Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 25

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 25
snjóþrúgurnar, sem hann batt siðan saman og brá um vinstri öxl sér — ég verð að hafa hægri hendina lausa og liðuga vegna riffilsins, hugsaði hann. ísnum hallaði frá, næst við ströndina, og Dahl, sem ekki hafði verið við því búinn, rann flughratt af stað og varð að baða út höndunum til að halda jafnvæginu, en járnin neð- an á stígvélaskónum hans, rispuðu svellið með snörpu marrhljóði. Hrein- tarfurinn leit við og hugðist taka til fótanna, en missti jafnvægið, sparkaði í allar áttir og heppnaðist að verjast falli I bili og lagði enn af stað á hægu brokki. Dahl nam staðar, hóf riffilinn í mið. En hreintarfinum skrikaði fótur aftur áður en Dahl náði miði, og í þetta skiptið félll hann á hliðina og gerði árangurslausa tilraun til að brölta á fætur aftur. Loks gafst hann upp og lá hreyfingarlaus á svellinu. Dahl hafði kreppt fingurinn að gikknum, en þótt- ist nú sjá, að óþarfi væri að eyða skoti til að stytta tarfinum helstríðið; skot- hylkin voru dýrmæt eins og á stóð, svo hann mátti ekki sóa þeim að ófyrir- synju. Þegar hann átti ekki nema nokkur skref ófarin að tarfinum, sem enn lá hreyfingarlaus, dró hann veiði- hníf sinn úr slíðrum. Hann nálgaðist tarfinn með gát, sem lá með hausinn við blóðlitað svellið og hreyfði sig ekki þótt Dahl kæmi við horn hans; kipptist ekki einu sinni við, þegar hann brá hnífnum á hálsæðarnar. Hreintarfurinn hafði þegar misst svo mikið blóð, að rétt dreyrði úr hálsæðunum, og það var ekki nema andartaks bið eftir þvi að lífið væri fjarað út að fullu. Þar með var sig- urinn unninn, og nú fyrst fann Dahl fyrir alvöru hve sárþreyttur og hungr- aður hann var orðinn. Og enn átti hann þó mesta efiðið eftir — að koma skrokknum af tarfinum heim að kof- anum, hvernig í ósköpunum, sem hann svo átti að fara að þvi. Mat varð hann að fá til að sigrast á magnleysinu og þreytunni. Hann greip enn til veiði- hnífsins, risti hreintarfinn á kvið- inn, unz hann komst að lifrinni. Hana var auðveldast að matreiða, þurfti ekki annars við en kveikja bál og steikja hana við það á viðarteinungi. Hann skar vænt stykki úr henni, þerr- aði blóðið af fingrum sér á loðnum feldinum og dró síðan vettlingana aft- ur á hendur sér. Síðan hélt hann af stað til strandar með lifrarstykkið, í stefnu á lágt kjarr, þar sem hann mundi geta kveikt bál. Sól var setzt fyrir stundu, og þegar tekið að dimma. Sökum þess, að hann stefndi á kjarrið, fór hann ekki alveg sömu leið til lands og hann hafði far- ið út á vatnið. Skyndilega kom hann auga á eitthvað á bláskyggðu svell- inu, sem hreyfðist í golunni. Það virt- ist helzt vera einhver tuska, en það hlaut að sjálfsögðu að vera missýn hans, enda var nú svo brugðið birtu, að hann gat ekki fyllilega greint Það. Að öllum líkindum hafði trjábolur flotið þarna á vatninu og frosið við svellið, en börkurinn flagnað af hon- um og blakti til. Samt sem áður var forvitni hans vakin, og þar sem ekki var um neinn teljandi krók að ræða, ákvað hann að skoða þetta nánar. Andartaki síðar nam hann staðar, starði niður á svellið og trúði ekki sínum eigin augum. Og um leið titr- aði hver taug hans af skelfingu eins o'g þaninn strengur. .eins og í Faliaise forðum. Hann skalf frá hvirfli til ilja, án þess þó að hann fyndi til frost- nepjunnar.... ALLT í einu hrökk hann upp af dvalanum, sem á hann hafði sótt, Þar sem hann sat við bálið og hafði látið þreytuna líða úr sér, eftir að hann hafði etið sig mettan. Um leið og hann heyrði marrið, varð honum fyrst fyr- ir að lita út á ísinn, þar sem hrein- tarfurinn lá; kannski voru úlfarnir komnir á kreik, en þar var enga hreyf- ingu að sjá. Nú heyrði hann þetta lága marr- hljóð aítur, greindi hvaðan það kom, og þegar hann leit um öxl, sá hann hvar Surrey kom út úr kjarrinu, spöl- korn til vinstri, þar sem hann hafði áður farið sjálfur í slóð hreindýra- hjarðarinnar. Þó myrkt væri orðið, bar hann þegar kennsl á hann. „Skjóttu ekki.... “ kallaði Surrey. „Það er ég....“ Andartaki síðar stóð hann hjá hon- um við bálið. „Hvað er þetta?" spurði Dahl. „Þið hafið þó ekki verið farin að óttast um mig, eða hvað?