Vikan


Vikan - 20.09.1962, Síða 38

Vikan - 20.09.1962, Síða 38
Þegar þær komu svo til ákvörð- unarstaðar — madame Duprés til mikillar ánægju, kom það í ljós, að þær höfðu báðar fengið samastað í sama gistihúsi í Taormina — beið sitt hvort bréfið þeirra beggja. Bréf madame Duprés var frá eiginmanni hennar, og hún hrópaði upp yfir sig af hrifningu yfir hugulsemi hans, þegar hún braut það upp. Utan á bréfi Lilian stóð, að sendandinn væri Jansson dósent — hún starði drykk- langa hríð á nafnið áður en hún braut það upp.. hvað gat hann eiginlega verið að skrifa henni? Hafði kannske eitthvað komið fyrir, sem krafðist þess, að hann kallaði hana tafarlaust heim aftur? Hún braut bréfið upp titrandi fingrum og las: — Kæra Lilian. Ég vona, að þú getir fyrirgefið mér það nú, þegar þú hefur feng- ið tækifæri til að svipast um í Taor- mina, að ég skyldi hálft í hvoru reka þig í þetta ferðalag. En er Miðjarð- arhafið ekki eins ótrúlega fagurblátt og ég hélt fram við þig? Og hvað segirðu um landslagið og blómskrúð- ið, að maður minnist ekki á heita goluna þarna í Taormina? Það næð- l 3g VIKAN — Hvernig stóð á því, að þú lagð- ir leið þína til fslands? — Ég hafði heyrt, að hérna væri fallegt. Það nægði. Ég kom hingað fyrst í fyrrasumar og varð strax hugfangin. í vor var ég friðlaus að komast aftur og ég er staðráðin í að koma aftur næsta sumar. Þá ætla ég að skrifa prófritgerðina mína um eitthvað úr jarðfræði ís- lands. Og dagur var að kveldi kominn. Við höfðum fræðzt mikið, kynnzt mörgu og spjallað við fjöldan allan. Sumir létu sér vaxa alskegg, aðrir höfðu engan tíma til að safna skeggi- og enn öðrum stóð sjálfsagt hjart- anlega á sama um allt skegg. Eitt var öllum sameiginlegt: Þarna unnu allir að undirbúningi mikils fyrir- tækis. Vonandi reynist Svante Hjertberg sannspár, þegar hann segir, að hér megi framleiða ódýrara rafmagn með vatnsorku en víðast hvar ann- ars staðar í heiminum. Vonandi sjá- um við stórvirkiun, lyftistöng ís- lenzks iðnaðar, rísa í Þjórsárdal ' náinni framtíð — þjóðinni allri til heilla. JÞM SÁ EINI RÉTTI. Framhald af bls. 15. broddinn, þegar hann gljáði um of, en þar með var líka öll hennar and- litssnyrting upp talin. Og hvað klæðaburðinn snerti, miðaði hún hann fyrst og fremst við það, að fötin, sem hún bar, væru hentug og þægileg. Henni hafði til dæmis ekki komið til hugar að kaupa sér nýjan fatnað fyrir ferðalagið. Hún sagði sem svo við sjálfa sig, þegar hún bjó sig að heiman, að það væri ekki eins og hún hefði í hyggju að taka nokkurn þátt í samkvæmislífinu eða skemmtunum í sumarleyfinu. Bað- föt, þunnar treyjur og sterkir göngu- skór -— það var að kalla allt og sumt fyrir utan það, sem hún stóð í. Aftur á móti báru allar ferðatöskurnar, sem madame Duprés hafði meðferð- is, því ljóst vitni, að hún mundi líta allt öðrum augum á þetta mál en Lilian. Blóm á heimilinu: Túlípdn»r eftir Paul V. Michelsen. Nú er kominn sá tími er ýms- ir laukar eru settir niður í garð- inn eða kassa, skálar eða blómst- urpotta til blómgunar í stofum að vetrinum. Ýmsa lauka má fá í blómabúðum eða hjá Sölufé- lagi garðyrkjumanna í septem- ber og október. T. d. Iris, croc- us, hyasintur, hvítasunnuliljur og túlípana, en af þeim síðast nefndu eru til afar mörg afbrigði, og má með góðu móti rækta