Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 10
MÝVATNSSVEIT
.'..J
: - j
; , . ....
'' ,/"" ""5
'/s.'sy,""-
isson, vinnur sjálfur í byggingunni, en
ég er ákveðinn í því að tefia hann frá
iárnabindingunni nokkrar mínútur og
hann lætur til leiðast. Hann er um fert-
ugt, innfæddur Mývetningur, greinar-
góður maður með frjálslega framkomu.
— Ég hef heyrt að ungt fólk ílend-
ist öllu meir heima í Mývatnssveit en
í öðrum sveitum. Hvað segir þú um
það, Þráinn?
— Það er líklega rétt. Við höldum í
horfinu að minnsta kosti og aðeins bet-
ur. Annars getur það ekki orðið lengi.
.Tarðirnar takmarka það. Félagslífið er
sæmilegt, — ég segi sæmilegt, vegna
þess, að ég er ekki kunnugur því,
hvernig það er annars staðar, og ein-
ingin innan sveitar er góð, þótt stundum
geti sJetzt upp á vinskapinn. eins og
gengur og gerist. En við höfum mjög
ríka og sterka þjóðerniskennd hér í
Mývatnssveit.
— Það er hættulegt. Getur víst auð-
veldlega snúizt upp í þjóðernisrembing.
— Nei, það er ekki þjóðernisremb-
ingur. Ég held, að allt standi og falli
með því að við séum sérstök þjóð. Eða
til hvers væri þetta streð þá?
Ég fann, að hann var þjóðvarnarmað-
ur og datt í hug að hneyks’a hann með
nokkrum þar til ætluðum yfirlýsingum,
en hann var á verði og mér varð ekki
kápan úr því klæðinu. Það kom mér
annars á óvart; ég hafði heyrt, að Mý-
vetningar væru allir framsóknarmenn,
utan einn, sem væri sjálfstæðismaður.
— Eru Mývetningar frekar stoltir af
því að vera Mývetningar? spurði ég.
— Ég veit það ekki. Kannske.
— En hvað segirðu um að flytja allt
þetta fólk að vestan, norðan og austan
Séð yfir Reykjahlíð. Hraunið, sem rann meðfram kirkjunni, sést vel á mynd-
inni. Til hægri sést vatnið. liverfjall og Bláf^all í baksýn. Ljósm.: jMats Wibe Lund.
Guðmundur cg Ásmundur, bændur á Hofsstöðum. — kannske
einhvern tí.na til Reykjavíkur —
og setja það niður á Suðurlandsundir-
lendinu: byrja á því að fullbyggja ein-
hvern skækil af þessu landi?
— Ég held, að það verði að við-^gs
halda jafnvæsinu í byggð landsins H
gevnum þykkt og þunnt. Það þýðir ekki
að sevja Mývetningum annað. Við för-
um ekki suður í Tungur, Grímsnes eða
Holt. Ekki svo að skilja, að ég sé neitt /
á móti Sunnlendingum. Á til dæmis
konu að sunnan. Og nú skaltu koma
heim og fá þér kaffi.
Og það gerðum við, ég og fylgdar-
maður minn. Þráinn býr sem stendur
í félagsheimilinu. Við áttum eftir að
koma á marga bæi, en hvergi var okk-
ur boðin hressing annars staðar. Það
þætti einhvers staðar lítilfjörleg gest-
risni.
Hvergi finnst mér fegurra í Mývatns-
sveit en frá Garði til Reykjahlíðar.
Aðra eins náttúrufegurð hef ég ekki
séð, hvorki hérlendis né erlendis. Ég
sagði Helga Sæmundssyni frá þessari
skoðun minni á dögunum og hann
krossaði sig og sagði: „Þú mátt ekki
segja nokkrum manni frá þessu, elsk-
an mín, því við verðum auðvitað að
halda fram Árnessýslu, sérstaklega lág-
flóanum".
í nánd við Kálfaströnd verður lands-
lagið ævintýri líkast; hraunið hefur
vindlazt og hrúgazt upp í háa dranga
og sumir eru úti í vatninu. Höfði er
skammt þaðan. Það var heldur lítið
kot, túnlaust og hafa menn líklega helzt
lifað þar á silungi og guðsblessun. Nú
Framhald; á bls. 30.
Einar og Hallgrímur, bændur í Vogum. —
komendur norrænna víkinga —
aðeins fyrir af-
10 VIKAN