Vikan


Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 17

Vikan - 25.10.1962, Blaðsíða 17
Kom, sá og sigraði. Þetta er engin önnur en þýzka leikkonan og þokkadísin Christine Kaufman. Já, það er al- veg rétt, — það er einmitt hún, sem olli því, að Tony Curtis sleit hjónabandi sínu og leik- konunnar Janet Leigh, en þau höfðu verið gift lengur en títt er um leiklistarfólk í Hollywood. Ungfrú Kaufman er bráðung, aðeins 17 ára, en Tony 36, svo að aldursmunurinn er tölu- verður. Janet Leigh, eiginkonu Tonys, varð líka að orði, þegar hún heyrði sagt frá samdrætti manns hennar og ungfrú Kaufman: Þetta er fjarstæða. Ég hef enga trú á þessu. Það virðist svo sem frú Curtis hafi skjátlast, — að minnsta kosti er hún búin að missa Tony sinn — og það sem meira er — búin að gifta sig aftur!! SVAVAR GESTS SKRIFAR UM ■MiNMPHIMlpjB ftv'V, N . % % Æ lÉÍlÍÍÍIIlÍIIlllil:-: liittlll IIIIIIII;iIlI??IwIií lilliiiilíil ll-ÍÍÍilIiiÍiIiIlilÍIii^ÍÍlIÍiiii Nýjar hljómplötur Bobby Vinton: Roses are red og You and I. Nýr söngvari, nýtt lag og ný metsöluplata. Roses are red hefur verið í efsta sæti á vin- sældalistanum í USA í alllangan tíma. Þetta er fallegt rólegt lag og ólíkt mjög allri þeirra hávaðamúsík, sem dægurlagaverksmiðjurn- ar vestra hafa sent frá sér undanfarin 4—5 ár. Þetta lag fellur áreiðanlega í smekk íslendinga og þó að söngur Bobby Vinton sé hvorki fugl né fiskur þá mun þetta verða plata, sem á eftir að ná miklum vinsældum hér á landi. Síðara lagíð er hið gamla og góða You and I, sem hér er í hálfgerðri rokk- útsetningu, en söngurinn og útsetningin þannig að lagið þekkist varla. Mun lakari hlið en Roses are red. — EPIC-hljómplata, sem fæst í Drangey, Laugavegi 58. listans beggja vegna Atlantshafsins í marga mán- uði og ekki skemmdi það fyrir, að þegar lagið fór að dala þá var gerður texti við það, hinn ameríski söngvari Andy Williams söng það inn og aftur komst „Stranger on the shore“ í efstu sætin. Lítið einfalt lag, sem hefur selzt í tveim milljón- um eintaka á hljómplötum og gefið höfundinum fjórar milljónir króna vegna STEF-gjaldanna. Gamia myndin Þetta er hin skemmtilega hljómsveit José Riba, sem lék í Silfurtunglinu þegar það opnaði fyrir 7 árum. Hljómsveitin lagði mikla áherzlu á suð- ræna músík og vakti mikla athygli fyrir líflegan leik. Einar Jónsson, trommur (hann hefur víða leikið síðan og lengst af í samkomusal Kópavogs- bíós), Sigurður Guðmundsson, píanó (er í TT- tríóinu í Leikhúskjallaranum), Jóhann Gunnar Halldórsson, harmonika (hefur leikið í Ingólfs- café og víðar undanfarið), José Riba (var hljóm- sveitarstjóri á Hótel KEA s.l. sumar, en leikur annars með Sinfóníuhljómsveitinni). Fjórar milljónir fyrir eitt lag. Plaim heitir Acker Bilk og er enskur. Leik- ur á klarinet og stjórnar frægustu Dixie- landhljómsveit Englands. Fyrir tæpu áiú var han fenginn til að leika tólf lög inn á plötu með aðstoð strengjahljómsveitar. Á lciðinni til plötuupptökunnar mundi hann eftir því að hann hafði lofað að semja eitt lag af þessum tólf. Hann dró umslag upp úr vasa sínum og í leigubifreið um götur Lundúnaborgar á leið til hljómplötuupptök- unnar samdi hann lagið „Stranger on the shore“, sem hefur skilaö honum í höfundar- laun fjórum milljónum króna. Lagið hefur verið í efstu sætum vinsælda- Vllí AN |7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.