Vikan


Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 28

Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 28
Slankbelti eða brjóstahaldari er undirfatnaður, sem þér kaupið ekki nema að vel athuguðu máli. Lífstykkjavörur eru það þýðingarmikill þáttur í klæðaburði yðar, að nauðsynlegt er að velja þær með fyllstu nákvæmni. Spyrjið um hinar vel þekktu KANTER'S lifstykkjavörur, sem ein- göngu eru framleiddar úr beztu efnum, í nýj- ustu sniðum. Þér getið ávallt verið öruggar um að fá einmitt það sem yður hentar bezt frá Kanter’s M * 4 ’IOLiPftQP Stjörnuspáin gililir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrúts;r.erkiO (21 marz—20. apr.): Þú áttir von á einhverju í næstu viku, en nú gerist þetta ein- ,mitt mjög óvænt í þessari viku, og virðist þú engan veginn nógu vel undir það búinn. Þó verð- ur endir þessa máls mjög ánægjulegur, bæði fyrir þig og þíná nánustu. Ekki skaltu trúa því, sem bú heyrir sagt um einn félaga þinn — þetta er argasti rógburður. Nautsmerk'iO (21. apr.—21 maí): Maður, sem vil! þér mjög vel, kemur nú mikið við sögu þína og fjölskyldu þinnar, en það er engu líkara en þér sé eitthvað illa við hann, og á hann slíkt sízt skilið. Urn helgina eru líkur á þ'ví að þú leggir upp i ferðalag, se n verður í flesta staði afar ólíkt þvi, sem þú hafir ráðgert, en líklega er það einungis til bóta. _____ TvíburamerkiO (22. maí—21 júní): Fram til þessa hefur einn hæfileiki þinn illa fengið að njóta sín, en í vikunni gerist atvik, sem verður til þess að þessi hæfileiki þinn fær nú að njóta sín, svo um munar. Þú stendur ekki í a!!a staði við það, sem þú lofaðir fyrir skemmstu, og er raunar eðlilegt að svo sé, en þú verður strax að gera hreint fyrir þínum dyrum. KrabbamerkiO (22 júni—23. júlí): Þú heyrir eitt- hvað eða lest, sem verður til þess að breyta við- horfi þinu til persónu, sem þér hefur hálfvegis verið i nöp við til þessa, og ef að líkum lætur, ættuð þið að geta orðið hinir beztu mátar hvað líður Á vinnustað kemur fyrir leiðinlegt atvik, sem þér verður í fyrstu kennt um — algeralega að ósekju. LjónsmerkiÖ (24. júlí—23. ág.): Þú munt skemmta þér óvenjumikið i þessari viku, og ein- hvern veginn skemmtir þú þér á annan hátt en hefur verið til þessa, og virðist þessi breyting vissulega vera til batnaðar. Þér mislíkar eitt- hvað í fari eins kunningja þíns, en áður en þú dæmir hann hart, skaltu líta í eigin barm. Meyjarmerkiö (24. ág.—23. sept.): Það er einhver órói yfir þér í vikunni og stafar það líklega af því að það verður einhver bið á því, sem átti að ger- ast í vikunni. Þú mátt samt ekki láta það eftir þér að verða svona óþolinmóður — það gerir allt annað en að bæta úr. Amor verður eitthvað á ferðinni, og í þetta sinn á nokkuð skemmtilegan og nýstárlegan hátt. VogarmerkiO (24. sept.—23. okt.): Þú hefur verið að keppa við einhvern undanfarið, og hefur þú komið fram af mikilli sanngirni í þeirri keppni, sem varla væri hægt að segja um hinn aðilann. Nú virðist svo sem þú sért að ná undirtökunum, og átt þú vissulega fyrir þvi. Xnnan fjölskyldunnar upprís einhver deila, en þetta gleymist fyrr en varir. DrekamerkiO (24. okt.—22. nóv.) Þú verður óaf- vitandi til þess að koma af stað deilum meðal kunningja þinna, og þess vegna verður þú að gera þitt til þess að gera allt gott á ný, og veiztu bezt sjálfur, hvernig það má verða. Það virðist rikja eitthvert þunglyndi í kringum þig þessa dagana, og væri þér hollast að leita í nýtt umhverfi um stundarsakir. BogmannsmerkiO (23. nóv.—21. des.): Kunningi þinn kemur með skemmtilega hugmynd og vill fá þig til þess að hrinda henni í framkvæmd með sér. Þú ert maður til þess að betrumbæta þessa hugmynd, og eftir það væri ykkur ráðlegt að ieggja út í þetta, en farið umfram allt ekki of geyst af stað. Þú átt von á nýstárlegri sendingu eftir helgina. Geitarmerkiö (22. des.—20. jan.): Það er eins og eitthvert rótleysi herji á þig þessa dagana, og þú virðist allt annað en ánægður með tilveruna. Þú verður að reyna að setja þér eitthvert mark, sem Þú getur stefnt að. Binnig væri þér ráðiegt að breyta um vinnuaðferðir, jafnvel fá þér annars konar en þó svipaða vinnu. Vatnsberamerkiö (21. jan.—19. feb.): Peningalega verður vikan þér afar hagstæð — þó gæti gleymska þín orðið til þess að þú yrðir af fjár- upphæð. Gættu að því, hvort þú átt óendurnýjaða happdrættismiða. 1 sambandi við stórviðburð í fjölskyldunni gerist dálítið, sem þú áttir sízt von á. Þú skuldar einhverjum bréf, og skaltu nú svara hið skjótasta. F'iskamerkiG (20. feb.—20. marz): Maður, sem þér hefur þótt litiö til um til þessa, sýnir, að hann er ekki allur þar sem hann er séður, en líklega áttu erfitt með að líta hann réttu auga, þótt þú finnir í rauninni, að þetta er bezti maður. Sunnu- dagurinn er mikill heilladagur fyrir konur, hins vegar mega kalmenn fara að öllu með gát Þann dag.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.