Vikan


Vikan - 20.09.1962, Side 28

Vikan - 20.09.1962, Side 28
 i t?l\P!DQP Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmer'kiÖ (21. marz—20. apríl): Ekki skaltu búast við því að vikan verði neitt svipuð því, sem þú varst að vona, þótt ekki verði h,ún samt nei- kvæð á neinn hátt. Einhver breyting verður á högum þínum, og líklega þá til batnaðar Þú ferð í skemmtilegt ferðalag í vikunni, og rnuntu umfram allt verða mjög upptekinn af einum ferðafélaga þínum. Nautsmerkið (21. apríl—21. mai): Þú munt glíma við verkefnið, sem þú byrjaðir að reyna við í seinustu viku, og nú verður þér mun meira ágengt en i fyrri viku. Þó verður líklega talsverð bið á því að þú ljúkir þessu verkefni, því að ýmislegt verður til þess að glepja þig í þessari viku, einkum seinni hluta dagsins. Vinkona þin sýnir þér nýja hlið á sér. Tvíburamerkið (22. maí—21. júni): Þetta verður dálítið óvenjuleg vika, einkum hvað öll samskipti þín og kunningja þinna snertir. Þú hafðir gert þér vonir um sendingu í vikunni, en láttu þig ekki dreyma um að fá hana, fyrr en í fyrsta lagi í næstu viku. Kona, sem nýlega hefur kynnzt þér, sýnir þér einhvern kulda, og veizt þú í fyrstu ekki af hverju stafar. Krábbamerkið (22. júni—23. júlí): Þetta verður skemmtileg vika í flesta staði, þótt eitt atvik verði þó líklega til þess að varpa einhverjum skugga á alla sæluna, líklega rétt eftir helgina, en þú ert að líkindum maður til þess að láta það ekki á þig fá. Þú hefur lifað heldur tilbreytingarlitlu lifi undanfarið. en i þessari viku gefast þér mörg tækifæri. Ljónsmerkið (24. júli—23. ágúst): Einn kunningi þinn mun koma óvenjumikið við sögu þína þessa dagana. Þú villt allt gera til að þóknast honum, BBTiM en líklega kanntu enn ekki almennilega á honum lagið. svo að þér verður litið ágengt. Það hefur borið allt of mikið á óþolinmæði í fari þínu undanfarið, og verður þú að venja þig af þessum fjára, heilsunnar vegna. Meyjarmerkið (24. ágúst—23. september): Ekki skaltu halda að þessi vika verði neitt svipuð þvl, sem þú hafðir búizt við — nei, hún verður mun viðburðaríkari og skemmtilegri, og ekki þá sizt helgin. Þú hafðir ferðalag á prjónunum, og nú átt þú kost á því að leggja upp í þetta ferðalag. Það skaltu umfram allt gera, ef þú ert vel undir það búinn. Heillatala 4. Vogarmerkið (24. sept.—23. okt.): Nú er hætt við því að fari að bera of mikið á lesti einum í fari þínu, og er það því að kenna, að þú missir til- trúna á persónu, sem einhvern veginn hafði bælt niður þennan löst I fari þínu. Þó eru líkur á því að einhver kunningi þinn verði til þess að bjarga þessu við á ný. Miðvikudagurinn er heilladagur fyrir unga fólkið. Drekamerkið (24. okt.—22. nóv.): Undir helgina gerist eitthvað, sem á eftir að breyta áformum þinum varðandi nána framtíð til mikilla muna. Vinur þinn hverfur af sjónarsviðinu um stundar- sakir, og kemur það sér illa fyrir þig, því að þú barfnaðist hans einmitt hvað mest þessa dagana. Þú átt von á góðri sendingu, líklega á mánudag. Helgin skemmtileg. Bogmannsmerkið (23. nóv—21. des.): Þetta verð- ur hin þægilegasta vika í alla staði. Þú munt lifa áhyggjulausu lífi — og það er eins og þú getir leyft þér beinlínis að liggja i leti þessa dagana. Þú verður fvrir dýrmætri lífsreynslu, líklega um helgina, og verður það atvik til þess að breyta viðhorfi þínu til vissrar persónu mjög til batnaðar. Heillalitur rautt. Geitarmerkið (22. des—20. janúar): Þetta verð- ur hin þægilegasta vika, þótt ekki gerist enn þeir stórviðburðir, sem þú áttir hálfvegis von á. Þú metur mjög vissan eiginleika í fari eins vinar þins — en ekki virðist samt bera á því að þú gerir bér far um hið sama — og þarftu þessa eiginleika mjög með þessa dagana. Þú verður fyrir óréttlátri gagnrýni. Vatnsberamerkið (21. jan.—19. febr.): Það er eins Þú sért eitthvað utan við þig þessa dagana, og þér verður óvenjulitið úr verki. Það kemur þó til allrar hamingju ekki að sök, því að þú átt síð- ur en svo annríkt. Þú skalt ekki kaupa neitt, sem áður hefur verið notað, í þessari viku, því að það gæti að- eins reynzt þér illa. Heilladagur kvenna fimmtudagur. Fiskamerkið (20. febr.—20. marz): Þetta verður dálitið óvenjuleg vika, einkum hvað allt félagslíf snertir. Þú munt umgangast félaga þína óvenju- lítið, en engu að siður verður þú oft innan um margmenni, og þá stundum hrókur alls fagnaðar. Þú færð nýstárlegt og skemmtilegt verkefni að glíma við i vikunni, og verður það til þess að glæða áhuga þinn á sliku. i

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.