Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 13
])arf, og það geri ég til að bursta hárið hundr-
að sinnum, laga á mér neglurnar og lita svo-
lítið á mér augnhárin, til þess líka að mála
varirnar, bursta skóna mína og hreinsa bletti
úr kápunni minni, ef þeir skyldu vera þar,
og þetta allt geri ég hara fyrir hann. Ég víl að
honum finnist ég sæt, að honum finnist ég
sætari og hreinni og að ég ilmi betur og að
ég sé laglegri en nokkur önnur stelpa, sem
hann þekkir!
Og svo tekur hann ekki eftir þvi!
Við erum reyndar hæði komin í menntaskóla
og höfum mikið að gera, og bæði þurfum við
að lesa, því að við erum ekki ein af þeim, sem
ekkert þurfum að hafa fyrir lífinu, því miður
— en þegar ég tek eftir hverju einasta smá-
atriði, sem hann breytir dag frá degi, hvort
hann er með nýtt bindi eða í nýrri skyrtu, eða
hvort hann er nýbúinn að fá fallega sokka eða
með penna í brjóstvasanum — því gctur hann
þá ekki gert það líka?
Þannig var það, þegar ég fékk nýja livíta
kuldaskó og fór í þá á fyrsta kalda haustdeg-
inum. Mér fannst þeir lýsa upp allan heiminn,
og í hvert sinn að ég lyfti fætinum og setti
hann niður aftur á rauð og hrún og gul laufin
fannst mér að allir hlytu að taka eftir skón-
um. En ekki Palli! Og þó gekk hann fast við
hliðina á mér.
Hann hélt i höndina á mér, en hann vingsaði
lienni eins og hún væri tréprik og starði fram
fyrir sig með svip, sem var líkastur þvi að hann
væri að finna upp afstæðiskenninguna.
Ég dró að mér höndina, en Palli tók ekki
einu sinni eftir því. Það var því ekki furða þó
að ég yrði reið.
— Tekurðu ekki eftir neinu? sagði ég. Ég
hafði hækkað róminn og gamall karl á undan
okkur sneri sér við og starði á mig. Palli uml-
aði eitthvað og tók tvær kastaníuhnetur upp
af jörðinni og velti þeim fram og til baka i
lófanum.
— Nei, þarna flugu tvær dúfur úr trénu af
hræðsiu við okkur, sagði ég.
— Ha, varstu að spyrja um eitthvað? Hann
stanzaði og leit á mig.
Ég horfði á hann ísköldu augnaráði.
— Hvað er eiginlega að þér? Af hverju star-
irðu svona illilega á mig?
Palli er griðarlangur og röddin samsvarar
honum alveg þegar hann verður reiður. Það
voru að minnsta kosti tiu manneskjur, sem
heyrðu til hans. Ég eldroðnaði.
— Ég hef verið að reyna að tala við þig
síðasta kortérið án þess að fá svar. Það er
ekkert skemmtilegt, en það áhrærir þig kannski
ekki! Ég steig i ógáti út fyrir stíginn og hvitu
skórnir mínir urðu moldugir.
— Er nú ekki leyfilegt að hugsa lengur!
— Fyrir alla muni gerðu það, það getur
aldrei skaðað, en það er kannski fullseint að
byrja á því núna, ef þú hefur aldrei reynt
það fyrr. Það gæti orðið of erfitt fyrir þig.
— Asni! Nú greikkaði hann sporið, svo ég
varð að hálfhlaupa til að vera samsiða hon-
um.
— Kærar þakkir! En þú hugsar aldrei um
neitt nema sjálfa þig, ef þú kemst hjá því. Svar-
ar út í hött ef maður reynir að fá þig til að
segja eitthvað af viti, skellir hurðunum á mann
í stað þess að lialda þeim opnum fyrir stúlk-
um, situr í strætisvagninum þó að það væru
minnst fimmtiu hundrað ára kerlingar stand-
andi . . .
— Nei, heyrðu nú — stilltu þig nú . . .
. . . lest blöðin við matborðið og veizt ekki
af því að þú átt konu, nema til að skamma,
ef kjötbollurnar brenna við!
Þegar fólk hefur verið sam-
an svona lengi er næstum
farið að líta á mann eins og
giftan, allir eru vanir að sjá
okkur alltaf saman, svo að
enginn tekur eftir þvi lengur.
í haust fannst mér allt í einu,
að þannig væri það einnig
orðið með Palla — að hann
væri orðinn svo vanur að
ganga með mér og leiða mig,
að það væri eins og hann
tæki ekki eftir því lengur.
