Vikan


Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 11

Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 11
APRlLRÓSIR Fyrst hafði hún orðið undrandi, svo sár og síðast hafði hún orðið ofsareið og hatað. Nú var stund hefndarinnar komin — Smásaga eftir Guðnýju Sigurðardóttur. Teikning Snorri Sveinn Þær koma næstum samtímis að hliðinu, tvær konur með páskaliljur i glærum umbúðum. Önnur varla meir en þrjátíu ára, vingjarnleg á svip og snyrtileg, hin miðaldra, þóttafull í fasi, klædd dýrri skinnkápu. Þær horfast snöggvast í augu, yngri konan lítur fyrr undan, grípur fastar um blómvöndinn, eins og í varnar- skyni. Hin verður enn þóttafyllri á svip, næstum hörkuleg, vefur skinnkápunni þéttar að sér og segir um leið og hún hlær kaldranalega: — Ég sé að þér eruð líka með páskaliljur, ekki vænti ég að þér ætlið að setja þær á leiði mannsins míns? Hún leggur sérstaka áherzlu á síðustu orðin. — Ég ætlaði það, er ekki afmælið hans í dag? — Jú, jú, mikið rétt hjá yður. Það er afmælið hans í dag. — Ég hefði auðvitað ekki átt að koma. Nú skal ég fara. — Nei, nei, góða bezta, farið ekki, fyrir alla muni, þér látið mig þó vonandi ekki trufla yður, ég hef heldur ekkert á móti því að tala örfá orð við yður, fyrst fundum okkar bar nú saman. — Nei, leyfið mér að fara. Ég held ekki við græðum neitt á að tala saman, úr því sem komið er. — Jú, jú. Þér eruð ung, hafið enn tækifæri til að giftast, og hver veit nema þér hafið gott af því að kynnast aflóga eiginkonu. — Hvers vegna kveljið þér mig? — Hafið þér ekki kvalið mig? — Jú, ef til vill. — Efizt bér? — Já. — Þér eruð svei mér frökk. Þær eru nú komnar langt inn í garðinn. Hafa gengið framhjá gömlu leiðunum, þar sem stórir og myndarlegir legsteinar eru í felum bak við beinvaxnar grenihríslur. Nú tekur við svæðið með nýju leiðunum. Nokkur hafa þegar verið hlaðin upp, steinar eru jafnvel komnir á sum þeirra, en á öðrum eru visnuð blóm og guln- aðir silkiborðar eina skrautið. — Vitið þér hvar leiði mannsins míns er? Aftur leggur hún áherzlu á síðustu orðin. — Já. — Komið þér kannski oft hingað? — Nei, mjög sjaldan. — Voruð þér við jarðarförina? — Nei, ég var veik. — En hefðuð þér komið? — Ég veit ekki, líklega ekki. Þær eru nú komnar alla leið. — Hafið þér komið síðan steinninn var lát- inn? — Nei. — Finnst yður hann ekki góður? — Jú, hann er mjög fallegur, segir unga kon- an, en þó finnst henni hann Ijótur. Stór, grár steinn, ólögulegur í formi og kaldranalegur. Hér hvílir Ásmundur Narfason kaupmaður, f. 15. apríl 19—, d. 18. des. 19—. Slípaði flöturinn þar sem þessi orð standa, er svo stór, að þar má hæglega koma fyrir fleiri orðum, mörgum orðum. Auðvitað, hennar nafn, nafn konunnar hans, hugsar hún. Þau munu seinna verða höggvin í steininn. — — Vera Fanney, f. — d. — ekki Alda Einarsdóttir, nei, auðvitað ekki. Hún hefði ekki heldur átt að koma hingað í dag, ekki á morgun, aldrei. -— Viljið þér ekki láta liljurnar yðar í þetta glas, ég hef þetta, segir frú Vera Fanney, ekki óvingjarnlega. — Þakka yður fyrir, segir Alda og hættir að einblína á legsteininn. — Það er krani hérna rétt hjá. — Já. Þær taka sitt hvort glasið, fylla þau af vatni og raða blómunum í. Önnur með skjótum og snörum handtökum, hin hægt og varfærnislega, það er næstum eins og hún vilji umvefja hvert og eitt þeirra. Þær krossa báðar yfir leiðið, standa kyrrar um stund, segja ekkert, hugsa kannski ekkert heldur. — Við skulum setjast á bekkinn þarna, segir frú Vera svo allt í einu, og er nú aftur orðin köld og fráhrindandi á svipinn. — Eins og þér viljið, það er bara svo kalt hér. — Varla svo að þér lifið það ekki af. Komið. En svo þegar þær eru setztar, segja þær ekk- ert, horfa bara fram fyrir sig, alvarlegar í bragði, næstum eins og þær hafi gleymt hvor annarri. Það er síðla dags, en bjart í lofti, líklega dálítið frost, þó er sumarið ekki langt undan. Harð- gerðustu trén hafa skotið út grænum öngum og nokkur vorblóm gægjast upp úr ljósri, þurri moldinni. Einn og einn fugl flýgur hjá með lágu kvaki. Önnur hljóð borgarinnar heyrast aðeins óljós í fjarska. Frú Vera Fanney rýfur þögnina: — Hafið þér nokkurn tíma hatað svo innilega, að þér ættuð engin orð, engan vilja, nema þann eina sem hatrið fæðir af sér, nefnilega að fá hefnd. Þegar ég komst að því, að maður- inn minn var mér ótrúr, varð ég fyrst mjög undrandi, síðan hrygg, þar næst ofsareið. Svo hataði ég stúlkuna, ekki hann, og ég beið færis að hefna rnín á henni. Ég gerði mér ekki grein fyrir því á hvem hátt hefndin yrði, um það hugsaði ég ekki, hélt það myndi koma að sjálfu sér. Og það kom, henni var kastað, eins og mér, og önnur tók hennar sæti. Ég hataði hana líka, en bara öðruvísi, ég hataði þær allar sitt með hverju móti. — Allar, hvað eigið þér við? Framhald á bls. 31.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.