Vikan - 20.09.1962, Síða 17
Bölvaöi og sparkaöi svefnpokanum af
fótum sér og skreið út i sólskinið.
Hann sá þá Prowse og Greatorex
koma á harðahlaupum út úr kjarrinu,
kallandi og veifandi.
Og hann tók ekkert eftir því að
hann hafði fengið blóðnasir við högg-
ið, fyrr en blóðið tók að renna ofan
i hann og hann fékk hóstakast og
kvölin í síðubrotinu magnaðist um all-
an helming. En hann reyndi að láta
sem hann vissi ekki af henni.
FIMMTI KAFLI:
ALISON varð gripin hamslausri
gleði, þegar hún sá leitarflugvélina
nálgast stöðugt og stefna beint yfir
eiðið, spölkorn fyrir sunnan tjaldstað-
inn. Þess gat ekki orðið löng bið, að
hana bæri yfir.... að flugmaðurinn
vaggaði henni til, og gæfi þar með til
kynna, að hann hefði komið auga á
þau.
„Hún er að koma!“ hrópaði einhver.
„Okkur verður bjargað!"
Karlmennirnir kunnu sér ekki læti
fyrir fögnuði, dönsuðu og hoppuðu og
sveifluðu örmunum eins og óðir væru,
æptu og öskruðu fullum hálsi.
„Bjargað... .okkur verður bjarg-
að!“ heyrði hún sjálfa sig taka und-
ir; heyrði sína eigin rödd titra af
fögnuði, og þó fannst henni sem hún
kæmi ekki úr sínum eigin hálsi.
Prowse hoppaði og skoppaði, stirð-
lega eins og kálfur fyrir framan hana;
nam staðar sem snöggvast og festi á
henni gleðiölvuð augun. Sem snöggv-
ast greip hann löngum fingrum um
arm henni, en sleppti óðara aftur
takinu.
„Hvað sagði ég ekki?“ spurði hann
sigri hrósandi.
Og enn brá hann stirðbusalega á
leik. Teygði upp langa armana og
hrópaði: „Komdu, elskan... ,komdu“
Hreyfilgnýrinn titraði I taugum
Alison, þandi þær til hins ýtrasta.
Dahl brosti til hennar, lyfti henni
skyndilega upp á örmum sér og dans-
aði léttilega með hana um lausamöl-
ina. „Allt í lagi, allt í lagi", sönglaði
hann iaglaust. Snart munn hennar
vörum sinum, dansaði með hana á
örmum sér og brosti.
„Komdu, elskan.... komdu", kallaði
Prowse bænarrómi.
Og allt í einu var sem Alison fyndi
vakna með sér einhverja efakennd,
sem hún þó fyrirvarð sig fyrir. Það
getur ekki hjá því farið, að flugmað-
urinn komi auga á okkur....Guð
minn almáttugur, beindu augum hans
að okkur....
„Elskan.... “ kallaði Prowse.
En þess sáust enn engin merki, að l því rauðgul reykjarsúla, allhátt i loft
flugmaðurinn hefði komið auga á þau. i upp. Þá hætti hún að skara i eldinn.
Þá gerðist það, að Burd vélstjóri^ Greatorex gamli, sem nú fyrst var
rankaði við sér. „Reykblysin!" hróp- '
Nokkrum klukkustundum síðar hrökk Dahl
upp við það, skjálfandi af kulda og með kvöl í
höfðinu, að einhver kallaði á hann með
nafni og þegar hann opnaði augun,
sá hann Alison Dobie standa yfir sér.
Hún vissi ekki, hvort þetta hefði
nokkra þýðingu, en þar var þó aö
minnsta kosti tilraun.
I sama bili sá hún, sér til ósegjan-
legs léttis, að Dahl hafði tekizt að
kveikja á blysinu, og þyrlaðist upp frá
aði hann. „Við höfum gleymt reyk-|
blysunum...
Það var eins og fagnaðarölvuninl
rynni af þeim i einni svipan.
Dahl hafði þegar tekið sprettinn að
flugvélarflakinu, þar sem reykblysin
voru geymd.
Flugvélin var nú komin á móts við
eiðið, þar sem bálið var, en stefndi
spölkorn frá, þó ekki lengra en svo, að
Alison gat greint flugmanninn inn
um rúðuna.
Og nú gat hún ekki með nokkru
móti staðið aðgerðarlaus. Hún valdi
í skyndi þurrustu sprekin úr viðar-
hrúgunni, varpaði þeim á eldinn og
skaraði í með viðargrein. Fyrst í stað
var sem eldurinn ætlaði að kafna und-
ir sprekunum, en skyndilega gusu upp
'Í'f£
1
farinn að átta sig á hlutunum eftir all-
jan fögnuðinn, kallaði allt í einu:
|,,Senditækið, Sam... .1 guðanna bæn-
m, reyndu að ná sambandi við flug-
vélina.... “
Flugvélin sneri við. Flaug á brott.
Burd starði orðlaus og að gráti kom-
inn á Greatorex gamla. Og allt í einu
var sem hann áttaði sig á þvi, sem
sá gamli hafði verið að segja. Hann
tók til fótanna að flugvélarflakinu,
sem mest hann mátti.
Þetta gerðist allt á skammri stundu.
Fögnuðurinn hafði gripið þau öll eins
og æði, svo þau gættu ekki neins....
