Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 29
Skinnhúfan.
Framhald af bls. 13.
var ég næstum fallegl Þetta á mað-
ur auðvitað ekki að segja um sjálfan
sig, en þar sem fegurðin kom í raun-
inni ekki frá sjálfri mér, held-
ur húfunni, fannst mér það réttlæt-
anlegt. Húðin á mér varð dúnmjúk
eins og ferskjuhýði og fékk á sig
svo undarlegan lýsandi blæ, augu
mín urðu kolsvört og angurvær eins
og rússneskt þjóðkvæði — ef Palli
sæi mig svona, gæti ekki farið hjá
þvi, að honum fyndist ég sú sæt-
atsa og bezta . . .
— Hvað kostar hún? spurði ég
og hélt niðri í mér andanum meðan
ég beið eftir svarinu.
— Þrjú hundruð or> fimmtíu
krónur, sagði afgreiðslustúlkan, og
það er mjög ódýrt, því að þetta er
ákaflega fallegt skinn. Þetta er
auðvitað ekki modelhattur, en þá
licfði verðið líka orðið rniklu hærra.
Þrjú hundruð og fimmtíu krónur
var svo sannarlega nóg, hugsaði ég.
Ég átti nokluir hundruð krónur, sem
ég hafði sparað saman, en það var
nú fleira en skinnhúfur, sem ég
þurfti að kaupa — og bráðum komu
jólin.
— Það er víst bezt að ég hugsi
svolitið um það, sagði ég angurvær
og tók af mér húfuna. Ég sá í spegl-
inum hvernig andlitið á mér föln-
aði og varð lítilsigtt og aumingja-
iegt.
— Nú, sagði afgreiðslustúlkan og
rébi út höndina eftir húfunni.
Ég þrýsti húfunni að hjarta mínu.
— Ég tek hana! sagði ég hátt.
Þegar ég gekk heim með húfuna
í stórum hvitum poka með gullstöf-
um á, var mér innanbrjósts eins og
ég hefði veðjað síðasta eyrinum á
heslinn með failegasta nafnið á
veðhláupunum.
Við erum fimm i fjölskyldunni,
og auðvitað höfðu allir eitthvað að
segja um húfuna, en hað sem mikil-
vægast var, var Palla átit. Systur
minni þótti liún falleg. mömmu þótti
hún dýr, bróður minum hlægileg,
og pabbi spurði, hvort ég væri bú-
in að ráða mig sem kokk á selveiði-
bát. Þetta gerði auðvitað elckert til,
en samt var ég farin að eiga erfitt
með að sjá þennan lýsandi biæ á
húðinni á mér og angurværðina og
allt það, svo að ég var orðin dálítið
óstyrk.
Á laugardagskvöldið ætluðum við
Palli í bió. Það átti að verða frum-
sýning á húfunni. Ég var svo tauga-
óstyrk að ég skalf þegar ég hljóp
að strætisvagninum — þeim sama
og Palii kom með. Ég kom auðvitað
næstum of seint og hrasaði i vagn-
dyrunum, þvi pilsið var Jirengra
en ég notaði daglega, en Jirepin
hins vegar jafn liá og venjulega.
Húfan hrökk af höfðinu á mér og
rúliaði inn eftir gólfinu.
Ég fann livernig ég eldroðnaði
um allan likamann, en þó mest i
andlitinu. Tveir smáístráíkar, sem
sátu á fremsta bekk, flissuðu liátt.
Ég ]irýsti slijinnboltanum aftur
niður á höfuðið og gekk inn gang-
inn Jiangað sem Palli sat.
Hvað mundi hann segja?
Enginn í heiminum er eins sætur
og Palli á laugardagskvöldi, hjarta
mitt beinlínis þenst út af stolti Jieg-
ar ég sé hann. Hann er í tweed-
frakka með skinnfóðri, með dökk-
grænan trefil og í hvítri skyrtu og
svolitið ljósgrænni peysu — eng-
inn er eins srnart klæddur og Palli!
Þvoið hár yðar úr Sunsilk og sjáið mismuninn.
Hár yðar fær nýjan glans og fegurð, sem
endist í marga daga. Hár yðar verður svo við-
ráðanlegt eftir Sunsilk hárþvott, svo heilbrigt,
svo silkimjúkt. Það er staðreynd, að þér getiö
haft svona fallegt hár, og það eftir aðeins einn
hárþvott með Sunsilk.
