Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 23

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 23
 staf í eitt orðið, aftur á móti er efri dálkurinn réttur. Hvaða stafur er það? Það eru sömu vandræðin og- áður í þessari getraun, að einn stafur hefur fallið alveg burt úr }»essum dálki, og nú er um að gera að finna hann. Sumir hafa kvartað yfir því, að það sé of létt að finna þennan eina staf, sem ekki er til, svo að við reynum að hafa það dálítið þyngra í þetta sinn. Við viljum jafnframt nota tækifærið til að leiðrétta eina slæma villu, sem kom fyrir hjá okkur í 39. tölublaði. Þar var sagt, að þið ættuð að finna einn staf í vinstri dálkinum, sem ekki ætti að vera þar. Auðvitað meintum við, að þið ættuð að finna hvaða staf vantaði í vinstri dálkinn. Þetta biðjum við ykkur um að leið- rétta og biðjumst auðmjúklega afsökunar. Það eru sömu vandræðin og áður í þessari getraun, að einn stafur hefur fallið alveg burt úr þessum dálki, og nú er um að gera að finna hann. Sumir hafa kvartað yfir því, að það sé of létt að finna þennan eina staf, sem ekki er til, svo að við reynum að hafa það dálítið þyngra í þetta sinn. Við viljum jafnframt nota tækifærið til að leiðrétta eina slæma villu, sem kom fyrir hjá okkur í 39. tölublaði. Þar var sagt, að þið ættuð að finna einn staf í vinstri dálkinum, sem ekki ætti að vera þar. Auðvitað meintum við, að þið ættuð að finna hvaða staf vantaði í vinstri dálkinn. Þetta biðjum við ykkur um að leið- rétta og biðjumst auðmjúklega afsöknar. ----------Klippiö hér--------- GETRAUNARSEÐILL NR. 6. Nafn ......................... Heimili ...................... Sími ......................... Stafurinn er...... vikan 23 OG HÁLFT KÓNGSRÍKIÐ OETRAUNIN: 22 VIKAN Hinn nýi NSU Prinz er ekki ein- ungis fallegur og sportlegur bíll. Höf- uðkostir hans eru fólgnir í frábærum aksturseiginleikum. Hann er svo lip- ur, að það er alltaf hægt að finna smugu fyrir hann, þegar ómögulegt. er að leggja stórum bíl. Vélin vinnur einstaklega skemmtilega, enda er hún sú sama og í hinum fræga Sport- Prinz. Öll hjól eru með sjálfstæðri fjöðrun og demparar taka bæði slög. Prinzinn er með svonefndu Corvair- lagi, sem nú er mjög í tízku og er m. a. á Fiat 1300 og hinum nýja Renault. Sem sagt: Sá sem vinnur Prinzinn verður aldeilis maður með mönnum og akandi eftir kröfum tímans. Þetta er minnsti bíllinn, sem Eyþór Gunnarsson læknir hefur átt, — og einn sá þægilegasti fyrir lækni, segir hann. PRINZINN er sérlega lipur í umferð og léttur í akstri, hann er ákaflega sparneytinn, þarf lítið viðhald og um- önnun. — Nú, það þarf þó að smyrja hann svona einstaka sinnum? „Smyrja? Hvar? Jú, það þarf víst að smyrja spindlana á framhjólunum, en það er allt og sumt. Svo er sama olía á vél og gírkassa ... loftkældur svo aldrei þarf að hugsa um frostlög." — Sæmilega þéttur í ryki? „Alveg. Það hefur ekki komið ryk- korn inn í hann síðan ég fékk hann, hvorki inn í hann né í farangurs- geymsluna.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.