margar tegundir af þeim til vetrarins. Bezt er að láta laukana í kassa eða potta í september, marga saman eða það þétt, að þeir rétt komi við hvern annan og efri hluti lauksins skal standa upp úr moldinni. ílátin má svo grafa úti í garðþ strá sandi yfir og moka yfir, setja svo gott lag aí mosa yfir bynginn. Eins má geyma laukakassana í kjallara, þar sem er 7—10 stiga hiti. ílátin eru svo látin vera kyrr í moldinni eða geymslunni ca. tvo mánuði, eða þar til komn- ar eru góðar rætur og 3—5 cm langar spírur á laukana. Þá eru þeir settir í meiri hlýju og blómgast þeir þá eftir 3—4 vikur. Nauðsynlegt er að hafa jafnan raka, bæði í geymslu og þegar laukarnir eru komnir inn í stofu. Oft má nota laukana aftur, eftir blómgun, er þá blómið skorið af, þegar það er fölnað. Laukarnir halda þá áfram að þroskast og má geyma þá úti í garði eða í kjallaranum yfir sumarið og planta þeim síðan út í garð að haustinu, blómstra þeir þá oft sæmilega að vori. Bezt er að fá upplýsingar í Sölufélagi garð- yrkjumanna um hvaða tegundir eru bezt fallnar til þess arna. Sem garðtúlípana vil ég sér- staklega nefna Kaufmanniana túlípana, en þeir eru sérlega fal- legir og koma upp og blómstra ár eftir ár. Sérlega eru þeir fallegir í steinhæðir, vegna þess hve lág- vaxnir þeir eru, 10—25 cm. Blómin eru stór, gul að innan, en rauð eða rauðröndótt að utan, og opnast alveg í sól. ir kaldur gustur um göturnar hérna heima í dag, og grámózkulegri get- ur himinninn víst varla orðið, svo það er alls ekki sönnu fjarri að ég öfundi þig dálítið. Gerðu það nú fyrir mín orð að notfæra þér tæki- færið til að njóta lífsins út í yztu æsar, svo að þú komir heim hvíld og endurnærð. Ég veit ósköp vel, að þú ert því óvönust að hafa ekki neitt fyrir stafni — en það getur verið manni nauðsynlegt. Þú hef- ur áreiðanlega fyllstu þörf fyrir að slaka eilítið á. Haraldur. Lilian varð hrærð, þegar hún las bréfið, því að hún vissi vel, hversu illa Haraldi Jansson féll að skrifa bréf, og reyndi að koma sér hjá því í lengstu lög. Madame Duprés leit upp frá sínu eigin bréfi og virti Lilian fyrir sér andartak. — Frá karlmanni? Lilian kinkaði kolli og madame Duprés mælti enn: — Og það frá karlmanni, sem yð- ur þykir vænt um, ef marka má dreymandi augnaráð yðar þessa stundina . . Lilian hló — Ég get fullvissað yður um, að þetta er ekki neitt ástarbréf. Síður en svo. Það er nefnilega frá yfir- boðara mínum, og á eingöngu ai færa mér þá frómu ósk að ég njót sumarleyfisins hið bezta. — Og hví skylduð þér ekki get; verið ástfangin af yfirboðara yða og hann að yður? spurði madami Duprés. — Hvers vegna. sennilega fyrs og fremst vegna þess, að okku mundi aldrei koma það til hugai Þar að auki er Jansson dósent kom inn yfir fimmtugt og hefur verii kvæntur áður, en það fór þannig, ai hann hefur víst ekki mikla löngui til að reyna á nýjan leik. — Ranvi læknir . ég leyfi mé að álíta yður svo gáfaða, að þér telj ið hvorki aldursmun né þá stað reynd, að maðurinn hefur verii kvæntur áður, því til fyrirstöðu, ai hjónaband ykkar gæti orðið affar sælt. Ég er sjálf tuttugu og níu ár: og eiginmaður minn fimmtíu og ein . og ég álít að engu að síður mun vera leitun að hamingjusamar; hjónabandi. —■ Ég bið yður afsökunar, vari Lilian að orði og iðraðist fljótfærn sinnar. Að