“ „Þegar þú komst ekki heim fyrir myrkur, fór okkur að verða órótt — satt að segja“, svaraði Surrey og spennti af sér snjóþrúgurnar. „Jæja, ég þakka þér fyrir að þú komst, enda þótt þú hefðir getað spar- að þér erfiðið, mín vegna". Dahl þótti leitt að hann skyldi hafa tekið upp á þessu — það rændi hann ánægjunni af því að koma þeim á óvart með veið- ina. Surrey tók sér sæti við bálið og varp öndinni feginsamlega. „Ég er slituppgefinn", sagði hann. „Fg skal trúa því. Þetta er ekki nein skemmtiganga". „Það hefur að minnsta kosti ekki verið það fyrir þig, sem fórst sama sem fastandi að heiman. Þú hlýtur að vera orðinn magnþrota af hungri". Dahl hristi höfuðið. „Ég hef etið mig mettan“, sagði hann. Surrey leit undrandi á hann. „Hef- urðu þá veitt eitthvað?" spurði hann. „Ég felldi hreintarf“. „Felldirðu hreintarf? Þá þurfum við ekki að óttast hérasýkina. Hvar er hann?“ „Hver?“ Dahl leit út á ísinn. „Hreintarfurinn, auðvitað...." Surrey kom auga á myrka þústuna. „Bn þú hlýtur að hafa skotið hann í birtu. Hvers vegna snerirðu ekki strax heim aftur ? Við hefðum getað sótt skrokkinn í fyrramálið". „Ég þorði ekki að hætta á það....“ Hann sá, að hann komst ekki hjá að segja Surrey upp alla söguna. Segja honum, hvað hann hafði fundið úti á ísnum..... Hann komst ekki hjá þvi að segja Surrey hvers hann hafði orðið vís- ari. „Þvi ekki það?“ spurði Surrey. „Það er ekki víst að við hefðum getað gengið að skrokknum hérna í 'fyrramálið." „Ekki víst ...“ Surrey reyndi ár- angurslaust að grípa meininguna. „Ég skil ekki ...“ „Úlfar og refir," svaraði Dahl hljómlaustri röddu. „Úlfarnir að minnsta kosti spyrja ekki hvort kjötið sé af hreindýri eða einhverri annarri skepnu. Eða jafnvel manni ...“ Það fór hrollur um hann, en hann reyndi að láta ekki á þvi bera. „Nú ...“ „Des,“ sagði Dahl lágt. „Já?“ „Sammy komst ekki alla leið. Það er bezt að þú fáir að vita það.“ Surrey virti hann fyrir sér nokk- urt andartak. Svo mælti hann þver- móðskulega: „Hvers vegna halda allir því fram? Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á. 1 rauninni er það alls ekki útilokað að hann hafi komizt alla leið, enda þótt frekari líkur séu fyr- ir hinu.“ „Því miður, Des, þá tókst honum það ekki.“ „Þú getur ekki fullyrt neitt um það. Þú hefur ekki neinar sannan- ir ...“ „Mér þykir mjög fyrir þessu, Des. En ég get einmitt fullyrt Það.“ Þrákelkni Dahls og alvara tók að vekja illan grun með Surrey. „Þú verður þá að koma með einhverjar sannanir," sagði hann. „Verð ég?“ „Þú getur ekki fullyrt þetta, og síðan hlaupizt frá því eins og Það skipti ekki neinu máli.“ Dahl leitaði að réttu orði, en fann það ekki. Seildist þögull undir feld sinn og dró fram marghleypuna. Hann rétti hana að Des. „Hvar í ósköpunum ...“ Orðin urðu varla greind, og hann stirðnaði upp af undrun og skelfingu. „Á ísnum hérna úti á vatninu. Hún var frosin niður. Lika einhverjar fatatuskur og hnífur og ..." „Og hvað?“ Surrey greip um arm honum og hristi hann. „Og hvað ...“ „Og hvað? Dálítið óhuggnanlegt ... ekki neitt, sem tekur að jarð- setja,“ svaraði Dahl. „Þessir helvízku, gráðugu úlfar ...“ „Vesalings Sammy," tautaði Surrey eftir nokkra þögn. „Það var alltaf hann, sem fékk skellinn.“ Tárin runnu niður andlit hans og hann gerði ekki neina tilraun til að láta ekki á þeim bera. Hann athugaði marghleypuna. „Það hefur verið skotið úr henni tveim skotum. Kannski liefur það verið það síðasta, sem Sammy gerði áður en dauða hans bar að höndum ...“ „Það gæti átt sér stað,“ svaraði Dahl. En hann trúði því þó ekki sjálfur. Þau hlytu Þá að hafa heyrt skothvellina heim i kofann. Og ef þau hefðu heyrt þá, mundu þau hafa áttað sig á því, að Sammy Burd væri hjálparþurfi. ELLEFTI KAFLI. Skegg Dahls v7ar hrímað um vitin og hrímbaugar kringum augun. Eins og alltaf, varð hann gripinn einhverri notalegri kennd þegar hann kom inn í kofann utan úr snjónum og frost- inu, en að þessu sinni var hún meiri en venjulega. Það var ylurinn og skjólið, en við því hafði hann búizt. Þetta var eitthvað, sem kom honum Þægilega á óvart. Hann lokaði hurðinni vandlega. Yl- urinn var alltof dýrmætur til þess að hleypa honum út milli hurðar og stafs. Og nú áttaði hann sig á hvað Þetta óvænta var. Ljúfur steikarilm- ur, sem barst frá eldstæðinu. Framhald á bls. 42. GREATOREX GAMLI STÓÐ FYRIR AFTAN HANN OG REIDDI HÁTT YIÐARÖXI, BÁÐUM HÖNDUM, EN RÖDD HANS TITRAÐI AF REIÐI. „ÞÚ FÆRÐ ÞESSA í HAUSINN, EF ÞÚ SLEPPIR HENNI EKKI. . . : . :■ ifí'i l':í iíilill VIKAN 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.