Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 4

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 4
VOLKSWAGEN FLYGUR UT ALLTAF FJOLGAR VOIKSWAGEH Siðan i agust s.l. eru 160 ánægðir eigendur, akandi í Volkswagen — árgerð 1963. — Þið sem eruð að hugsa um að eignast Volkswagen ættuð að hafa samband við okkur sem allra fyrst. vv m Heildverzlunin IIEKL4 h.I Hverfisgötu 103 - Simi 112 75 1 þessum manuði afhentum við 500. Volkswagen-bílinn, sem við höfum afgreitt á þessu ári. Við ætluðum að sýna yður mynd af honum, ... en því miður, viðskiptavinurinn gat ekki beðið eftir ljósmyndaranum, en það gerir sjáifsagt ekkert því að allir þekkja Volkswag- en. — Jafnvel amma þekkir út- litið. tSk m M Æk Kvalastundir ... Kæri Póstur. Ég sá um daginn í Póstinum, að stelpa á mínum aldri kvartaði und- an spilatíma. Ég er 10 ára. Mér finnst það mestu kvalastundir að vera í handavinnu. Ég er sein og alltaf á eftir öllum með handavinn- una. Ég er með lambakrullur eins og sumir kalla það og mjög freknótt. Stelpurnar, sem eru með mér í tím- um, eru alltaf að stríða mér og stinga nálum í hárið á mér og segja, að það sé ágætur nálapúði. Og svo segja þær, að ég máli freknumar til að gera mig sætari, og svo skelli- hlæja þær. Svo hef ég stutta fing- ur og get illa beitt nál. Og svo leið- ist mér handavinnan ákaflega. Finnst þér, Póstur minn, að ég eigi að reyna að fá að sleppa handa- vinnunni í vetur? Með von um birtingu, Handavinnuhatandi. -------Ef þú skeytir ekkert um þessa stríðni í krökkunum, hætta þeir fljótt að stríða þér; það end- ist enginn til að stríða nema þeim sem strítt er sé stríðni í því. — Mér finnst þú umfram allt eiga að halda áfram í handavinnunni, þótt þér finnist hún leiðinleg svona fyrst í stað. Ef dæma má af bréfinu þínu, þá virðist þér ýmislegt gefið fram yfir jafn- aldra þína, því að bæði er bréfið vel samið, vel skrifað og auk þess nokkurn veginn laust við ritvill- ur. Svo að krökkunum ferst ekki að vera að stríða þér, þótt þeir kunni kannski ögn betur en þú að beita nál. Hringlandi ... Kæri Póstur. Ég kaupi alltaf Vikuna og þykir gaman að lesa hana, allt, sem blað- ið hefur að flytja og þá sérstaklega myndasögurnar, sem eru allar hun- ang, og þó — það er þetta með hana Júllu Jóns, ég skil það ekki vel og þætti mjög vænt um, ef þú gætir útskýrt það dálítið betur fyrir mér. Þegar sagan byrjaði, átti Júlla þessa líka fínu hattaverzlun og lifði flott, ef svo má segja. Jæja, hún bjó með stúlku, sem nefnd var Eva, og hvort hún var þá systir, dóttir eða vinkona hennar, man ég ekki. Hún (Eva) var svo hálftrúlofuð prýðispilti, sem nefndur var Hauk- ur. Svo var það hún Dúna, sem Eva bjargaði alveg með einni snyrtingu og sem var næstum búin að klófesta Hauk frá Evu sinni. Síðan selur Júlla hatt, já þennan flotta hatt (stoltið hennar), en svo kemur það í ljós, að maðurinn, sem keypti hattinn, keypti hann handa ösnunni sinni og Júlla varð bálvond. Var það nema von? En hvað skeður?: Verzlunin hverfur, asnan og eigandi hennar — allt hverfur og Júlla er komin heim til pabba og Evu syst- ur (sömu Evu og fyrst?), og það, sem meira er, hún virðist vera í ástarsorg. Svo kemur Lísa systir, heimskonan mikla, tekur Júllu með sér í skemmtiferð, og þá kynnist hún manni, sem heitir Bent, en svo allt í einu heitir hann Þór. Ég fer fljótt yfir, en ég vona, að þú skiljir, hvað ég á við. Og svo eitt enn: Eva hefur, að ég held, alltaf heitið Eva, en í tveim síðustu blöðum þá heitir hún Anna. Mér þætti mjög vænt um ef þú vildir nú gefa mér skýr- ingar á þessu, því að þetta er alls ekki leiðinleg saga, mér finnst bara vanta eitthvað ... Bið svo að heilsa öllum þarna við blaðið. Kveðjur, --------Líltlega stafar þetta af því, að í miðjum klíðum var skipt um þýðanda í myndasög- unum, og hefur sá, sem við tók ekki áttað sig á að þýða öll þessi ógrynni af nöfnum eins og fyrir- rennari hans. Svo getur líka ver- ið, að Eva sé stundum bara köll- uð Anna og Bent Þór, eitthvað í áttina við bræðurna fimm, sem hétu allir Jón nema Guðmundur, sem var kallaður Siggi — eða eitthvað svoleiðis. Háir hælar ... Elsku Vika. Viltu ekki benda þessum skvísum, sem ganga um götur bæjarins í síð- buxum (og látum það vera), að það sé hryllilega ósmekklegt að ganga í háhæluðum skóm við síðbuxurnar. Þrjár smekklegar. Blöðin hækka ... Kæra Vika. Ég varð vitni að heldur leiðinlegu atviki nú um daginn. Þetta var dag- inn, sem blöðin hækkuðu í verði, og veit ég ekki nema það gæti verið orsökin. Jæja, ég ætla ekki að orð- lengja þetta: Ég kom inn í verzlun hérna á Laugaveginum þennan um- rædda dag. Sem ég stend inni í verzluninni og bíð eftir afgreiðslu, vindur sér inn blaðsöludrengur og býður Vísi til sölu. „Nei, góði minn,“ svaraði afgreiðslupían, „en leyfðu mér aðeins að líta á hann.“ Veslings krakkinn þorði ekki annað en hlýða afgreiðslupíunni, sem var mikil á velli og heldur ófrýnileg. Svo tekur pían blað af stráksa og byrjar að lesa — og þá ekkert „aðeins“ eins og hún hafði lýst yfir. Ég var inni í búðinni allan tímann meðan hún var að lesa blaðið, og ef ég hefði haft jafnmikinn tíma til að lesa umrætt blað og stúlkan var að lesa það, hefði ég vafalaust kunnað allt innihald þess utan að, jafnvel aug-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.