Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 42

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 42
formið í geysihá fjölbýlishús, kirkj- ur og hvers konar lægri bygging- ar. An efa eru háhýsin í Chicago merkasta tilraun á þessu sviði, 60 hæða hús með „mænu“, það er að segja sívölum stokk í miðju fyrir lyftur og leiðslur. Yfirleitt er stein- steypa það byggingarefni, sem helzt er notað í sívöl hús. Það er vanda- laust að laga gott kaffi, ef þér notið Ludvig Lavid kaffi- Læti í könnuna. Fyrir nokkrum árum gerði fræg- ur danskur arkitekt tilraun með sívalt einbylishús. Nálega allir út- veggir þess eru ur gleri og dregin tjöld fyrir aö innan eftir vild. Inn- veggirnir koma 'eins og geislar frá miöpunkti hússins. Þessi tilraun þótti allmerk og skipulag hússins er athyglisvert. Hér á íslandi má búast við að einhverjar tilraunir verði gerðar með hringformið. Tvær byggingar eru í smíðum, sem að einhverju leyti byggjast á hringíormi: Kópa- vogskirkja og Sýningahöll í Laug- ardal. 'k Á eyðihjarni. Framhald af bls. 25. Það tók hann alltaf nokkurn tíma að venja augun við rökkrið inni í kofanum, þegar hann kom utan úr glitrandi snjóbirtunni. Og á meðan a þvi stóð, braut hann heilann um það hvernig á þessum steikarilmi gæti staðið. Það var að minnsta kosti mánuður síðan hann felldi hreindýr- ið, og áreiðanlega vika síðan þau snæddu síðasta kjötbitann af því. „Alison?" „Já,“ svaraði hún við arininn. „Ég hélt að hreindýrakjötið væri allt löngu uppetið?" Hann greindi hana nú í gegnum rökkrið, þar sem hún stóð við arin- inn og blés á eitthvað i skeið, sem hún hélt við munn sér. „Hélztu það?“ Spurningin var góðlátlegur og glettnislegur útúrsnúningur. Tilraun til að espa forvitni hans. Svo bætti hún við í hálfgerðum umkvörtunar- tón. „Ég vildi að við ættum eftir einhverja ögn af salti. Ég held að ég geti aldrei vanizt bragðleysinu af ó- söltum mat ...“ „Alison," mælti hann enn, og að þessu sinni var rödd hans ákveðnari. Augu hans höfðu nú vanizt umskipt- unum, svo hann sá hana greinilega. Sá að hún brosti og skemmti sér prýðilega — á hans kostnað. „Rólegur, Lincoln. Þú þarft ekki að láta eins og eitthvert kraftaverk hafi gerzt. Ég geymdi hausinn af hreindýrinu.... til vonar og vara, ef ekkert betra yrði fyrir hendi í jólamatinn." Hann tautaði eitthvað i viðukenn- ingarskyni, harla ánægður yfir því að þefskynjunin skyldi þó ekki hafa gert honum neinn grikk. Þau höfðu lifað á hreindýrakjötinu svo að segja eingöngu á meðan það entist> étið hvern ætan bita af skrokknum upp til agna, tunguna, beinmergin, hjart- að og nýrun, lappirnar .. . það hefði legið beinast við að ætla að maður fengi leiða á hreindýrakjöti eftir það, en því fór fjarri. Og nú fyrst áttaði hann sig á því, sem hún hafði sagt. „Jólamatinn? Áttu við að það séu jól i dag?“ „Já, ef mér skjátlast ekki því meir . ..“ Þetta olli honum nokkurri furðu. „Jæja, er orðið svo áliðið. Ekki finnst mér að við séum búin að vera hérna svo lengi.“ Hún gekk skref frá arninum, og þá veitti hann því athygli að hún var komin í pils; að hún var eins klædd og þegar hann sá hana fyrst, og það vakti með honum notalega og vermandi tilfinningu. Hún hafði klæðst siðbrókum hvern einasta dag frá því að þau nauðlentu, og hann varð að viðurkenna, að hann kunni betur við hana í þessum búningi. Auk þess hafði hún fléttað þykka, eirrauða hárið í tvær fléttur, sem féllu um axlir henni, og þetta gerði hana mörg- um árum yngri að útliti; það hefði mátt halda að hún væri innan við tvítugt. Dahl starði á hana og brosti án þess hann gerði sér það ljóst, spurði sjálfan sig hvernig það mætti vera, að honum skyldi nokkurn tima hafa fundizt hún kauðalega klædd í Þessum fötum. Það mótaði fyrir mjúkhvelfdum brjóstum; lá við sjálft að það gerði hana hættulega kvenlega, datt hon- um í hug. Og hún hafði sett stígvéla- skóna á fætur sér í stað sokkaskóna úr hreindýraskinninu, svo Dahl komst ekki hjá að veita því athygli hve fallega fætur hún hafði, og hve ökklar hennar voru fínmótaðir. Það var vist hyggilegast fyrir hann að beina augunum í aðra átt. Um alllangt skeið hafði hún vakið með honum annarlega þrá. Einhvern sult, sáran og djúplægan — og hann hafði sagt við sjálfan sig, að Það stafaði af Því að hún minnti hann á það, sem hann hafði að mestu leyti gleymt; á þá hlið hinnar svokölluðu menningar, langt utan við þessar auðnir og öræfi, sem fegurri var og unaðsjegri, að minnsta kosti i svip. Ósjálfrátt varð honum að orði: „Þú ættir að ganga oftar þannig klædd.