Vikan - 22.04.1964, Side 4
kynnt sér upplýsingar Neytenda-
samtakanna um vörur og vörugæði,
þá fer nú á seinni árum, mjög í
vöxt, að margskonar iðnaðarvörur
séu framleiddar með það fyrir aug-
um, meðal annars, að ending þeirra
verði lítil. Aðeins fáein ár. Enda
þótt með sáralitlum aukakostnaði,
mætti gera vöruna langtum varan-
legri og traustari. Viðleitni þessi,
er leitast við að gera sem flestar
vöurtegundir að endingarlitlum
tízkuvörum, færir þau rök fyrir
sínum málstað, að þetta sé eina
leiðin til að tryggja verksmiðju-
iðnaðinum næg verkefni á komandi
tímum, þar sem afkastageta hans
eykst með risaskrefum ár frá ári. Þetta er vafalaust góð
og gild rök í augum framleiðandans. En fyrir neytandann
er þessi þróun mjög víðsjárverð. Hlutur, er áður entist
í 10—20 ár, með tiltölulega litlum viðhaldskostnaði, verður
nú ónýtur á 5—6 árum, þrátt fyrir mikinn viðhaldskostn-
að.
Hér á landi standa nú fyrir dyrum almenn kaup á sjón-
varpsviðtækjum. Þar sem íslenzkt sjónvarp mun vafalaust
taka til starfa innan skamms. Þar sem útvarps- og sjón-
varpsviðtækin eru í þeim flokki, er tízkuvöruframleiðslan
er langt komin að leggja undir sig, er hætt við að marg-
ur geti hér keypt köttinn í sekknum á komandi árum.
Þar sem hæði þarf talsverða tæknikunnáttu og mikla
reynslu í viðtækjaviðgerðum, til þess að geta séð í fljótu
bragði, hvort sjónvarps- eða útvarpsviðtæki er líklegt til
að reynast vel eða illa,
þá er hinn almenni við-
tækjakaupandi eðlilega
alveg varnarlaus gagn-
vart tízkuvörunni. Við-
tækjavinnustofan hefur
þess vegna talið það
hlutverk sitt, meðal ann-
!ars, að aðstoða væntanlega sjón-
varpsnotendur við útvegun á vönd-
uðum sjónvarpsviðtækjum . í því
. skyni hefur hún útvegað sér, til
^athugunar og reynslu, sýnishorn af
H^viðtækjum frá ýmsum sjónvarps-
! tækjaverksmiðjum. Árangur þess-
t arar könnunar varð sá, að við-
| tækin frá Bang & Olufsen í Struer
’ 'við Limafjörð, reyndust bera af
| hvað snerti vandaða vinnu. Enn-
T fremur voru viðtæki þeirra í
fremstu röð, bæði hvað snerti tón-
; gæði og góða mynd.
Það geta þess vegna talist gleði-
tíðindi fyrir væntanlega sjónvarps-
notendur hér, að Viðtækjavinnu-
stofan hefur nú náð samningi við
B. & O., um sölu á sjónvarpsvið-
tækjum til íslands, með svo hag-
stæðu verði, að viðtækin verða
jafnvel ódýrari en megnið af
„tízku“viðtækjunum. Viðtækja-
vinnustofan mun leitast við að hafa
eitthvað af sjónvarpsviðtækjum frá
B. & O. fyrirliggjandi, eftir því
sem við verður komið, en að öðrum
kosti útvega þau með litlum fyrir-
vara.
Mjninnusttíon
Loumvegi 178
»
Gamlar
kerlingabækur...
Póstur minn!
Viltu segja mér hvort ég hefi
gert rétt með strákinn minn þeg-
ar hann var lítill. Hann var —
og er — örvhentur, og ég gerði
ekkert til þess að reyna að leið-
rétta það, og allra sízt að þvinga
hann á nokkurn hátt. Nú er
hann orðinn stór strákur og far-
inn að vinna fyrir sér, en sætir
oft aðkasti vegna þess að hann
notar meira vinstri höndina. Hef
ég gert rangt?
P.S. Hvernig er skriftin?
Guðrún J.
