Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 6

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 6
Neðst loðir spýtukubbur við vegg- inn. Nóttin grúfir köld og dimm yfir heiðinni. Á einstaka stað sést glitra í stjörnu á himninum. Hvert sem litið er, liggur kolsvart myrkrið á landinu. Það mótar aðeins fyrir hæðum og ásum þar sem dökkblár himinninn er í baksýn, aðeins ljós- ari vegna þeirra fáu stjarna, sem glitra á milli skýja. Fjallið gnæfir kolsvart og þögult yfir sléttum völlum þarna á miðri heiðinni. Það er eins og allt líf sé slokknað í næturkyrrðinni. Skyndilega heyrist veikur, en greinilegur barnsgrátur innan úr fjallinu, ákafur, viðloðandi, ófeim- inn, — jafnvel frekur. Gráturinn heldur áfram dálitla stund, þangað til hlustandi hefði getað heyrt veika móðurrödd, sem í fyrsta sinn fagnar bárni sínu, reyn- ir af veikum mætti að hugga það, sem tekst, því nú verður aftur þögn á hálendinu. Óhugnanleg og drungaieg, dimm þögn. Lengst i fjarska hefði heyrnar- góður maður e. t. v. heyrt hófatak, þegar ungur og fjörmikill maður fer á striðöldum gæðingi yfir grjót og gjótur, í burt frá staðnum þar sem þessi ótrúlegu hljóð heyrast í óbyggðinni, lengst inni á heiði. Inni í fjalllnu liggur ný móðir, 22 ára gömul og kveinkar sér í svefni. Við hlið hennar drýpur, með reglulegu millibili, dropi úr fjallinu ofan i fötu. ' Og stúlkan liggur kyrr inni i fjallinu og veit ekki hvað tíman- um líður. Hún reynir af veikum mætti að hlynna að barninu sínu, því, sem hún nú átti að lifa fyrir, — því, sem faðir þess var að reyna að bjarga. Það er faðir þess, .sem þeysir í burtu í fjarska. Hann er að_ná i björg fyrir fjölskyldu sina.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.