Vikan


Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 27

Vikan - 13.09.1962, Blaðsíða 27
lega þykkui- er honum sprautað eða látinn með skeið á milli appelsínusneiðanna. Skreytt með vínberjum eða kirsuberjum (coktailberjum), afhýddum möndlum sem áður eru skornar í strimla. Gott er að blanda rifnu súkkulaði eða smátt skornum nýjum eða niðursoðnum ávöxtum saman við ábætinn, þá er það gert áður en hvítunum er blandað saman við. Ostsneiðarnar eru lagðar yfir deigið. Sveppirnir eru skornir í tvennt eftir að hafa verið hreinsaðir, séu þeir nýir og soðnir í smjörinu í 10 mín. Þá e’ rjómanum bætt í og soðið þar til það er jafnt. Kryddað. Kælt og hellt jafnt yfir ostinn. Þar yfir eru kjötsneiðarnar og tómatsneiðarnar lagðar. Bakað á sama hátt og fyrrnefnd uppskrift. RABARBARAÁBÆTIR. 10—12 leggir vínrabarbari, sykur, 14 stöng vanilja, (2 H dl saft á móti 3 blöðum af mat- arlími), 2 dl rjómi, 2 bananar, sítrónusafi, rifið súkkulaði. Rabarbarinn er þveginn og skorinn í 2—3 cm langa bita, sem soðnir eru í sykurvatni með vanilju (eitt lag í einu) nokkrar mínútur þannig að þeir séu meyrir en heilir. Skipt í ábætis- FLJÓTLEGUR ÁVAXTAÁBÆTIR. skálar eftir að soðið hefur sigið vel af þeim. Það fer eftir stærð glasanna hve mikið soð þarf að hleypa. Soðið er mælt, matarlímið lagt í bleyti, brætt og kælt, soðinu hrært saman við og síðan yfir í skálarnar. Kælt. — Rjóminn er þeyttur, bananar marðir með gaffli og blandað saman við, ásamt örlitlum sykri ef vill. Látið með skeið í hvert glas og rifnu súkkulaði stráð yfir. !. \ APPELSÍNU ÁBÆTIR. 3 stórar appelsínur, 2 egg, 4 msk. sykur, safi úr hálfri sítrónu og 1 appelsínu, 3 blöð mat- arlím, 114 dl rjómi, (111. msk. rifið súkkulaði), möndlur og vínber eða kirsuber (Cocktailber). Eggjarauðurnar eru þeyttar með sykrinum. Sítrónu- og appelsínusafanum blandað saman við. Matarlímið sem áður er lagt í bleyti er brætt, kælt og blandað saman við. Hrært í þar til það fer að þykkna, þá er þeyttum rjómanum og stífþeyttum hvítunum blandað í. Appelsín- urnar eru skornar í sneiðar þannig að tvær og tvær séu samhangandi. (Þ. e. önnur hver sneið skorin niður að miðju). Þegar ábætirinn er hæfi- 2 epli, 2 appelsínur, 2—3 bananar, 10 möndl- ur, IV2 msk. rifið súkkulaði, 2 eggjarauður, 1% msk. sykur, 2 dl rjómi. Ávextirnir eru hreinsaðir, afhýddir ef með þarf og skornir í fremur smáa bita. Möndlurnar eru látnar í sjóðandi vatn, hýðið tekið af þeim og síðan skornar í lengjur. Eggjarauðurnar eru hrærðar með sykrinum, ávöxtunum blandað þar saman við ásamt möndlunum og þeyttum rjóm- anum. Borið fram vel kalt t. d. í litlum ábætis- skálum. Rifnu súkkulaði stráð yfir. GÓÐAR GERKÖKUR. 3% dl hveiti, 14 tesk. salt, 2 msk. matarolía eða brætt smjörlíki, IV2 dl volg mjólk, 25 gr pressuger. Gerið er hrært út með dálitlu vatni. Hveitið er sáldrað í skál, saltinu blandað saman við og vætt í með gerinu og mjólkinni. Hnoðað, látið lyfta sér nokkra stund, skipt í tvennt og flatt út í þunnar kringlóttar kökur, sem annað hvort eru látnar á smurða plötu eða í mót. Látið lyfta sér, áður en fyllingin er sett í. FYLLING 1. 100—150 gr litlar pylsur (cocktailpylsur), 4—5 tómatar, 100 gr ostur, hvítlauksduft. Pylsunum, ostsneiðunum og tómatsneiðunum er raðað yfir deigið. Hvítlauksdufti og salti stráð yfir. Matarolíu eða bræddu smjörlíki hellt jafnt yfir. Bakað við 250 gr í 12—15 min. Bezt ný- bakað beint úr ofninum, sem milliréttur með öli eða te. FYLLING 2. 100—150 gr ostur, 100 gr sveppir nýir (eða ein lítil dós niðursoðnir sveppir), 1 msk smjör, 1 dl rjómi, salt og pipar, 100 gr reykt svína- kjöt, 2—3 tómatar. TVENNS KONAR ÁLEGG Á SÖMU BRAUÐSNEIÐ. Nota má hvort sem er rúgbrauð eða hveitibrauðssneið. Fallegast er að sneiðin sé ferköntuð eða aflöng. Lax og ostur er lagt til helminga á brauðið frá horni til horns og skreytt með kaperskornum, dill og spánskum pipar. Þannig brauð er fallegt að bera fram á litlum trébrettum. yiKAN 27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.