Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 15
hennar föngnum nema í bili. Þegar hún vildi
hvíla sig frá lestrinum, hallaði hún sér aftur á
bak í sætinu og lokaði augunum, vildi láta sam-
ferðafólk sitt halda að hún svæfi. Hún hafði
megnustu andúð á því að blanda geði og orðum
við bláókunnugt fólk, þegar hún var á ferða-
lagi. í stað þess að sofa, einbeitti hún huganum
að sjúklingunum, sem hún hafði stundað að
undanfömu. Hver mundi verða úrskurður dó-
sentsins varðandi sjúkdóm Nygárds málara, er
valdið hafði henni mestum heilabrotum? Og
hvernig mundi frú Nilson verða af kortison-
meðhöndluninni.
Lilian gat helgað sig þessu tvennu, vísindarit-
gerðunum og hugleiðingunum um sjúklingana,
alla leiðina til Rómaborgar, án þess að verða fyr-
ir nokkrum truflunum. En þegar þangað kom,
skipti um. Það var allt að kenna hinni smá-
vöxnu og glæsilegu, frönsku konu, sem kom svíf-
andi inn í klefann, nokkrum mínútum áður en
lestin lagði af stað þaðan, umvafin angan rán-
dýrra ilmvatna, og tók sér sæti gegnt Lilian.
Hún kynnti sig sem madame Nina Duprés frá
París, kvaðst hafa komið við hjá vinkonu sinni
í Rómaborg, en vera á leið til Taormina, þar
sem hún ætlaði að njóta hvíldar um hríð —
maðurinn sinn kæmi þangað svo flugleiðis frá
París. Hann var málafærslumaður og hafði —
að minnsta kosti ef dæma mátti eftir klæðnaði
frúarinnar og skartgripum — mjög góðar tekj-
ur af starfi sínu, enda átti hann sjálfur mála-
færsluskrifstofu í París. Madame Duprés var
hálfhrædd í flugvél og ferðaðist því með járn-
brautarlestum, þegar hún gat því við komið. Tvö
börn átti hún; þau voru heima í umsjá beztu og
áreiðanlegustu barnfóstru í víðri veröld, að því
er hún fullyrti.
Þetta var þó ekki nema lítill hluti þess, sem
hinni smávöxnu, frönsku frú vannst tími til að
trúa Lilian fyrir, áður en þær stigu um borð í
járnbrautarferjuna, sem átti að flytja þær yfir
til Sikileyjar, þar eð Lilian var sú eina af far-
þegunum í klefanum, sem talaði frönsku við-
stöðulaust. Undarlegast var þó, að Lilian, sem
eins og áður er getið, var meinilla við að tala
við ókunnugt fólk á ferðalagi, fannst madame
Duprés í rauninni svo skemmtileg, að hún
gleymdi lestrinum gersamlega. Þessi smávaxna
en fjörmikla kona kunni nefnilega þá 'list að
segja þannig frá jafnvel smávægilegustu atburð-
um, að áheyrandinn hreyfst með, eins og um æsi-
legasta ævintýri væri að ræða. Að sjálfsögðu fór
Lilian ekki í neinar grafgötur um það, að þessi
franska frú væri yfirborðsmanneskja, spillt af
óhófi og munaði, en engu að síður féll henni
ljómandi vel við hana. Og Lilian átti auðvelt
með að skilja það, að kona eins og Nina Duprés
teldi með öllu útilokað, að til væri nokkur sá
kvenmaður, sem áliti starfið engu minna virði en
aðrar konur álitu heimili, eiginmann og börn.
— Ég hef einfaldlega aldrei haft tíma til að
sinna ástum og öðru þess háttar, sagði Lilian.
— Ekki það? Þá hafið þér ekki fundið þann
rétta ennþá. Þegar það gerist, er maður nefni-
lega ekki að brjóta heilann neitt um það, hvort
maður hafi tíma til að verða ástfanginn eða ekki.
Lilian hló.
— Fyrst svo er, þá er ég sennilega alltaf að
leita hins rétta, þó að ég geri mér það ekki ljóst.
— Farið þér kannske alla leið til Taormina í
því skyni að leita að honum?
Lilian leit undrandi á samferðakonu sína, en
fór svo að hlæja.
— Þér eruð einstök, frú Duprés, sagði hún.
Ég er viss um að ástin og ástalífið er hið eina,
sem þér teljið nokkurs virði. . . .
— Vitanlega, svaraði frú Duprés. Það er að
minnsta kosti hið eina, sem mér er nokkurs
virði. Þér setjið aftur á móti starfið í þess stað.
Kannske kemur þetta af því, að við erum sín
af hvoru þjóðerni •— ég frönsk, en þér norræn.
— Getur verið, svaraði Lilian.
En með sjálfri sér áleit hún, að það mundi
öllu fremur vera uppeldið, sem olli þessum mun.
í foreldrahúsum hafði hún aldrei heyrt minnzt
á kynhvöt eða neitt þess háttar — slíkt var ekki
talið umræðuhæft. Og aldrei mundi henni hafa
komið til hugar að trúa mömmu sinni fyrir
ástarskotum sínum eða ástarævintýrum, þegar
hún var á skólaárunum.
Madame Duprés þagnaði ekki alla leiðina, og
lék við hvem sinn fingur — þangað til stigið
var um borð í járnbrautarferjuna. Siglingin yf-
ir til Sikileyjar tók ekki nema skamma stund,
en það var slæmt í sjó og ferjan valt mjög. Ma-
dame Duprés varð ákaflega sjóveik um leið og
ferjan lét úr höfn, og brátt var hún orðin þess
fullviss, að hún mundi látast á sundinu, áður en
kæmi í höfn í Messína. Lilian varð að annast
hana eins og sjúkt og vanstillt barn. Hún minnt-
ist þess, að Jansson dósent hafði fyrirskipað
henni að gleyma sjúklingunum — það var hæg-
ara sagt en gert, þegar þeir komu í fangið á
manni í bókstaflegri merkingu.
Ekki var ferjan þó fyrr komin að landi, en
madame Duprés — sem þóttist mega vita, að
hún mundi, þrátt fyrir allt, ekki verða flutt
sem lík í land — tók að hugsa um útlit sitt. —
Hamingjan góða, hvað ég er hræðileg ásýndum,
sagði hún flemtruð, þegar hún leit í spegilinn,
sem hún síðan rétti Lilian og bað hana um að
halda á honum meðan hún snyrti sig eilítið.
Hendur madame Duprés titruðu að vísu og
skulfu eftir allar sjósóttarþjáningamar, þegar
hún lyfti varalitsstiftinu og púðurkvastanum,
en snyrtingin varð hin fullkomnasta engu að
síður. Og þegar henni var lokið, sagði madame
Duprés:
— Án fullkominnar andlitssnyrtingar, finnst
mér sem ég sé nakin....
Lilian brosti. Hvað skyldi madame Duprés eig-
inlega halda um það, hve hirðulaus hún var
um útlit sitt og klæðaburð. . . ? Að vísu mál-
aði hún varirnar lítið eitt og dyfti á sér nef-
Framhald á bls. 38.
YIKAN