“ Og Það leyndi sér ekki hve ánægð hún varð, engu líkara en að hún hefði beðið eftir þessari viðurkenningu hans. Hún svaraði honum þó ekki, en bar honum leirfant fullan af angandi furunálaseyði, sjóðandi heitu. Hann blés i það, bragðaði á því, gretti sig eilítið; það var eins og hann ætlaði aldrei að venjast remmubragðinu, en seyðið var hressandi og hitaði manni innanbrjósts, þegar maður hafði einu sinni komið þvi niður. Og ef marka mátti hvað Alison fullyrti, Þá var þetta seyði góð vörn gegn skyrbjúgi. Hann sötraði það í sig. „Já, komin jól,“ mælti hann annars hugar. Þegar hann þurrkaði gufuna úr skegginu, varð honum allt í einu ljóst hve útilegumannslegur hann hlaut að vera ásýndum, samanborið við nett- leik hennar. „Alison ...“ Hún leit á hann. Spyrjandi. „Þú getur víst ekki lánað mér skæri?" „Jú ... Viltu ekki heldur að ég ...“ „Nei,“ greip hann fram í fyrir henni. „Ég var bara að hugsa um að snyrta skeggið svolitið — i tilefni dagsins ...“ SURREY hlýtur að fara að koma hvað úr þessu, hugsaði Dahl með sér, og kveið því, að þá mundi þessi ljúfi seiður rofna. Hann hafði ekki af henni augun, þar sem hún laut ofan að kassanum, sem neyðarbirgðirnar úr flugvélinni höfðu verið geymdar í. Hún hafði tekið upp síðustu þurrmjólkurdósina, sem eftir var og sett hana frá sér á gólfið; svo rétti hún allt í einu úr sér, og þannig stóð hún, óeðlilega stíf og bein, nokkur andartök eins og henni hefði skyndilega brugðið. Loks varp hún þungt öndinni, og Þegar hún leit til hans, hafði hún fölnað í vöngum. , „Hvað er að, Alison?" spurði hann. „Biddu," svaraði hún. „Ég verð að hugsa mig um andartak." Hann virti hana fyrir sér, veitti því nú fyrst athygli, að hún hélt á súkkulaðistöng 1 hendinni. Svo gekk hún hægum skrefum og þungt hugsi að arninum og braut súkkulaðistöngina niður i alúmín- pott, sem hún hafði sett yfir eldinn; hrærði í því, þegar það tók að bráðna, en var þó sýnilega að glíma við ein- hverja ráðgátu. Loks hellti hún þurr- mjólkinni úr dósinni i pottinn, hrærði enn, tók svo pottinn af eldinum og bar hann út fyrir dyr, þar sem hún setti hann í snjóinn til kælingar. Dahl þóttist nú þegar sjá, að þetta ætti að verða eins konar rjómaís eða súkkulaðibúðingur, sem hún hefði sjálf fundið upp í tilefni hátiðarinnar. Hún lokaði dyrunum, og var enn utan við sig og Þungt hugsi, Jafnvel allar hreyfingar hennar voru annar- lega vélrænar. Dahl gætti þess að spyrja einskis. „Ég erúi þessu alls ekki,“ sagði hún loks, og þó fremur við sjálfa sig en hann. „Ég trúi þvi ekki á neinn af þeim, að haga sér þannig." „Hvernig?" spurði Dahl. „Það ... það er ekki neitt,“ sagði hún vandræðalega, og varð nálægðar hans nú aftur vör. Nokkra hrið virti hún hann fyrir sér, horfði á hann eins ogð úr fjarlægð, tók svo allt I einu ákvörðun og um leið var eins og henni létti að mun. „Þetta er alvar- legra en það kann að virðast í fljótu bragði,“ sagði hún. „Einhver hefur gerzt sekur um matarstuld. Það vant- ar þrjár súkkulaðistengur.“ „Hamingjan góða ...“ Framhald í næsta blaði. Hvar er örkin hans Nóa? llngfrú Yndisíríð Síðast þegar dregið var hlaut verðlaunin: KRISTÍN H. DAVÍÐSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 47A, Kópavogi. Nú er það örkin hans Nóa, sem ungfrú Yndisfríð hefur falið í blaðinu. Kannski í einhverri myndinni. Það á ekki að vera mjög erfitt að finna hana og ung- frú Yndisfríð heitir góðum verð- launum: Stórum konfektkassa, sem auðvitað er frá Sælgætis- gerðinni Nói. Nafn Heimilisfang Örkin er á bls. Sími 42 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.