Vikan


Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 9

Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 9
MmM ■ v ' <"-'A •> ■ '••••>•:•:> . <V'S .. Við Kálfastrandarvoga. Óendanleg fjölbreytni í formum og litum. Ljósmynd: Þorsteinn Jósefsson. Svo opnast fjallhringurinn og imanni dettur strax í hug Þing- - vallasveit. Sellandafjall og Blá- ; fjall eru fagurblá í fjarska og minnir á Hrafnabjörg- austanvert viS Bláskógaheið- Allt í einu hefur maður það tilfinningunni, að vera ekki í lengur á Norðurlandi. Mér finnst s ég vera kominn suður frá djúp- : um dölum með ársprænu í botni :og mýrardrögum upp á miðjar hlíðar. Og hvílíkur léttir. Maður ósjálfrátt bifreiðina og r . 2.'' fer út til.þess að anda að sér víð- í' " sýninu. Þarna fellur Laxá niður H g í Laxárdalinn, dálítið græn á lit, en dáfögur milli skrúðgrænna og , , * viði vaxinna hólma. . m# Vegurinn liggur fram hjá | Helluvaði og Arnarvatni, þar sem H Sigurður skáld bjó. Það er ann- iars merkilegt, hve mikið er af sþekktum bæjum í Mývatnssveit fflog sýnir, að þeir Mývetningar |hafa haft lag á því að vekja á sér athvgli — eða kannske er rétt- |ara að segja, að þeir hafi ekki fkomizt hjá því. Nokkru sunnan Ivatnsins eru til dæmis Gautlönd, |og hver kannast ekki við það inafn? Það verður á vegi okkar biluð Ibrú; umferðarþunginn er orðinn mjög mikill yfir sumarmánuð- ina. Það eru tveir ungir menn að verki við brúna, ljóshærðir og sólbrúnir með sterklegar, sigg- grónar hendur. — Bændur hér í sveitinni? — Já, það á að heita svo. — En ekki nema að nafninu til? Hvar eigið þið heima? — Á Hofsstöðum. Það er nið- ur með Laxá, þar sem hún fell- ur úr vatninu. Jú, við erum reyndar bændur þar, en stund- um vinnu hingað og þangað með búskapnum. Það virðist fullt eins gott. Þeir lögðu frá sér verkfærin í bili og ég spurði þá að heiti. - - Ég heiti Guðmundur Jóns- son, sagði annar og glotti við. -— Alþýðlegt og gott nafn það. Og þú? — Ásmundur. Ásmundur Jóns- son. — Og búið þið í félagi? — Já, sagði Ásmundur. — Að vísu stunda ég allmikið húsa- smíði jafnframt búskapnum, bæði hér í Mývatnssveit og ann- ars staðar. Það er vafasamt, að það borgi sig að vera eingöngu við búskap. Ágætt að hafa hann með. Það eru æði margir hér í Mývatnssveit, sem hafa það þann- ig- — Þið eruð með vörubíl sýn- ist mér. — Já, við eigum hann sam- an, sagði Guðmundur. — Við höf- um hann fyrir búið; höfum eng- ar tekjur af honum öðru vísi. — En traktor? — Nei, við eigum ekki trakt- or. Við fáum lánaðan traktor hjá nágrönnum til þess að slá og keyrum fyrir þá í staðinn. Við höfum ekki svo stórt bú, 100 fjár og 6 kýr. — Og þið viljið frekar eiga heima hér í Mývatnssveit en ann- ars staðar, jafnvel þótt það gæfi meira í aðra hönd? Þeir litu hvor á annan sem snöggvast og síðan suður á Blá- fjall, rétt eins og svarið birtist þá og þegar í blámóðunni þar. Svo sagði Ásmundur: — Jú, við viljum frekar eiga heima í Mývatnssveit. Það er svo gott fólk hérna og ágætt fé- lagslíf. — Farið þið oft til Reykjavík- ur? —-■ Ónei, við höfum nú ekki komið þar ennþá. En kannske fer maður þangað einhvem tíma. • Þeir gerðu við brúna til bráða- birgða og áfram var haldið. Húsa- þyrping á hæð við vatnið. Álfta- gerði, segir fylgdarmaður minn. Á vatnsbakkanum, á grastó milli mýrar og vallendis, standa tveir menn og slá — með orfi og ljá. Það var þurrt í rót og beit ekki sem bezt. Jón Jónsson sagðist annar heita, maður á miðjum aldri. — Ég hélt, að orf og ljár til- heyrðu byggðasöfnum nú orðið. — Það er víst rétt, sagði Jón Jónsson. — Yngri menn nenna ekki að bera ljá í gras. Við þess- ir gömlu erum að þessu einstöku sinnum. Svona rétt heldur en að gera ekki neitt. Það eru orfa- slægjur hér í kring og við not- um þær talsvert, ef tími vinnst Skútustaðir, prestsetur og sam- komustaður frá fornu fari. Þar er hið nýja félagsheimili Mývetn- inga, Skjólbrekka, og skammt þar frá nýr barnaskóli í bygg- ingu. Skólastjórinn, Þráinn Þór- Framhald á næstu siðu. TIKAN 9

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.