Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 19
UNGFRÚ CHAPLIN.
Það liggur við, að maður haldi að af öllu umtöluðu kvenfólki í heiminum sé Gerald
ine, elzta dóttir Charlie Chaplins, sú mest umtalaða. Það eru myndir og frásagnir af
henni í næstum hverju erlendu tímariti, sem maður lítur í. Og ungfrúin hefur raunar
margt fleira sér til ágætis en það eitt að vera dóttir Chaplins, því að hún er bráð-
falieg og kvað auk þess vera frábær ballettdansari.
Geraldine er elzta dóttirin af sjö, bráðum átta, börnum þeirra Chaplin hjónanna.
Hún er að mestu leyti uppalin í Sviss, hefur lokið menntaskólanámi í Lausanne og hlot-
ið akademíska þjálfun í svokölluðum klassískum dönsum. Ekki alls fyrir löngu tók
Geraldine inntökupróf í hina frægu Covent Garden Operu í London, og á hún sennilega
eftir að læra þar margt og mikið og geta sér mikinn orðstír.
-X V
' ,
^ x-
Ojj X 'Sp.
•$»
Það hlýtur að vera alveg óhemju erfitt að vera bæði táningur og móðir í senn. Maður þarf ekki annað en að hlýða á tal einhverra fulltrúa hins
veikara kyns, þegar þetta ber á góma. Þarna hamast þær við að setja út á„stelpukjánann“, sem ratað hefur í þá vitleysu að eignast barn aðeins
16—17 ára gömul. „Svo hirðir hún ekki krakkaangann, stelpuskömmin," bæta þær kannski við. „Og nennir ekki að vera heima til að passa hann.“
Slíkar áhyggjur hafa vinkonur, frænkur og nágrannakonur hinna ungu mæðra, en mæðurnar hafa líka sjálfar ýmis áhyggjuefni, eins og glöggt
kemur í ljós í bréfi, sem móðir á táninga-aldri skrifaði blaði einu hér á dögunum. Bréfið er á þessa leið:
„Ég á lítið stelpukríli, sem er aðeins hálfs annars árs og alveg dásam’leg, svo ég segi sjálf frá, þar sem hún situr í vagninum sínum og brosir
til alls og allra. Þess vegna gat ekki farið hjá því, að það fyki dálítið í mig hér um daginn, þegar ég hafði komið henni fyrir úti í vagninum
hennar, brá mér síðan frá en kom aftur að vörmu spori og komst þá að raun um, að andlitið á þeirri stuttu, vagninn og öll rúmfötin voru útötuð
í súkkulaði. Ég varð að skipta um föt á króganum og setja ný rúmföt í vagninn, þegar í stað, því að það var ekki nokkur leið að láta nokk-
urn mann sjá þessi ósköp. Daginn eftir endurtók sig svo sama sagan, og hafði þá einhver góðviljaður gefið henni lakkrís í stað súkkulaðs. Og
síðan hafa þessi ósköp endurtekið sig æ ofan í æ mér til sárrar hrellingar. Ég óska þess stundum, að blessað fólkið hefði vit á að gefa henni gulrót
í stað sælgætis, því að barnið hefði áreiðanlega betra af því og auk þess ylli það ekki nærri því eins miklum óhreinindum. Ég kæri mig bara
hreint ekkert um, að fólk segi, að ég geti ekki hugsað almennilega um barnið mitt, og haldið því hreinu og þokkalegu, af því ég er aðeins 17
ára, þess vegna eru það eindregin tilmæli mín til allra minna nágranna, að þeir taki þessi orð mín til athugunar áður en þeir gefa barninu mínu
góðgæti næst.
Kæru nágrannar, — ég vona, að þið lesið þetta bréf og ég vona einnig að þið misvirðið það ekki við mig, — ég greip til þessa ráðs vegna þess
að ég átti svo erfitt með að segja þetta við ykkur berum orðum, þar sem þið viljið litla barninu mínu svo vel og eruð alltaf svo góðir og
hjálpsamir. Móðir á táninga-aldri.
VIKAN 19