Vikan


Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 31

Vikan - 20.09.1962, Blaðsíða 31
APRÍLRÓSIR. Framhald af bls. 11. — Já, hélduð þér kannski að þér væruð sú fyrsta. Nei, góða mín. En þér urðuð sú síðasta, skiljið þér hvað það þýðir? — Já, nú er hann dáinn, en samt getið þér ekki fengið mig til að trúa því að hann hefði tekið aðra fram yfir mig. — Þér neyðist nú samt til þess. Og nú er ég loks komin að því sem skiptir máli fyrir mig. Ég hef fengið hefnd, loksins hefnd. Hlustið nú vel á, þér urðuð ekki síðasta ástmey hans, af því hann dó, heldur af því hann kom aftur til mín, skiljið þér hvað það þýðir. Ég, eiginkonan hans, varð síðasta ástmey hans. Það var mitt nafn, sem var á vörum hans seinustu dagana í óráðinu. Það var Veru sem hann þráði, bara hana eina. Hún var dá- samlegust af öllum. Það seinasta sem hann sagði var þetta: — Vera, Vera, ástin mín, ég vildi ég mætti alltaf vera hjá þér, þér einni. Vera farðu aldrei frá mér. Ég var bæði eiginkonan og ást- mærin. Skiljið þér mig nú? Hún þagnar, þarf ekki að segja meira, hún hefur teygað bikar hefndarinnar í botn. Hún hefur sigrað, sigrað þær allar. Það er ekki hennar sök, að hefndin skuli bitna aðeins á einni. Þessari imgu konu sem situr samanhnipruð við hlið hennar, og starir fram fyrir sig með svip örvæntingar og vonleysis í hverjum andlitsdrætti, já, eins og sakbomingur sem heyrir að hann hefur hlotið dauðadóm í stað ævi- langrar fangelsisvistar. Hún vor- kennir henni reyndar, þessari konu, svo undarlegt sem það kann að virðast, eftir allt hatrið sern hún hefur alið í brjósti til hennar, ásamt hinum sem á undan henni voru. Þessi kona var sú seinasta, það var gott, hún var orðin þreytt á að hata. — Sjáið. Hún hrekkur upp af þessum hugsunum, við það að imga konan hrópar þetta eina orð. — Hvað? — Konuna við leiðið hans, þessa svartklæddu. Þær standa samtímis upp af bekknum, ganga nokkur skref í átt- ina að leiðinu, en staðnæmast svo báðar eins og eftir skipun. Augu beggja stara á það sama, hjörtu beggja slá með sama hraða eins og tvær vélar sem eiga að vinna nákvæmlega sama verkið. Tvær ólíkar konur, en þó nauðalíkar þessa stundina. Svartklædda konan heldur á rauð- um rósum, og í staðinn fyrir að setja þær í vatn, bindur hún þær við legsteininn, svo nafn hins látna hverfur næstum. Svo beygir hún höfuðið eins og í bæn, herðar henn- ar titra af ekka og hún þurrkar sér um augun með litlum hvítum vasaklút. Svo heyrist kallað: — Vera, komdu nú. Frú Vera Fanney og svartklædda konan við leiðið lita báðar 1 þa átt sem hljóðið kemur. Fyrir utan eitt hliðið á garðinum, stendur bíll, kona situr við stýrið og hallar sér út um gluggann. Hún kallar aftur, og nú hærra. Aprílgolan ber orðin greinilega inn í garðinn til konunnar við leiðið, til kvennanna tveggja við bekkinn. Það er engin misheyrn: — Komdu Vera mín, þér verður kalt að standa þarna lengur. Svartklædda konan gengur hægt út úr garðinum, en konurnar tvær sem standa hlið við hlið, horfa á eftir henni. — Rauðar rósir, núna í apríl, hvíslar unga konan titrandi röddu. — Hún heitir Vera, tókstu eftir því? — Já. Það fer hrollur um þær og þær vefja þéttar að sér kápunum. — Það er farið að kólna, segir frú Vera Fanney, við skulum flýta okkur heim til mín, það verður reglulega gott að fá kaffi, komdu. Þær leiðast út úr garðinum, þess- ar tvær ólíku konur, sem eiga eina sameiginlega sorg. Hvorug þeirra lítur til baka, á legsteininn, sem rauðu aprílrósirnar eru bundnar við. ★ HVER ER NORMAL? Framhald af bls. 20. að hann hættir að sjá önnur mæti og sinna kröfum þeirra, þá er hann kominn yfir þau mörk, sem við köll- um normal. Listamaðurinn, sem skapar í eldmóði eða örvæntingu, er í raun og sannleika ekki normal, því að hann hefir brotizt undan því fargi, sem lagðist með árunum yfir barnslega sköpunargleði hans. Það er líka skammt milli snilligáfu og brjálsemi. Samt eru það ekki snillingar ein- ir, sem villast frá þeirri alfaraleið, sem við köllum normal. Við þekkj- um öll fólk, sem iðkar svo sérkenni- lega hegðun, að hún virðist fjar- stæð og óeðlileg. Óvitandi hefir það gengið á vald einhverrar fjarstæðr- ar hugmyndar — þrár eða fælni — og úr þeim tröllagreipum endur- heimtir það dómgreind sína aldrei aftur. En svo ramlega sem slíkt fólk er fjötrað ímyndunum sínum, bend- ir atferli þess þó fyrst og fremst til taumleysis og vöntunar á geð- rænu jafnvægi. Við þessum skorti sálræns jafn- vægis bregðast einstaklingamir mis- jafnlega. Sumir veita lítið viðnám og sogast strax út í svelginn, aðrir sýna sjálfstjórn í ytra atferli og rækja skyldustörf sín óaðfinnanlega, þó að við nánari athugun gæti áber- andi skorts á innra jafnvægi. í geði slíks manns magnast sársaukafull streita, sem kostar hann vaxandi áreynslu að harka af sér. En sálar- orka einstaklingsins er takmörkuð stærð. Ef hún gengur einkum til þess að halda í skefjum nagandi óró eða sefa logandi kvöl, þá verð- ur lítið afgangs til þess að mæta erfiðleikum dægurstritsins. Slíkur maður er utan við alfaraleið, þó að hann látist halda í horfi. Afstaða hans má oft kallast hetjuleg, en sál- arkvöl hans er oft ekki mildari en hins, sem veitir henni framrás í ópum og tryllingi. Kannske er hið „normala“ ekki jafn þröngt og glöggt afmarkað svið og virðast kann við fyrstu sýn. Manneðlið er stef með ótæmandi tilbrigðum, og mörg hljóma næsta ólíkt þeim, sem okkur eru kunn- ust ★ VOIKSWAGED KOSTAR KR. : 120- ÞÚSUND Volkswagen er með miðstöð, sprautu á framrúðu, leðurlík- ingu á sætum og í toppi, synkroniseruð- um gírkassa. VOLKSWAGEH er fimm monno liíll Alltof fjöljor VOLKSWAGEN Hdldmilunin HEKLA Hverfisgötu 103. — Sími 11275. VIK4N 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.