Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 8
Gr'nclurnar viS skálana koma í vej
menn róti i'jórárdalsvikrinum meS
Sniöll hugmynd og snyrtileg.
<
Svante Hjertberg verk-
fræðingur í íslandsúlpunni.
Haraldur Sigurðsson fyrir
aftan.
fyrir, að Ef dæma má af svipnum,
sér inn. þá eru þeir Jakob Jakobs-
son, Árni Snævarr og
Sveinn Jakobsson, alls eklci
óánægðir með kaffiborðið
hjá kvenfólkinu.
Mér var sagt, að hér væri
fallegt og þess vegna kom ég,
sagði Celia Washbourn frá
Cambridge.
Jón Sigurðsson vinnur fyr-
ir Veðurstofuna, en auk
þess er hann ritstjóri blaðs- Með sælubros á vör. í>órður Kristjánsson og Stefán
ins „Búrfell". Stefánssen, öðru nafni Hemineway og géneráll Patton.
Jón Ögmundsson b-jr-
maður, refaskytta, hag-
yrðingur o. fl.
§ '■
%,/&//; , '' ■ , Æ /
wf'' -4-; * £ m
> - • V
1111
9 9 Norðan við Selhöfða gnæfir Dímon, sérkenni-
legur hamar og þar norður af Fagriskógur. Að
norðanverðu lokast dalurinn af Heljarkinn,
Fossöldu og Stangarfjalli. Suður úr Fossöldu
gengur rani, er nefnist Rauðukambar og sunnan
við Rauðukamba er Reykholt, en þar eru all-
miklar vikurnámur, sem nýttar hafa verið um
árabil. Milli Fossöldu og Stangarfjalls fellur'
Fossá niður af heiðarbrún og myndar HáafoSs.
Sunnan undir Stangarfjalli stendur bærinn að
Stöng, og þar skammt frá er Gjáin, einhver
sérkennilegasta og fallegasta náttúrumyndun
dalsins. Að austan takmarkast dalurinn síðan
af suðurhluta Stangarfjalls, Skeljafelli og
Búrfelli syðst. í næsta nágrenni gnæfir drottning
íslenzkra eldfjalla, Hekla, sem á liðnum öldum
hefur verið ógnvaldur nærliggjandi héraða.
Einu sinni komu höfuðskepnurnar sér sam-
an um að gjöreyða byggð í Þjórsárdal. Nú er
allt útlit fyrir, að íslendingar séu í þann veginn
að snúa taflinu við með því að koma sér saman
um að beizla náttúruöflin. Reyndar verður
Hekla látin óáreitt, að minnsta kosti í bili, en
Þjórsá hneppt í fjötra í staðinn.
Þessa dagana er verið að leggja síðustu hönd
g VIKAN
á undirbúningsrannsóknir vegna fyrirhugaðrar
stórvirkjunar Þjórsár. Virkjunarstaðurinn mun
verða í suðurhluta Skeljafells, þar sem heitir
Sámsstaðamúli, eftir bæ, sem þar stóð til forna.
Síðastliðið vor reis á Sámsstöðum dálaglegt
„býli“. Þar búa nú um 50 manns í reisulegum
skálum og una glaðir við sitt. Þetta eru bygg-
ingaverkfræðingar, jarðvegsfræðingar, jarð-
fræðingar, mælingamenn, kortlagningarmenn,
bormenn og fleiri sérfræðingar með fjöl-
mennan flokk alskeggjaðra eða skegglausra að-
stoðarmanna sér við hlið.
Við lögðum leið okkar upp í Þjórsárdal fyrir
skömmu og virtum fyrir okkur framkvæmdir
þar. Við ókum sem leið liggur „upp í dal“,
beygðum út af Sprengisandsveginum við Hjálp-
arafleggjarann, ókum fram hjá Hjálparfossi,
niður að Fossá. Þar urðu á vegi okkar fyrstu
vegsummerki væntanlegra virkjunarfram-
kvæmda, spáný trébrú yfir ána. Þá er rétt kom-
ið að aðsetursstað þeirra dalbúa. í kverkinni
milli Sámsstaðamúla og Búrfells hafa þeir reist
skála sína, skammt frá hinu forna bæjarstæði.
Húsin eru öll reist á sandi í orðsins fyllstu
merkingu, en virtust þó hin stæðilegustu. Kring-
um þau og að öllum dyrum hefur verið komið
fyrir trégrindum, sem gengið er á. Svona grind-
ur höfðum við hvergi séð nema í Laugunum
görnlu, og varð okkur starsýnt á. Svo til hjálp-
arlaust fundum við út af eigin hyggjuviti, að
tdgangurinn væri sennilega sá að reyna að
koma í veg fyrir, að skálabúar bæru með sér
fleiri tonn af fósturjörðinni inn á gólf.
Við gengum eftir „landgöngubrúnni“ og knúð-
um dyra. Snaggaralegur náungi í stutterma-
skyrtu með úfinn haus lauk upp og virti komu-
msnn fyrir sér. Við kynntum okkur og báðum
hann að leiða okkur fyrir fyrirmenn staðarins.
Piltur leit um öxl og kallaði: „Guðmundur,
blaðamenn!"
Svo birtist Guðmundur, ungur maður krafta-
legur og riðvaxinn. Hann er Sigurðsson og er
yfirmaður jarðborananna í Þjórsárdal, en jarð-
vegsrannsóknir eru snar þáttur í undirbúnings-
framkvæmdunum. Guðmundur hefur verið verk-
stjóri og eftirlitsmaður við jarðboranir síðan
1945. Hann hefur meira og minna unnið við
allar virkjanirnar, sem síðan hafa verið reistar
hér á landi.