Mér sárnaði það, því á
hverjum morgni fer ég tuttugu
mínútum fyrr á fætur en ég
til mat og hafa kaffið og inni-
skóna tilbúna handa honum,
þegar hann kemur heim á
kvöldin, og ég mun elska hann
eins lengi og ég dreg andann!
Og enginn skal geta hindrað
mig í því!
Þetta er sagan um — jæja,
lesið heldur sjálf um það!
— Það var þá svei mér heppni, að ég skuli
ekki vera giftur! öskraði Palli.
-— Og það verðurðu heldur aldrei! kallaði
ég enn þá hærra, en þegar ég hafði sagt það,
fannst mér það svo hræðilegt, að ég gat ekki
hugsað mér að vera þarna lengur og liljóp
yfir blauta grasflötina og inn á stóran leik-
völl. Þar voru nokkrir rauðnefjaðir krakkar
í kuldanum og ein gömul fóstra.
Þau störðu öll á mig, en þar sem ekki var
annar útgangur af vellinum en sá, sem ég
hafði komið inn um, settist ég á bekk og reyndi
að sýnast róleg þangað til ég gæti látið mér
detta í liug ástæðu til að fara al'tur. Ég var
svo óhamingjusöm, að ég tók ekki eftir neinu
i kring um mig, ekki einu sinni eftir Palla,
sem kom labbandi eftir stignum, stórslígur með
frakliann flaksandi.
— Pía-Mia, ætlarðu þér að fá lungnabólgu,
svona rétt fyrir jólin?
— Palli! Það var varla að ég gæti stunið
því upp og ég réði ekkert við tvö heit tár, sem
runnu niður vanga mina.
— Þú ert kjáni, sagði Palli bliðlega og tog-
aði mig upp af bekknum. Ef þú hættir að rii'-
ast viö mig, skal ég bjóða þer súkkulaði og
þeyttan rjóma í veitingaskálanum. Litli vargur!
Er ég annars búinn að segja þér hvað þú ert
i failegum skóm?
— Já, núna! sagði ég lágt og stakk minni
hendi i hans.
Þannig liðu nokkrar vikur, en svo fannst mér
að Palii færi aftur að verða annars hugar og
varð þá aftur svo óhamingjusöm. Ég varð að
láta mér detta eitthvað ráð í hug — eri hvað
ætti það að vera?
Einn föstudag, þegar Palli var á nemenda-
fundi, gekk ég ein heim á leið. Ég gekk hægt
og þunglega, því ég var að velta fyrir mér
þessu vandamáli minu: Ef það væri ekki nóg,
að vera sæt, snyrtileg, góð og trú, hvað væri
þá liægt að taka til bragðs? Hvers konar konur
voru það, sem létu karlmennina bráðna eins
og vax i höndum sér og gátu snúið þeim um
litla fingurinn á sér? Brigitte Bardot, auðvit-
að, en náttúran skammtaði nú hverjum sitt.
Nei, það var vist bezt að sætta sig við að
vera eins og maður var skapaður, en það væri
kannski hægt að setja einhvern glans á það . . .
í sömu andrá kom ég auga á rauðrefaskinn-
húfuna. Þrjú forkunnarfögur höfuð stóðu upp-
úr grænu flauelinu í glugganum fyrir framan
mig, öll með skinnhúfur. Það var húfan í mið-
ið, sem vakti athygli mína — hún var eins
og ljóð, eins og neðansjávarblóm, sem opnast
við ljúfar bylgjur, eins og sóley, sem teygir sig
móti vorsólinni, hún var . . .
Ég opnaði dyrnar að búðinni og gekk inn.
Afgreiðslustúlkan var há og íjóshærð, falleg
og þóttafull. Hún mældi mig með augunum
hátt og lágt, byrjaði við handprjónaða húfuna
mína og endaði á hvitu kuldaskónum mínum,
en það var þó bót i máli, að hún endaði þar,
þvi skórnir voru þó sannarlega hæði nýir og
fallegir.
— Mig langaði til að líta á húfuna í miðj-
um glugganum, sagði ég eins rólega og ég gat.
— Úr rauðrefaskinninu, já, sjálfsagt!
Hún tók hana inn úr glugganum og ég tók
hátiðlega af mér þá handprjónuðu.
— Gjörið svo vel að setjast svo við getum
mótað hana, sagði fegurðardísin, og ég settist.
Andartak sveif húfan yfir höfðinu á mér, en
síðan þrýsti hún henni niður á koilinn á mér.
Ég starði og starði á mynd mina i speglinum
i gyllta rammanum. Með þessa húfu á höfðinu
Framhald á bls. 29.
VIKAN 13