Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 38
Gef
mér líka!
Svona, svona unTfrú góð. Ekki svona
mikið í einu! Siáðu bara hvernig
mamma fer að: Lítið í einu en oftar.
En þú hefur rétt fyrir þér — maður
byrjar aldrei of snemma á réttri húð-
snvrtingu. Mamma þín hefir lika frá
æsku haft þessa reglu: Nivea daglega.
Gott er að til er N IV E A !
Nivea inniheldur Euce-
rit — efni skylt húðfit-
unni — frá því stafa
hin góðu áhrif þess.
hörmungum og jafnvel hér úti á
hjara veraldar varð vart afleiðinga
h nnar, því hér var erfitt ineð at-
vinnu og peninga, sem ekki kom
hvað sízt niður á þeim, sem hugs-
uðu sér að stofna bú í sveit og
þurftu til þess fjármagn — þótt
,'ítið væri.
.íón og Vigdís fengu hvergi jörð,
og það fór likt með þeim og frum-
byggja Reyðarmúia, að þau hugs-
uðu sér að byrja þar sinn búskap.
Kannske jörðin væri það góð að
þau gætu verið þar áfram. Það var
vei reynandi, nú og ef illa færi, gátu
þau ávalt verið þar þangað til
befur liorfði með að fá jörð annars-
staðar.
,Ión fór svipað að og Indriði.
Hann náði sér í timbur og nagla,
og hófst handa'með að byrgja hell-
inn. Þilið setti hann ífið utar en
áður var og þiljaði síðan af stofu
og eldhús, en fyrir innan var
geymsla fyrir hey og annað. Á þil-
inu var stór og góður gluggi, svo
sæmi'ega bjart var inni á daginn.
í eldhúsi var kolavél og var gat
höggvið í hellisloftið fyrir reyk-
rörið. Þetta gat er enn í dag sýni-
iegt. Vestur í hraunjaðrinum hlóð
.lón veggi undir fjárhús og byrgði
yrir. Standa veggir þessir enn þá
og hafast vel við. Upphaflega var
með þeim einhleypur maður, Símon
Símonarson að nafni, sem hugðist
stunda búskap með þeim hjónum,
en að hausti fór hann til sjós og
kom ekki aftur að Reyðarmúla til
búsetu. Símon er nú látinn.
Það var svipaða sögu að segja
af búskap Jóns þarna og hjá Indriða.
38 VIKAN
Það var gestkvæmt um sumarið og
gott þar að vera, ]>vi fallegir eru
ví’llirnir og kyrrsæ'l staðurinn. Erf-
iíi var nokkuð að sækja vatn, því
langt er að fara 1 þurrkum, og þurfti
Vigdís oft að fara dag eftir dag
vfir þvera vellina til að þvo og
skola úr fötum. Drykkjarvatn var
þá sótt í skjólum og geymt í tunn-
um í hellinum, en á tveim stöðum
draup dropi ofanúr hellisloftinu og
var tunna höfð þar undir. Að öðru
leyti var ekki slæmt að búa þarna
segja þau hjón bæði, sem nú búa
i Reykjavík. Jón hafði vandað til
innréttingarinnar. Það var timbur-
gólf í hellinum og allur var hann
biljaður innan með viði, þannig að
þegar inn kom var þar engan mun
að sjá og á öðrum sveitabæjum
þeirra tíma.
Samt sem áður var þessi bústað-
ur aðeins til bráðabirgða, þvi Jón
hugðist byggja bæ þarna ef vel
gengi með búskapinn og þeim lík-
aði veran.
Svo kom veturinn, harður og
snjóþungur, og gestunum fækkaði,
það varð kaldara og kaldara og
niðamyrkur meiri hluta sólarhrings-
ins.
Þá fór þeim ekki að verða um
sel. Það var minnst 8 km. til næsta
bæjar og engin leið að koma nokkr-
um boðum til byggða hversu mikið
sem á lægi. Stundum varð Vigdís
að vera ein heima í hellinum á með-
an Jón fór til Laugarvatns eða eitt-
hvað annað.
☆
— Varstu ekki hrædd i myrkrinu,
Vigdís?
„Nei, ég var i rauninni aldrei
hrædd, þótt mér leiddist stundum
þarna, rúmlega tvitugri stúlkunni.“
— Liklega væri erfitt að finna
stúlku núna á þessum aldri, sent
vildi búa þarna með manni sinum,
jafnvel þótt við höfum núna Vegi,
bíla, útvarp, sfma, senditæki, blöð
og hver veit hvað.
„Já, ég býst við þvi. En það var
nú öðruvisi í þá daga, og maður
gerði sér ýmis’egt að góðu, vegna
þess að maður þekkti ekkert betra.“
— Já, það hefur verið einmana-"
legt i myrkrinu þarna. En þú hafð-
ir nú samt olíulampa til að lýsa
þér ef þú vildir lita í bók?
