þeirra ákvarðaðist
ekki af ytri ástæðum, heldur hjarta-
lagi og góðum vilja.
„Móðir mín kenndi mér einfaldar
lífsreglur, sem ég hef ávallt reynt að
fara eftir“, sagði hann. „Hún sagði:
Mundu, að það skiptir ekki máli,
hvort þú verður ríkur eða fátækur,
ef þú gætir þess að hafa ætíð hrein-
ar hendur og hreint hjarta. Vertu
vingjarnlegur og brosleitur við alla
-menn, gerðu engum mein og óskaðu
öllum góðs. Þá verður þú gæfumað-
!;ur“.
J „Hvernig var með foreldra þína?“
sagði Dadinah. „Sástu þau aldrei
aftur?“
Chong Mong Yong leit snöggt á
myndina af kínversku kornmni,
þetta stóra málverk, sem við höfðum
veitt athygli, um leið og við geng-
um inn í salinn. „Þetta er móðir
mín“, sagði hann lágt, og nú var
sem skugga brygði yfir andlit hans.
„Hún var einstök kona. Ég cá hana
aldrei aftur — þeir sögðu, að hún
hefði dáið úr næringarskorti. En ég
vissi betur; hún varð hungurmorða".
Andartaksstund varð djúp þögn.
Um salinn barst ljúfur ilmur af aust-
urlenzkum kræsingum. „Faðir minn
var löngu dáinn, en móðir mín lenti
á yfirráðasvæði Japana í seinni
heimsstyrjöldinni", hélt Björninn
dreymandi áfram. „Ég reyndi allt,
sem mér var unnt, til að senda
henni peninga, en þeir komust aldr-
ei í hendur hennar. Var það ekki
einkennileg kaldhæðni örlaganna, að
móðir mín skyldi þurfa að svelta í
hel, einmitt um sama leyti sem ég
var kominn á græna grein og hafði
fullt hús matar?“
Hann hristi höfuðið eilítið dapur-
lega, síðan brosti hann aftur og hellti
á ný í glösin. „Yam!“ sagði hann;
það þýðir „skál“. „Og nú er það
Yam tsing! Þ.e.: Tæmum glasið í
botn“.
Við áttum oft eftir að hitta Björn-
inn dreymandi og fjölskyldu hans,
og margar kostulegar veizlur sátum
við í draumahöllinni þeirra í West
Street. Það er skrítið að hverfa úr
iðandi mannhafi stórborgarinnar og
stíga allt í einu inn í austurlenzkan
ævintýraheim: salarkynni Þúsund og
einnar nætur, ljómandi í öllum lit-
brigðum regnbogans. Framhlið húss-
ins prýða níu risavaxnir drekar,
gerðir eftir fyrirmynd frá keisara-
höllinni í Peking, og er þetta talin
glæsilegasta og dýrasta utanhúss-
skreyting, sem fyrirfinnst í Lund-
únaborg. Þegar inn kemur, blasir