Vikan - 20.09.1962, Page 27
KLe/BBURlKfN
VIKU
klúbburinn
Klúbbblað íyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
piiii
Flugflotinn í höfn.
ÞAÐ GAF A AÐ
LÍTA
allt að 70 tommu vænghafi.
Línustýrðar vélflugur og
fiarstýrð model, og vakti list-
fiug þeirra mikla athygli,
enda ekki ó hverjum degi,
sem reykviskir unglingar sjá
fjarstýrð flugmodel leika
ým.sar listir í loftinu. Þessi
þáttur sýningarinnar heillaði
vitanlega áhorfendur, unga
sem gamla.
Tilgangur modelsýningar-
innar var, að auka áhuga
meðal æskufólks á flugmodel-
smíði. Hér er um tómstunda-
iðju að ræða, sem mjög er
Eitthvað er í aðsigi.
Kunnáttumenn búa vélarnar til flugs.
PAÐ er alltaf margt um manninn á flugvell-
inum í Reykjavík, þegar flugsýningar eru
haldnar þar. Þannig var það líka sunnudaginn
26. ágúst s.l.
Þá vakti það athygli margra, að börn og unglingar
voru þar í yfirgnæfandi meirihluta. Hvers vegna? Jú,
Flugfélag fslands, efndi til flugmodelsýningar þennan
dag. Þó veður væri hið fegursta, hentuðu flugbrautir
vallarins ekki hinum veikbyggðu vélum, svo sýningin
fór að mestu fram á grasvelli Vals, skammt frá. Og
þar gaf á að líta: Um 40 model, smá og stór, voru þar
samankomin og um 15 „flugmenn" á aldrinum 10 til
50 ára. Þarna voru lítil teygjumodel, svifflugur, með
<
Tveir ungir menn leggja síðustu
hönð á undirbúninginn.
>
Sérstæð og skemmtileg sjón. Flugan
er komin á loft og hækkar flugið
óðum.
Þeir sýna áhorfendum flugurnar.
útbreidd erlendis og árlega
fara þar fram sýningar og
kappmót. Modelsýningin 26.
ágúst var fyrsta tilraun hér á
landi og heppnaðist prýðisvel.
Vonandi á hún eftir að glæða
áhuga á þessari skemmtilegu
tómstundaiðju, en nú mun
meira úrval á boðstólum hér,
en nokkru sinni fyrr, og verð-
ur efnt til námskeiða í haust.
Flugmodelklúbbur hefur ver-
ið stofnaður og mikill áhugi
ríkajndi. Stefna ber að ár-
legum flugmodeldögum, en
fyrst og fremst verður tak-
mark klúbbsins auðvitað, að
kennsla í flugmodelsmíði
verði miðuð við tegundir, sem
henta hér bezt, svo „smið-
irnir“ nái sem mestum ár-
angri við smíði og flug. — í
vetrarbyrjun verður nánar
vikið að þessu viðfangsefni
hér í V-klúbbnum, með tilliti
til væntanlegra modelsmiða
úti um land, þar sem leiðbein-
endur eru ekki við höndina.
— Hér eru svo nokkrar
myndir frá flugmodel-degin-
um. *
VIKAN 27