Vikan


Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 40

Vikan - 20.09.1962, Qupperneq 40
 TAITO'S DUCK AND ASll im APSIfl HF HAFNARSTRÆT! -tf fcEYKJAVÍK SlMl M 06 20 ÚTGERÐARMENN — SKIPSTJÓRAR TAITO fiskinet og kaðlar eru framleidd af TAITO FISHERY CO. í Japan, sem er stærsta út- gerðarfélag í heimi. Afkoma þeirra eins og yðar er ekki hvað sízt undir veiðarfærum komin. — Það er því víst að framleiðsla þeirra á þessu sviði er hin fullkomnasta sem völ er á — einmitt byggt á reynslu og eftir kröfu sjálfra fískimannanna. ÞEGAR SLÍKAR YÖRUR ERU í BOÐI Á SAMKEPPNISVERÐI ÆTTI VALIÐ AÐ VERA EINFALT. að fara í hann. Hún hengdi hann aftur inn í skáp, brá sér í síðbux- urnar og hélt út. Stundarkorni síð- ar var hún kominn aftur og bar þá stóran, flatan pappakassa undir hendinni. Upp úr kassanum tók hún grænan silkikjól og hálsmen, arm- band og eyrnalokka úr rafi. Þegar hún hafði klæðzt skartinu, skoðaði hún sig lengi í speglinum. Enn var hún ekki fyllilega ánægð. Nú var það hárið og hárgreiðslan, sem ekki virtist í samræmi við klæðnaðjnn — nýja kjólinn og skartgripina. Átti hún að fórna hnakkahnútnum? Nei . . þá yrði hún alltof háð hinni löngu bið hjá hárgreiðslukonunum og allri þeirri tímasóun. Það sam- rýmdist ekki starfi hennar. Lilian fann sér til undrunar, að hún hafði hjartslátt, þegar hún lagði af stað niður í matsalinn. Madame Duprés leit spyrjandi á hana. — Jæja. þennan kjól keypti ég fyrir stundu síðan. Hvemig lizt yð- 40 VIKAN ur á hann, madame Duprés? — Ekki sem verst. Og þó gætuð þér litið enn betur út, ef þér létuð klippa yður og tækjuð upn nýtízku hárgreiðslu, svaraði franska frúin. Þegar Lennart Herwig kom til þeirra, varð honum litið á Lilian. Hún las viðurkenningu, jafnvel ör- litla aðdáun úr augnaráði hans, en það stóð ekki nema andartak, því að hann sneri sér óðara að madame Duprés og virtist síðan ekki sjá aðra. Sem snöggvast sársá Lilian eftir því, að hún skyldi hafa fallið fyrir þeirri skyndifreistingu að fara að kaupa kjólinn og skartgripina. Herra Duprés kom stundu eftir hádegisverð. Lilian hafði ímyndað sér, að hann væri ákaflega suðrænn — dökkur á brún og brá, fjörmikill og ákafur í fasi, kvikur í hreyfing- um og glæsilegur. Víst var um það, að hann var bæði suðrænn og kvikur í hreyfingum, og ekki vantaði fjör- ið og ákafann, en það þurfti víst meira en venjulega hjónaást til að finnast hann glæsilegur. Hann var ef til vill lítið eitt hærri en eigin- konan, madame Duprés, hárið tek- ið að þynnast svo grisjaði í hvirfil- inn og hann varð að haga öllu sínu mataræði með tilliti til lítilsháttar ístru, sem hann reyndi að halda í skefjum. En glettnislegt augnatillit- ið sýndi, að hann var gæddur næmu skopskyni og brosið var hlýtt og heillandi. Lilian féll þegar í stað á- gætlega við hann. Og hún hugleiddi það með nokkurri samúð, hvernig honum mundi líka það, að kona hans var stöðugt umkringd slíkri karl- mannahirð og raun bar vitni. En um leið og hún veitti athygli augnaráði madame Duprés, er henni varð litið á eiginmann sinn, var hún ekki í neinum vafa... það