Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 2

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 2
f fullrí nlvöru NsUnkiipan tr njjms í fattgtrk Travis neelon ti Srott Apparell Foom Regnheld - Vindheld - lauflétt STRADEIIA nrelonkdpan r ma Vitlausustu klukkur í heimi Það er eiginlega undarlegt, að við, sem stöðugt erum að leita að ein- hverjum metum okkur til handa, miðað við fólksfjölda ef ekki vill betur, skulum ekki enn hafa vakið athygli umheimsins á því, að hvergi muni sennilega fyrirfinnast jafnvit- lausar klukkur í einni höfuðborg og í þeirri íslenzku — og það jafnvel þótt ekki sé miðað við höfðatölu- regluna. Er ekki ólíklegt, að það mundi reynast fullerfitt verkefni fyrir þá hina miklu rafeindaheila, sem reikna brautir og stefnur geim- fara þeirra í Rússíá og USA, að finna þá stund, sem ætla mætti að hinum fimm eða sex „opinberu“ klukkum í Reykjavík bæri saman í vitleysunni — því það er áreiðanlega ómögu- legt frá stærð- og tímafræðilegu sjónarmiði, að það geti nokkurn tíma átt sér stað að þær vísi allar rétt. Svipað verður uppi á teningnum ef maður kemur inn á opinbera eða hálfopinbera staði, þar sem hanga klukkur á vegg fyrir almenningsaug- um — að ekki sé minnzt á klukkurn- ar, sem settar hafa verið upp í strætisvögnum, — þær eru undan- tekningarlítið hver annarri vitlaus- ari; sumar strætisvagnaklukkurnar þó skástar að því leyti til, að þær standa og vísa því rétt tvisvar á sólarhring! Til er sú saga, að manni nokkrum, sem kom inn í opinbera byggingu, varð starsýnt á klukku þar á vegg, leit á úrið sitt og hafði orð á því, að hún virtist rétt, aldrei þessu vant. Varð stúlku þar inni þá að orði, að það væri vafasamt — eiginlega væri hún hálf þrjú að nóttu en ekki degi, þótt svona hittist á hefði stöðugt verið að seinka sér að undanförnu. Þótt vitleysan geti verið skemmti- leg á stundum, getur hún komið sér óþægilega fyrir þá, sem treysta verða á farartæki þau, sem miða ferðir sínar við vitlausar klukkur — t.d. strætisvagna. Hitt er þó lakara, að öll þessi klukkuhringavitleysa á rætur sínar að rekja til alvarlegs galla í eðli þjóðarinnar — óná- kvæmni og lítilsvirðingar á tíman- um — bæði sínum tíma og annarra. Því dýrmætasta, sem manninum er gefið, og sem hann fær aldrei bætt sér upp eða endurheimt. Við þykj- um yfirleitt sóunarsamir á peninga, og erum það — en hvað mundum við segja um menn, sem alltaf „slumpuðu" á greiðslur, og hefðu þannig meira og minna, ýmist af sjálfum sér eða öðrum, í öllum við- skiptum? Hið sama á sér sífellt stað í sambandi við alla þessa klukkuvit- leysu, nema hvað það er mun alvar- legra fyrir það, að peningatap getur maður unnið upp, en glataðan tíma aldrei. Þar að auki spillir þessi klukku- vitleysa stórum öllu uppeldi — eða er við því að búast, að starfsfólk mæti stundvíslega til vinnu, eða beri virðingu fyrir nákvæmni í viðskipt- um yfirleitt, í borg, þar sem klukk- ur eru allar vitlausar----— ? Drómundur.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.