Vikan


Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 18

Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 18
ALLT FYRIR Ð í bandarískum læknavísindum hefur verið fitjað upp á skemmtilegri nýjung, sem þykir gefa afbragðsgóða raun. Hafa Bandaríkjamenn gert tilraun til að koma upp allsérstæðri stétt manna, svonefndum táninga-læknum, sem hafa það hlutverk að ráða fram úr vandamálum æskufólks á því viðkvæma aldursskeiði milli unglings- og fullorðinsára. Svo mikinn árangur hefur starf þetta borið að ætlunin er að halda því áfram og auka það að miklum mun. „Auðvitað eru táningarnir ósköp veniulegt fólk, sem íiencur að mestu leyti með sömu sjúkdóma og þeir, sem eldri eru,“ segir dr. Arthur Lesser, sem starfar í bandaríska heilbrigðismálaráðuneytinu. ,.En sú staðreynd, að þeir eru á gelgjuskeiði, bæði líkamlega og andlega, veldur því, að þeir hafa nokkra sérstöðu, sem maður verður að taka tillit til. vilii maður verða þeim að einhverju liði.“ Flestir táningarnir bera ósköp ■'æniuleg vandamál undir læknana, en í augum margra þeirra eru þau allt annað en venjuleg og eðlileg, — pilt- unum finnst þeir lengjast óþarfleva ört. stúlkunum finnst aftur á móti að þær fitni óeðlilega mikið og svo mætti lengi telja. Hinu viðkvæma aldursskeiði og líkamlegum breytingum þess fylgja svo margvísleg sálræn vandamál og áhyggjuefni. Unglingunum tekur að semja illa við foreldra sína og ættingja, þeim fer að ganga verr við námið, þeim veitist örðugra að hlíta settum reglum og geta oft ekki samið sig að háttum hinna fullorðnu fyrst í stað. Allt eru þetta vandamál, sem venjulegur læknir getur ósköp auðveldlega ráðið bót á, en reynslan hefur sýnt, að það er oft ótrúlega erfitt að beita venjulegum lækningaaðferðum við hina ungu sjúklinga, af því að þeir eru tortryggnir í garð læknisins eða hafa ekki lag á að koma orðum að því, sem þeim liggur á hiarta. Þess vegna hafa ýmsir læknar tekið sig til og aflað sér sérmenntunar á táningunum og hinum ýmsu vandamálum þeirra. Á síðustu árum hafa svo risið upp heilsuhæli og rannsóknarstöðvar víða í Bandaríkjunum, sem gegna því hlutverki einu, að annast ungl- inga á aldrinum 12—21 árs og verða þeim að liði. Það fyrsta, sem táninga-læknirinn tekur sér fyrir hendur, þegar unglingur leitar aðstoðar hans er, að komast í samband við viðkomandi ungl- ing og vinna traust hans og tiltrú. Hann gefur sér tíma til að athuga atferli unglingsins og ýmis viðbrögð jafnframt því að hann reynir að setja sig inn í hugsanagang hans. Fíöldi lækna hefur þann háttinn á, að koma nokkrum góðum hægindastólum fyrir í stofunni þar, sem þeir ræða við sjúklingana, til þess að samtalið pangi greiðar og andrúmsloftið sé ekki eins þunglamalegt. Önnur svipuð brögð hafa þeir í frammi til að auðvelda unglingunum og lækninum að rabba saman ótruflaðir. Eftir að lækninum hefur tekizt að vinna trúnaðartraust hins unga sjúklings, snýr hann sér að því að útskýra eðli og uppruna sjúkdómsins, hann sýnir piltinum, sem orðíð hefur fyrir því óhappi að handleggsbrotna, röntgenmynd af brotinu, unga, áhyggjufulla manninum sýnir hann fram á, hvernig hugsýki og hugkvillar myndast og hvernig hægt er að komast yfir slíkt, ungu stúlkuna sem stendur stuggur af hinum öru breytingum kynþroskaskeiðsins, sannfærir læknirinn um, að ekkert sé að óttast. Það þykir auðsætt, að tánmgarnir kunni vel að meta þessa merkilegu nýjung og trúi táningalæknunum óhræddir fyrir vandamálum sínum. Og táningalæknamir hafa þegar unnið gott starf með því að uppræta hjá unglingunum og koma í veg fyrir ýmsa kvilla, sem síðar á lífsleiðinni gætu orðið þeim mikill fjötur um fót og hindrað andlegan og líkamlegan þroska þeirra. FAÐIR OG SONUR. Á myndinni sjáum við hinn góðkunna söngvara Peter K -aus, sem segja má að nú sem stendur sé einn vinsæl- asti dægurlagasöngvari Evrópu; ásamt föður sínum, au'-turr'ski leikaranum Fred Kraus. Peter Kraus fæddist í Vínarborg árið 1940 og er því enn ungur að árum, þó að nafn hans sé þekkt um gjörvallan heiminn. Peter Kraus hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, og er skemmst að minnast myndarinnar „Conny og Peter“, sem sýnd var hér á landi ekki alls fyrir löngú og hlaut rnikiar vinsældir. Peter hefur leikið í kvikmynd á móti föður sínum, þar sem þeir feðgar leika einmitt föður og son, og er meðfylgjandi mynd tekin við það tUikifæri. UNGA FÓLKI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.