Vikan


Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 34

Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 34
Hárið verður fyrst fallegt með SHAMPOO WHITF. RAIN gerir hár yðar gullfallegt. Hinn silkimjúki lögur gefur hárinu þægilegan ilm og gljáandi blæfegurð — laðar fram hinn dulda endisþokka Af White Rain eru framleiddar þrjár tegundir, sem fegra allar hárgerðir— ein þeirra er einmitt fyrir yður. PERLUHVÍTT fyrir venjulegt hár FÖLBLÁTT fyrir þurrt hár B LEIK FÖ LT fyrir feitt hár Toni framleiðsla tryggir fegursta hárið ÞJÓRSÁRDALUR. Framhald af bls. 10. við Þórisvatn, hvort ekki sé hag- kvæmt að tengja vatnsmiðlun þaðan við fyrirhugað virkjunarsvæði. Það leyndi sér ekki, að Svanti var mjög hrifinn af öllum aðstæð- um til vatnsvirkjunar, aðstæðum, sem móðir náttúra hafði af kost- gæfni útbúið á þessum stað. Ætl- unin er að leiða vatnið úr hinu fyrirhugaða stöðuvatni eftir lárétt- um æðum, að ákveðnum stað inn í fjallinu beint yfir aflstöðinni. Þar steypist flaumurinn niður um lóð- rétt göng, 120 til 130 metra fall, niður á túrbínurnar og rennur síðan eftir 1800 metra löngum frárennsl- isgöngum út aftur. Minnsta hag- kvæma virkjunin, sem þannig er fyrirhuguð, á að framleiða 156 MW (mega wött) eða með öðrum orð- um 156.000 kílówött. Þetta er tölu- vert meiri orka en allar Sogsvirkj- anirnar framleiða samtals. Þessa virkjun mætti síðan stækka til muna. Fyrir mörgum árum gerði norsk- ur verkfræðingur, Sætersmoen að nafni, áætlun um virkjun við Búr- fell. Mjög líklegt er að rannsókn- irnir leiði í ljós að einmitt sá stað- ur sem hann valdi sé heppilegast- ur til virkjunar, þó gerð virkjunar- ixmar verði með öðru sniði nú en hann gerði ráð fyrir þá. — Finnst þér, að íslendingar ættu að hika við að reisa stórvirkj- im á þessum stað? — Hér má ekki reka neinn áróð- ur. Mitt verkefni er aðeins fólgið í því að kanna til hlítar allar að- stæður og gefa síðan þeim aðilum, sem skera eiga úr um, hvort hér verður virkjað, skýrslu um niður- stöður. — En hvað myndirðu gera, ef það kæmi engum öðrum við? — Byrja að virkja strax á morg- un. Ég geri ráð fyrir, að óvíða sé framleitt ódýrara rafmagn með vatnsvirkjun en hægt verður að gera hér. Náttúran hefur búið svo stórkostlega í haginn. En lítið á poppkomið, sagði Svanti brosandi og benti út yfir hin víðáttumiklu vikurflæmi. Allt að 10 til 15 metra þykkt lag á margra ferkílómetra svæði. — Heima kaup- um við poppkornið í 5 centa pokum! Skammt frá okkur var einn jarð- borinn að verki. Þangað ókum við og hittum fyrir borflokk Jóns Ög- mundssonar. Jón er þekkt kempa frá Kaldárhöfða í Grímsnesi, þraut- reynd refaskytta og hagyrðingur. Síðastliðin 10 ár hefur hann unnið við jarðboranir víðs vegar um land- ið og jafnframt ógnað lágfótu, hvar sem hann hefur komizt í tæri við hana. Við spurðum Jón, hvort hann hefði komizt á refaveiðar í sumar, og lét hann lítið yfir því. — Hér er svo mikið að gera, við að bora allt að 150 metra niður í jörðina á víð og dreif, að enginn tími er til neins. Það er varla friður til að safna skeggi. Haraldur Sigurðsson, sem með okkur var í bílnum, sagði okkur, að nú væri verið að framkvæma lekaprófun, þ. e. a. s. verið að mæla vatnsheldni jarðvegsins. Hann benti okkur á stóra trégrind hjá bornum, þar sem á var raðað sýnishornum af jarðveginum á mismunandi dýpi. Þessi sýnishom eru kölluð borkjam- ar. Tilgangurinn með borununum er 34 VIKAN

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.