það var því líkast sem flugeldi hefði
verið skotið í loft upp og logasindur
hans varpaði fjöllitu, óraunhæfu skini
á umhverfið eitt andartak. Og nú
hafði eldur sá slokknað og hálfu
En Dahl sveiflaði enn reykblysinu,
rétt eins og hann annað hvort gerði
sér það ekki ljóst eða vildi ekki við-
urkenna það, að tækifærið væri hjá
liðið. Alison gat ekki haft af honum
augun, starði á hann eins og dábund-
in og fann annarlegan bruna á vörum
sér. Eins og í þoku greindi hún þá
Greatorex gamla og Prowse, þar sem
þeir stóðu hlið við hlið, gamli maður-
inn álútur og niðurbrotinn, Prowse
í
háir logar með snarki og gneistaflugi. myrkara yfir en fyrr.
með uppréttan arminn eins og
stjarfakasti.
Burd kom til baka frá flakinu.
Hann gekk hægum skrefum, eins og
miðaldra tennisleikari, sem heldur út
aí vellinum eftir að hafa tapað leikn-
um, og kemst ekki hjá að viðurkenna
þá staðreynd, að hann sé ekki lengur
maður til að leggja í slíka raun.
Surrey stóð við hlið henni. Hún
hafði ekki tekið eftir því, að hann
væri kominn á vettvang, en þarna stóð
hann. Hann ætlaði að segja eitthvað,
en orðin drukknuðu i hóstEikasti;
hann hélt vasaklútnum fyrir vit sér,
en tárin streymdu af augum hans og
andlitið afmyndaðist af sársauka.
Alison sá Prowse nema staðar, stara
á Surrey skelfdur og undrandi, eins
og hann sæi afturgöngu. Greatorex
gamli neri vinstri arm sinn ákaft.
Þegar hún sneri aftur að bálinu,
heyrði hún Burd segja ómvana röddu:
„Þú hóstar blóði, Des.... Heyrirðu
það ekki, þú hóstar blóði...."
Hún reikaði að bálinu eins og
svefngengill. Það hafði ekki átt fyr-
ir þeim að liggja að þeim yrði bjarg-
að i þetta skiptið, hugsaði hún. Og
vegna þess, hve leitarsvæðið var vítt,
mundu þeir ekki fljúga yfir neinn
hluta þess oftar en einu sinni. Henni
varð litið um öxl til Dahls. Hann stóð
enn með reykblysið í höndum sér.
Ösjálfrátt bar hún fingur að vörum.
Það var eins og koss hans brynni þar
enn og áhrif hans seitluðust um hverja
taug.
Lómurinn úti á vatninu rak upp
hlátur.
„Hvað kætir þig, lómurinn þinn?"
Dahl hló sjálfur við. „Jú, jú, fyrir alla
muni, haltu áfram að hlægja".
Hann lét hallast upp að trjástofn-
inum, teygði hægri höndina aftur fyr-
ir sig og þuklaði mosann þangað til
hann fann flöskuna. Það var eins og
honum væri það ákaflega mikilvægt
að missa ekki sjónar á lóminum. Svo
skrúfaði hann stúthettuna af flðsk-
unni, bar hana að vörum sér og teig-
aði beizkan drykkinn þangað til tár-
in stóðu í augum hans og hann þraut
andrá. Þegar hann fór að svipast um
eftir lóminum, var hann hvergi sjáan-
legur, og í stað þess að finna til vel-
líðunaráhrifa áfengisins, varð hann
gripinn sárri einmanakennd. Kann-
ske vegna þess að lómurinn var horf-
inn.
Þá kom fuglinn allt í einu aftur í
ijós, og að þessu sinni við ármynn-
ið; stór, rennilegur fugl með grann-
an háls. Og enn rak hann upp hlátur
og var horfinn.
Hrekkjalómur, hugsaði Dahl með
sér. Birtist, hverfur, birtist aftur og
maður veit aldrei hvar. Rekur upp
hæðnishlátur og er svo farinn. Jæja,
í hvaða mynd skyldi svo ólánið dynja
yfir í þriðja skiptið?
Fyrst var það, að þeir komust að
raun um að svæðið var hvergi að finna
á landabréfi. Þvi næst það, að flug-
maðurinn skyldi ekki koma auga á
þau. Ógæfan sló mann, að sögn, alltaf
þrisvar sinnum I röð. 1 hverju mundi
þriðja höggið vera fólgið?
Hann lagði við hlustirnar, og nú,
þegar hlátur lómsins var hljóðnaður,
varð þögnin dýpri en áður, náði
heimsendanna á milli. Engar borgir,
hugsaði hann, engar borgir nema í
minningu og draumum. Hér eftir
verður það eingöngu auðnin, skóg-
arflákar, fjöll og vötn. Og gamall
bjálkaköstur, sem Indíánaijnir létu
hér eftir, þegar þeim var hér ekki
lengur lífvænlegt.
Það verður langt á milli sopanna,
eins og maðurinn sagði, hugsaði hann
enn, um leið og hann saup á, og varð
nú að lyfta flöskunni hátt, þvi að nú
var lítið orðið eftir í henni....Og
hvað þá, hugsaði hann og varð allt I
einu skelfingu gripinn; ekki nema
tvær flöskur og þessi smásopi, og
hvað svo? Kannske yrði það þriðja
ógæfan?
Ösjálfrátt fann hann til sektar-
kenndar, sem að visu risti ekki djúpt,
sektarkenndar gagnvart þeim hinum,
og honum varð litið um öxl í áttina
að eiðinu, sem hann þó mátti vita, að
hann gæti ekki séð, því að hann var
mílu vegar þaðan og lágan skógarás
bar á milli. Þá hló lómurinn enn, og
Framhald á bls. 25.
IIK4N 17