Vikan


Vikan - 20.09.1962, Page 20

Vikan - 20.09.1962, Page 20
SÁLKREPPUR OG SÁLGREINING EFTIR DR. MflTTHÍflS JÓNASSON . . . HVER ERNORMAL? HVERSDAGSHEGÐUN. Ætli þú sért normal? Ég dreg naumast í efa, að þú sjálfur álítir það, en láttu hálfa tylft sérfræðinga rannsaka þig og úrskurður þeirra mun hljóða öfugt við álit þitt: Þú ert ekki normal. Hins vegar veitist þeim ekki miklu auðveldara en þér að gera skýra grein fyrir merkingu hugtaksins „normal“. Síðan rannsóknir hófust á hinum mikla fjölbreytileika mannlegs atferlis, fjölgar stöðugt þeim, sem frá einhverju sjónarmiði geta ekk-í talizt normal. Og í dægurdómum okkar um annað fólk og atferli þess smellum við ósjaldan á það hinum þægilega stimpli „ónormal“. Sá dómur ásannast greinilega á fjölmörgum einstak- lingum, sem víkja langt frá alfaraleið í daglegri hegðun. Samt sem áður getum við ekki dregið skýra markalínu milli hins normala og ónormala. Og í hreinskilni sagt, okkur veitist kannske dálítið erfitt að ákvarða, hvoru megin markalínunnar við stöndum sjálf. Sá einstaklingur hefir mestar líkur til að hljóta dóminn „normal“, sem minnst víkur frá alfaraleið í hegðun, miðað við aldur, kyn, stétt og þjóðerni. Innan okkar þjóðfélags, þar sem stéttir eru lítt 20 VIKAN aðgreindar, miðast normal hegðun þó einkum við aldur og kyn. Um aldurinn gildir, að hvert aldursskeið verður að laga sig eftir þeirri „normal“-hugsjón, sem þar á við. Þannig verður bamið á uppvaxtarárum sínum að glata hispursleysi frumbemskunnar. Tilhneigingar, sem þóttu hæfa því vel á fjórða ári, eru ónormal á fjórtánda ári. Þetta kemur ljósast fram þegar kynhegðun barns og unglings á í hlut. Þriggja ára barni er það eðlilegt að blygðast sín ekki fyrir nekt sína og að leita kynhvöt sinni fróunar með snertingu eigin líkama, en hjá þrettán ára unglingi er slíkt at- ferli almennt talið óeðlilegt eða ónormalt. Líku máli gegnir með sköpunargleði barnsins. Á aldrinum 3—7 ára virðist hún ætla að vaxa takmarkalaust. Þá er ímyndunarafl barnsins svo óbælt, að allt verður því efni og tæki til sköpunar. Ef þessi þrá til skapandi athafna héldist og þróaðist óhindrað samhliða öðrum þáttum eðlisins, yrði einstaklingurinn á full- orðinsaldri „ónormal", þó að eðli hans væri þannig upprunalegt og ótruflað. Bæling og hömlur upprunalegra hneigða er óhjá- kvæmilegt skilyrði þess, að við megum teljast innan endimarka hins normala. Jafnvel þótt fullorðins aldri sé náð, telst það ónormalt á einu skeiði, sem er normalt á öðru. Þannig hæfir ástleitni æskufólki, en þykir afkáraleg og óviðeigandi á gamals aldri. Gamall mað- ur, sem sífellt lætur töfrast af kynþokka ungra kvenna, er í senn álitinn skoplegur og aumkunarverður. Hann sker sig of greini- lega úr til þess að mega kallast normal. Af sömu ástæðu klæðir afbrýðisemin hin ýmsu aldursskeið misjafnlega. Hún getur verið ranghverfa heilbrigðrar, ástríðuþrunginnar ástar og fallið þannig eðlilega inn í skapgerð hins afbrýðisama, en hún getur líka verið þáttur þeirrar tilefnislausu tortryggni, sem ósjaldan kemur fram sem væg geðbilun hjá öldruðu fólki. ATFERLISÖFGAR. Samkvæmt uppruna orðsins þýðir normal það, sem samræmist markmiði eða tilgangi. Sú merking ræður þó ekki notkun orðsins í daglegu tali okkar. Við teljum atferli manna ósjaldan öfgafullt og ónormal, þó að það stefni beint að viðurkenndu markmiði, t. d. listsköpun, þar sem listamaðurinn þolir örsnauður hvers konar skort í einbeittri þjónustu við liugsjón listarinnar. Oft er það fyrst við minnisvarða hans — sjaldnar strax við gröfina — að okkur skilst samkvæmnin í marksækni hans. Þegar töfrar einhverrar hugsjónar altaka einstaklinginn, svo Framhald á bls. 31. Það er almennt talið normalt, að ungir menn fari á fjörur við ungar stúlkur og sýni þeim ástleitni, en þegar sextugir menn eða eldri taka upp á því, eru þeir einungis broslegir og ónormal

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.