—-------Ég held að flestir séu
sammála um það, að þú hafir
gert rétt. í flestum tilfellum
skiptir það alls engu máli fyrir
viðkomandi, hvort hann notar
heldur vinstri eða hægri hönd,
og þau atvinnutilfelli eru mjög
fá, þar sem nauðsynlegt er að
nota þá hægjri meira. Það er
helzt þar sem um sérstök verk-
færi eða tæki er að ræða, sem
eru þannig gerð, að menn þurfa
að nota hægri hendi við þau.
Flestir geta þó lært það prýði-
lega, þótt þeir séu örvhentir.
Áður fyrr var mönnum það
ekki ljóst, að ef börn voru þving-
uð til að nota hægri hönd, gat
það haft alvarlegar sálfræðilegar
afleiðingar, en þá þótti sjálfsagt
að allir héldu á penna í hægri
hendi. Nú skilja menn þetta bet-
ur og leyfa börnum að ráða hvora
höndina þau nota, enda verður
skriftin ekkert verri þótt hún sé
gerð með þeirri vinstri, — nema
síður sé. Það er nefnilega oft svo,
að örvhent fólk er liprara í hönd-
unum og jafntækara til þeirra.
Nei, hafðu engar áhyggjur.
Þetta eru gamlar kerlingabækur
og ekkert annað.
P.S. Þú hlýtur að vera örv-
hent — þú skrifar svo vel.
Brot í terrylene...
Góði bezti Póstur!
Hvað á ég að gera við terry-
léne-buxurnar mínar? Konan
mín tók upp á því að pressa þær
um daginn, og setti óvart í þær
tvöfalt brot öðru megin, og nær
því ekki úr aftur.
G. J. A.
--------Reyndu að senda þær
í efnalaug til pressunar, því þær
hafa stór og mikil verkfæri til
þess. Annars mun vera mjög erf-
itt að ná brotum úr terrylene,
þegar þau eru einu sinni komin.
—• Því miður, eða sem betur fer!
Til þess eru þær...
Kæra Vika!
Það kemur ekki oft fyrir, að
ég fari í bíó, en það kemur þó
fyrir. Ég fór t.d. í Háskólabíó í
gærkvöldi, og það var næstum
fullt, þegar ég kom. Það var set-
ið út við alla ganga, en inn á
milli voru alls staðar laus sæti,
en hvergi nema eitt. Þetta getur
verið fjári óþægilegt, því maður
vill gjarnan sitja hjá þeim, sem
maður fer með. En þetta endaði
með því, að við, þessi þrjú, sem
vorum saman, urðum að setjast
með löngu milibili hér og þar
um bekkina. Er ekki hægt að
koma því svo fyrir, að heldur
sé reynt að skilja auðu sætin
eftir hlið við hlið? Það er eins
og fólk óttist hvað annað, þegar
það þorir ekki að setjast við
hliðina á náunganum, en telur
öruggara að hafa svona eins og
eitt sæti í milli. Er ekki hægt að
hafa eftirlit með þessu?
Þökk fyrir allt gott.
M. Sv.
—-------Háskólabíó er svo stórt
hús, aS ég býst varla við aS svona
háttalag komi að sök að öllu
jöfnu, en víst er þetta hvimleitt.
En þegar það hendir, er galdur-
inn ekki annar en sá, að kalla
í sætavísurnar. Ég er viss um,
að þær myndu ganga röggsam-
lega fram fyrir skjöldu og þrýsta
feimna fólkinu betur saman í
sætunum.
Með agalega smart
augu...
Kæri Póstur!
Ég hef stundum lesið VIKUNA
og þá hef ég alltaf byrjað á því
að lesa Póstinn, og þar hef ég
séð að þú hefur reynt að svara
ýmsum spurningum.
Nú langar mig að spyrja þig
um svolítið. Ég kannast við strák
í Reykjavík. Ég er voða hrifin
af honum og mig langar voða
mikið til að kynnast honum náið.
Hvað á ég að gera? Ég á ekki
heima í Reykjavík heldur stutt
frá og kem stundum suður.
Ég þekki frænda hans. Hann