leyndi sér ekki, að Nina Duprés sá hvorki sólina né hirðmenn sína fyrir eig- inmanni sínum. Leikur hennar með Lennart Herwig verkfræðing og aðra aðdáendur, var henni eingöngu siternmtileg dægradvöl. Mauame Duprés haíoi ekki fyrr nensao eiginmanni smum en hun spuroi: — pu hefur vonandi ekki gj.eymt þessari smagjoí, sem ég bað pig ao kaupa handa ungirú Kanvi rækni? — Auðvitað mundi ég eftir henni, svaraoi Danrel Duprés. Hun er i pappaoskjunni þarna. Ug svo leyíi ég iner ao þakka yður innilega fyrir paö, iianvi iæknir, hve vel þér njukruöuö konunni minni á ieiðinni yirr sundiö. Hún fullyröir, að hún neíöi aiorei hait þaö ai án yöar að- stqöar.... — Eg er hrædd um að það sé eitt- hvað oröum aukiö, svaraði Lilian, en mauame Duprés reis á fætur og Daö hana koma meö sér svo þær gætu skoðaö gjöfina. Þegar þær Komu inn i herbergi Lilian, opnaði íruin öskjuna og dró upp ur henni siöan kvoidkjoi úr svörtu flaueli. — Einmitt kjoil, sem yöur hæfir, varó madame Duprés að orði. Nú veröiö þér aö máta hann taíarlaust. Eg er aauðhiædd um að stærðin sé ef til vill ekki hin rétta.... Lilian vissi, að madame Duprés mundi taka sér nærri, ef hún þægi ekki gjöíina, svo hún fór í kjólinn. Furðu lostin starði hún á spegiimynd sina. Gat það átt sér stað, að það væri hún sjálf? — Hann klæðir yður dásamlega vel, mælti frúin hrifin. Sjáið bara hve hvítt hörundið fer vel við svart flauelið. Hann gæti ekki farið yður betur, þótt hann væri saumaður á yður. — Ég er yður innilega þakklát, madame Duprés, en ég er hrædd um að ég fái ekki oft tækifæri til að skarta í þessum fallega kjóL Heima tek ég yfirleitt ekki neinn þátt í samkvæmislífinu.... — Nei, þér vinnið og þrælið. Og ef þér hafið einhverja tóm- stund, sökkvið þér yður niður í sér- fræðileg rit og álíka skemmtilegar bókmenntir. Það fer hrollur um mig, þegar mér verður litið á hlaðann, þarna á náttborðinu yðar. En nú skal ég segja yður eitt. Maðurinn minn hefur ákveðið að við hjónin bjóðum yður og Harwig verkfræð- ingi í næturklúbb í kvöld. Þá skul- ið þér vígja kjólinn. Og nú förum við rakleitt til hárgreiðslukonunn- ar. Ég hef beðið um tíma fyrir okk- ur báðar. — Madame Duprés, stundi Lilian og gat þó ekki varizt hlátri. Ég held að þér séuð gengin af göflunum.... Og enda þótt Lilian ákvæði að hún skyldi aldrei leiðast út í að fórna hnakkahnútnum, féll hár hennar í stuttum, gljáandi og liðuð- um lokkum að vöngum, þegar þær komu aftur frá hárgreiðslukonunni. Þegar hún svo leit í spegilinn, varð hún að viðurkenna, að hún hafði yngzt upp um nokkur ár að minnsta kosti. — Ó, þér eruð blátt áfram dásam- leg, ungfrú Ranvi, mælti madame Duprés með aðdáun, þegar Lilian var komin í svarta kjólinn. Ómót- stæðileg. . . . Lilian brosti. Það var henni ný og alls ekki óþægileg kennd, að henni væri auðsýnd aðdáun vegna útlitsins. Hvernig skyldi svo Herwig verkfræðingi lítast á hana? Svarið við þeirri spurningu lét ekki á sér standa, þegar þau komu inn í náttklúbbinn, þar sem Herwig beið þeirra. Þá gerðist það nefnilega

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.