Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 26
I
'©Q==<(p=*C^(p^Q=^CP!<<l=^(p!<Cb^CP!íC^=<CF!>;(t^(F^(^(p!S(brf(P!CC^(p^(i=^CFs<(^(p^Cb^(Ps'<Cb^(r=*Q==<(í'!Q==<CF!íCi=<(F=*C!—'Cr^Q^CF^QrsíCr^CirssCí
bollunni. Látið sjóða þar til það er
jafnt. Eggjarauðurnar eru hrærðar með
salti og sósunni jafnað þar í smátt og
smátt. Bragðbætt með sítrónusafa.
Hellt yfir fiskinn. Bakað í um það bil
20 mín. við góðan hita (200 gráður).
Borið fram með soðnum kartöflum.
% kg nautavöðvi, 40 gr smjörlíki,
salt og pipar, soðið grænmeti, fransk-
ar kartöflur.
Nautavöðvinn er þerraður með deigum
klút og síðan steiktur í vel heitri feiti.
Salti og pipar stráð yfir. Vafinn í málm-
pappír og látinn á rist yfir ofnskúffu.
Steiktur við 200 gráðu hita um það bil
V2 klst. eða eftir því hve mikið vöðv-
inn á að vera soðinn. Tekinn úr papp-
írnum og soðinu sem myndazt hefur
hellt í ílát. Kjötið skorið niður og nokk-
uð af því látið vera heilt. Sett á mitt
fatið. Soðið grænmeti og franskar kart-
öflur sitt hvoru megin. Sósan er borin
með í sósukönnu.
SÓSAN.
dl bernais-
eessens, 200 gr smjör, steinselja.
Eggjarauðurnar eru hrærðar í eldfastri skál með
hvelfdum botni, saltið hrært þar með, þegar
þær eru seigar er soðinu og (essensnum) bragð-
efninu blandað saman við. Látið yfir pott með
heitu vatni og þeytt stöðugt þar til sósan er
mjög heit en má ekki sjóða. Þar saman við er
vel heitu smjörinu þeytt. Þetta tekur 5—7 mín.
ef rétt er að farið. Gott með nauta- og kálfa-
kjöti.
ymcmomcmK
NAUTASTEIK MEÐ GRÆN-
METI OG BERNAISESÓSU.
600 gr kinda-, kálfa- eða nautakjöt, 100 gr
smjörlíki, 4 dl vatn, 2 msk tómatkraftur, IV2
tesk. salt, pipar á hnífsoddi, V2 tesk. karrý, %
tesk. engifer, Vi tesk. muskat, 2 lárviðarlauf,
1 msk. hveiti, vatn, 2Vj dl hrísgrjón, 5 dl vatn,
1 tesk. salt, heilar grænar baunir.
RAUÐKÁLSSALAT.
200 gr rauðkál, 2—3 bananar, vínber og
rúsínur.
Kálið er skorið í strimla, bananarnir í sneiðar
og vínberin til helminga. Ollu blandað saman
og bragðbætt með safa úr V2—1 sítrónu, 2
msk. matarolíu og púðursykri. Gott með margs-
konar kjöt- og fiskréttum, sem sjálfstæður rétt-
ur eða ofan á brauð.
Grænmeti er hollast hrátt og nýupptekið. Þess
vegna eigum við að borða það sem mest á sumr-
in og haustin, meðan C-vítamíninnihaldið er
mest.
HYÍTKÁLSSALAT.
SMÁSTEIK MEÐ HRÍSGRJÓNUM.
200 gr hvítkál, 2 epli, 1—2 appelsínur, safi úr
V2—1 sítrónu, sykur eftir bragði, 1—2 dl
þeyttur rjómi.
Kjötið er skorið í fremur smáa bita, sem steiktir
eru í vel heitri feitinni og síðan látnir í pott.
Vatninu hellt á pönnuna og látið sjóða upp,
síðan hellt yfir kjötið í pottinum, ásamt krydd-
inu og tómatkraftinum. Soðið 30 -40 mín. eftir
því um hvaða kjöttegund er að ræða. Sósan
jöfnuð með hveitijafningi og krydduð eftir
bragði. — Á meðan kjötið er að sjóða er sjálf-
sagt að sjóða hrísgrjónin. Þau eru þvegin á
gatasigti, sett í sjóðandi saltvatn og soðin í
15—20 mín. eða þar til þau eru meyr en heil.
Þá er þeim hellt í hringmót, sem áður er skolað
með köldu vatni (þjappað vel í mótið). Hvolft
á fat og kjötinu ásamt sósunni hellt í miðjuna.
Skreytt með þunnum tómatbátum og grænar
baunir bornar með.
Hvítkálið er skorið í strimla og appelsínurnar
í bita. Eplin eru flysjuð, sé þess þörf annars
þvegin og skorin í þunna báta. Salatið er bragð-
bætt með sítrónusafa og sykri og síðast er þeytt-
um rjóma blandað saman við. Gott með kjöt-
réttum, brauði eða kexi.
SOÐIÐ GRÆNMETI.
Soðið grænmeti með smjöri er góður og holl-
ur matur og þar að auki tilbreyting frá kjöti
og fiski. Bezt er að sjóða grænmetið í sem
minnstu vatni og helzt í gufu. Salti er stráð
yfir grænmetið um leið og það er látið í pottinn.
Gott er að sjóða grænmeti í málmpappír. Þá
er hann smurður, grænmetið sem er hreinsað
lagt á pappírinn og salti stráð yfir. Vafið vel
saman, látið í sjóðandi vatn. Þannig þarf það
heldur lengri suðu en í vatni.
26 VIKAN