„Já, hann hafði ég, en ef ég var
fi'i he;ma, þá slökkti ég á honum
strax og ég gat, og var bara ein i
myrkrinu.“
—• Af hverju fannst þér það
betra?
..Þá fannst niér að enginn gæti
fundið mig. Það var þá ekkert ljós
til að vísa ókunnugum veginn til
mfn ]>ar sem ég kúrði ein í myrkr-
inu.“
— Hafðirðu ])á ástæðu til að ótt-
nst vegfarcndur?
..Nei, ekki beinlínis, — og þó.
Þ"ð var ekki óalgcngt að furðamenn
væru við skál, og þá vissi maður
"'drei upp á hverju þeir kynnu að
taka. Eg var því eins vör um mig
og ég frekast gat.“
— Þú segir að Jón hafi farið nið-
ur að I.augarvatni til að sækja hjálp
begar þú átti fyrsta barnið, — var
það ekki?
„Jú, þú skildir einmitt við hann,
bar scm hann var á leiðinni, ef ég
man rétt. Lfklega hefur hann verið
eina tvo klukkutíma að komast
niður að Laugarvatni, því færðin
var svo erfið, þótt veðrið væri í
sjálfu sér ekki slæmt . . .“
Þar hitti hann Böðvar bónda, eins
og hann hafði vonazt til, og brá
hann skjótt við og hélt uppeftir
til mín, en Jón hélt áfram að Útey,
þar sem hann vissi að yfirsetu-
konu var að finna.“
— Hvað leið svo langur tími þar
til Böðvar kom til þín?
„Ég var ])arna ein í sex klukku-
tíma . . .“
— Að sjálfsögðu ilía haldin?
„O-já, liklega, en ég gat sarnt söf-
ið mikið af tímanum og var sof-
andi þegar Böðvar kom.“
— Gekk samt allt Vei?
„Já, að lokum. En það niátti víst
ekki tæpara standa, því fylgjan
kom ekki og það munu hafa verið
síðustu forvöð að ná benni þegar
yfirsetukonan kom. Ilún bjargaði
því við.“
— Barnið dafnáði vel?
„Já, hún lifir enn við góða heilsu
hér i Reykjavik. .Tón tók á móti
henni áður en hann fór og skildi
á milli. Það gekk allt prýðisvel.“
-—• Þetta var 3. april 1919, seg-
irðu. Hvað heitir dóttirin, sem
þarna fæddist?
„Hún heitir Ragnheiður.“
— Fæddust fleiri börn þarna i
hellinum?
„Já, við eignuðumst þrjú börn
meðan við bjuggum þarna. AÖ vísu
var ég ekki í hellinum þegar sonur
minn, Magnús, fæddist næsta ár á
eftir — 10. nóv. 1920. Hann fæddi
ég að I.augardalshólum, en við
biuggum snrnt onnþá i beÞinum.
Síðan fæddist okkur dóttir, Hrafn-
hildur, 20. febr. 1922. og það skeði
í herinum. Það var ekkert sögulegt
umfram venju. Við búum nú hjá
henni i Reykjavik."
— Hvað voruð bið lengi þarna
að Reyðarmúla, Jön?
„Við bjuggum ])ar alls i fjögur
ár, eða þar til 1922 um vorið. Þá
fékk ég leigujörð í Gaulverjabænum
og við fluttumst þangað með allt
okkar hafurtask."
— Og síðan hefur þú stundað
búskap?
„Já, þangað til fyrir fjórum ár-
um síðan.“
— Það var gestkvæmt hjá ykkur
Þarna á sumrin. Mannstu eftir
nokkrum sérstökum?
„Já, Kristján konungur X. kom
til okkar í hellinn ásamt Sveini
Björnssyni — sem siðar var forseti.
Þelta var 1921. Ég var að vísu ekki
heima sjálfur þá, því ég var að flytja
ýmislegt austur að Geysi i sam-
bandi við konungskomuna, — en
konan tók á móti beim.“
— Þegar þið fóruð svo alfarin,
HVAÐA STÆRÐ ÞARFTU?
Númer á sniöunum ... 38 lfi Jf2 hh h6 h$
Baklengd í cm ......... 40 41 42 42 42 43
Brjóstvídd ............ 86 88 92 98 104 110
Mittisvídd ............ 64 66 70 78 84 90
Mjaðmavídd ............ 92 96 100 108 114 120
Sídd á pilsi .... 70 í öllum stærðum -f 5 cm í fald.
„JENNA“.
I Sendið mér í pósti tækifæriskjól, sam-
I kvæmt mynd og lýsingu í þessu blaði. Sem
I tryggingu fyrir skilvísri greiðslu sendi ég
•jj hérmeð kr. 100—
% Stærð...... Litur..................
g Ef sá litur kynni að vera búinn, sendið mér þá:
, Nafn .....................
| Heimilisfang .............
! Saumtillegg. Já □ Nei □