Sunsilk er
framleitt
fyrir yður!
Er hár yðar
náttúrulegt?
Sunsilk fegurðar-
hárþvottur gefur
hári yðar varanleg-
an þokka — gerir
það heilbrigt,
glansandi, fallegt.
v-r:c!M
pfj
Í lÉl )] i jl
I c ei8BS-, í I j| ounsilk J\ UuBlkl
^ SH^MPoÓ $f'< \ /|^í\ SHAMPOO
Eða er hár yðar líflaust? Sunsilk eggja- og sítrónuhárþvottur mýkir hárið og gef- ur því varanlega fegurð. Eða er það f jör- laust? Látið Sunsilk Tonic hleypa lífi i hár yðar, gera Það mjúkt og glans- andi. Sjáið hve viðráðanlegt hár yðar verður fljót- lega.
Hafið þér flösu?
Þér þurfið engin
önnur flösumeðul.
Sunsilk hárþvottur
hreinsar hár yðar
algjörlega og fjar-
lægir flösuna.
TIL AÐ FÁ MJÚKT, GLANSANDI, VIÐRÁÐANLEGT HÁR — NOTIÐ SUNSILK.
— Hæ, sagði ég og var fegin að
ég var með skinnhúfuna og í brúnu
kápunni minni. Þá var ekki hægt
að segja annað en að við pössuðum
vel saman.
— Hæ, sagði Palli.
— Það var varla að ég næði i
vagninn! Ég hljóp alla leiðina . . .
— Nú
Hvað var að honum? Röddin var
eitthvað svo einkennileg. Ég horfði
undrandi á hann.
— Tekurðu ekki eftir neinu?
sagði ég og blikkaði til hans undir
skugga skinnhúfunnar. Sérðu ekk-
ert sérstakt? Ég brosti dularfullt.
— Ha, nei — nýir skór? Nei,
þá hef ég víst séð fyrr. Nei, ég veit
alls ekki . . .
Ég herpti saman varirnar.
— Nú, er Jtað ekki? Jæja, Jtað
verður að hafa það! Og svo sneri ég
baki í hann, að svo miklu leyti sem
það er liægt í strætisvagni. Ætlaði
hann nú að byrja aftur? En hvers
vegna einmitt núna? Ef ég hefði
ekki verið með húfuna, hefði neðri
vörin á mér bjmjað að skjálfa, ég
fann það alveg á mér, en maður
grætur nii ekki opinberlega með
rauðrefaskinnhúfu á höfðinu.
— Afsakið ef ég geri ónæði, en
nú hef ég fundið landabréf, svo að
Jiér vilduð kannski vera svo vin-
gjarnlegur að benda mér á Arid?
Ég held að ég hafi ekki alveg skilið
]iað, þegar Jjér skýrðuð Jiað áðan
fyrir mér . . .
Nú vissi ég hvaðan liessi undar-
lega ilmvatnslykt kom, sem ég hafði
fundið strax og ég kom inn. Á
bekknum fyrir framan okkur sat
opinberun, sem einmitt núna hall-
aði sér aftur yfir sætið og rétti
aumingja Palla bílkort, en hann
eldroðnaði. Á úlnliðnum voru
minnst sex breið gullarmbönd með
alls konar áhangandi litlum hlulum,
sem klingdu eins og bjöllur við
hverja hreyfingu og á höfðinu var
risastór hattur úr leopardaskinni og
huldi næstum augun, sem voru svört
og tælandi og angurvær eins og
tylft af rússneskum Jijóðkvæðum!
— Já ■—- eh ó jú, augnablik ■—
nú skal ég athuga . . .
Aumingja Palli, þetta var ein af
þeirri tegund kvenna, sem hann
gat ekki Jiolað. Hann sagði alltaf
að þannig konur ættu engan tilveru-
rétt og Jiað ætti beinlínis að banna
þær. Hvers vegna hafði hún leitað
aðstoðar hans, þegar bíllinn var
fullur af öðru fólki? Gat það verið
af því að — af því. að enginn var
eins sætur og hann?
Hvers vegna lagði hún höfuðið
svona þétt upp að Palla? Var hún
nærsýn?
— Hér er það — biðið við. Þér
takið vagninn frá aðaltorginu og
Framhald á bls. 32.
vikan 29