sjálfsögðu er hvorki ald ursmunurinn né það, að Jansson dó sent hefur verið kvæntur áður, neh fyrirstaða að mínu áliti. Ég hef bari aldrei litið á hann sem neitt annai en samstarfsmann minn og yfirboð ara. Annars er ég smeyk við, að það sé svipað á komið með okkur . . að hann hafi ekki frekar tóm til að hugsa um ástir og þess háttar en ég. En er það ekki annars kátbros- legt, að hann skuli sitja heima og öfunda mig, vegna þess hve himinn- inn þar er grámózkulegur — ég býst þó ekki við að hann geti verið öllu grámózkulegri en himinninn hér yf- ir þessa stundina. — Nei, og satt bezt að segja veld- ur það mér miklum vonbrigðum. Ég hélt að himinn og haf væru hér allt- af fagurblá, sagði madame Duprés og það fór hrollur um hana. Strax þegar við erum búnar að borða, ætla ég að fara inn til mín og sofa, og ég ætla mér ekki að vakna aftur fyrr en komið er glaðasólskin. — Við skulum þá vona, að það dragist ekki lengi, svaraði Lilian og hló við. Annars hef ég líka hugsað mér að fara snemma í háttinn og lesa dálítið ... En svo fór, að Lilian hafði ekki lengi lesið, þegar hún var orðin svo syfjuð að hún slökkti á lampanum. Síðan svaf hún í tíu klukkustundir í einni striklotu. Þegar hún opnaði augun um morguninn, hafði hún fyrst í stað ekki hugmynd um, hvar hún var niðurkomin; en andartaki síðar var hún glaðvöknuð og stokkin framúr. Hún opnaði gluggann upp á gátt -— madame Duprés þurfti sannarlega ekki að fara að dæmi Þyrnirósu, sem betur fór, því að nú skein sól í heiði og himinninn gat ekki fagurblárri verið. Það var ná- kvæmlega sami ótrúlegi, fagurblám- inn og á litprentuðu landslags- myndunum, sem ftalíufarar sendu venjulega heim til ættingja og vina, er heima sátu. Ilmurinn af blóm- skrúðinu var svo sterkur, að það lá við, að hann hefði deyfandi áhrif á mann . .og Lilian dró djúpt and- ann, svalg milt, tært og hressandi vorloftið, sem inn um gluggann streymdi, í djúpum teygum. Nú fyrst skildi hún hrifningu Haraldar í hvert skipti sem hann minntist á þennan stað. Skildi hvað það var, sem honum var svo mjög í mun að hún fengi að kynnast af eigin raun. Lilian var að komast í fötin, þeg- ar knúð var dyra; madame Duprés sveif inn í herbergið, lífsfjörið blátt áfram ljómaði af henni og augu hennar tindruðu. Hún var klædd hvítum göngukjól úr fínasta líni, sem fór henni svo vel, að ekki þurfti að fara í neinar grafgötur um það, að hann væri klæðskerasaumaður; hún bar smekklega, hvíta tösku í hendi og hvíta sumarskó á fótum. — Hvernig var það. . mig minn- ir að þér hefðuð orð á því hvílík svefnpurka þér væruð, madame Du- prés. Og þó eruð þér komnar á fæt- ur á undan öllum öðrum. Hvað veldur eiginlega? — Heima er ég því vönust að hreyfa mig ekki úr bólinu fyrr en langt er liðið á dag.... en þá fer éc heldur ekki eins snemma í hátt- inn og í kvöld er leið. En hvað hald- ið þér að mig hafi dreymt? Það var hræðilegt! Martröð! Mig dreymdi, að ég væri lítil brúða, sem velktist í lítilli skel í hafrótinu. Sennilega hefur þessi hræðilega sjóferð búið enn í undirvitundinni. Ég var að enda við að skrifa Daníel langt bréf, þar sem ég sagði honum frá því hve vel þér hefðuð hjúkrað mér á leiðinni yfir sundið. Hann verður yður áreiðanlega þakklátur fyrir það.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.