Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 28
klúbburinn
Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson.
ÞRÍBURASYSTUR
Þessi mynd er af þríburasystrum. Þær eru úr Vestmannaeyjum
og einu þríburasysturnar þar. Þessi mynd var tekin í fyrra þegar
þær áttu 6 ára afmæli. Þær eru að byrja fyrsta veturinn í
skóla núna. Þær heita frá h. Marý Ölöf, Guðrún Fjóla og Anna
Isafold. Foreldrar þeirra eru Kolbeinn Sigurjónsson og Sigríður
Sigurðardóttir. Þau éiga tvær dætur aðrar, Kolbrúnu 8 ára og
Ingibjörgu 4 ára. Marý og Anna eru brúneygar en Guðrún blá-
eygð allar skolhærðar.
Óvenjulegt
íarartæki
í stórborg
í milljónaborg, eins og London,
eru menn ýmsu vanir í umferðinni,
en þegar fólk safnast skyndilega
saman, þá er eitthvað óvenjulegt
á ferðinni.Og var nokkur furða þó
fólkið staldraði við, já og lögreglu-
þjónarnir líka. Þeir ætluðu ekki að
trúa sínum eigin augum. Slík farar-
tæki eru ekki á hverjum degi í um-
ferðinni, jafnvel ekki í London.
Hvers vegna voru þau þarna? Jú,
þau voru á leiðinni í fjölleikahús,
þar sem þau léku listir sínar á þess-
um óvenjulegu farartækjum. Frúin
er mjög ánægð með litla hjólið sitt,
og þegar aðrir eiga erfitt með að
finna stæði fyrir bíla sína, stingur
hún hjólinu í handarkrikann og
labbar í næstu búð til að verzla.
Hjón þessi eru fræg fyrir óvenju-
legt safn reiðhjóla, af öllum stærð-
um og gerðum — og hér sjáið þið
tvö þeirra. Hjólið hans er nærri
3 metrar á hæð og það hlýtur að vera
mikil ,,kúnst“ að hjóla á farartæki,
með einu hjóli. Sama má víst segja
um farartæki frúarinnar, en hjólin
á því, eru aðeins — 10 sm í þvermál.
Frúin er mjög ánægð meS litla
hjóliS sitt.
£
Tómstundaþáttur Vikunnar 25. október
GÓÐAR LEIÐBEININGAR FYRIR SVARHÖNDINA.
a. 6—10 punktar.
b. 11—13
c. 13—16
d. 16—19
e. 19 eða meira.
Þetta er lágmarkshendi.
Á þennan styrkleika megið þið segja tvisvar.
Þið berið ábyrgð á því, að úttektarsögn sé náð.
Sterk hendi og slemmumöguleikar, ef opnari er ekki með lágmarksopnun
Slemmumöguleikar.
Nútímasagntækni er þannig uppbyggð, að svarhöndin getur án nokkurrar áhættu haldið sögnum opnum
með litlum spilum — 6 punktum. Hins vegar er svarhöndin ekki skyld til þess að segja, ef andstæðingur
strögglar og heldur þar með sögnum opnum. Og einnig er svarhöndin leyst undan þeirri skyldu að halda opnu,
ef hún er með „dauða hendi“ (yarborough).
Ef svarhöndin segir við ströggli hjá andstæðingunum í rnillihönd, þá er það kallað „að hún segi óþving-
að“. Öþvinguð sögn í lit hjá svarhendi gefur upp minnst 9 punkta. Óþvinguð sögn í grandi gefur upp
10—12 punkta í háspilapunktum (ekki skiptingarpunktum) og fyrirstöðu í sögðum litum andstæðinganna.
Norður Austur Suður Vestur
1 ^ 1 pass pass
Pass suðurs þýðir að hann eigi
minna en 9 punkta.
28 VIKAN
DÆMI.
Norður Austur Suður Vestur
lé
Hin óþvingaða sögn suðurs sýnir að hnnn á
að minnsta kosti 9 punkta.
Um frímerki
Þrátt fyrir allt tal um jafnrétti,
verður oft lítið úr því, í framkvæmd,
einkum er varðar jafnrétti hörunds-
dökkra manna til jafns við hvita. Það
er ekki langt síðan, að þær leiðinlegu
fréttir bárust hingað, að negrabörn-
um væri bannaður aðgangur að opin-
berum skólum í Bandaríkjunum
Þar með er þó ekki sagt, að allir
Framhald á bls. 33.