Vikan - 22.04.1964, Síða 5
er bekkjarbróðir minn. Það get-
ur verið að ég fari austur í sum-
ar að salta. A ég að skrifa hon-
um og biðja hann um að koma
austur (til dæmis að ráða sig á
bát). Ég bið þig að svara þessu
sem fyrst. Ein í vanda.
Þ. G. S.
P.S. Hann er þremur árum eldri
en ég og með agalega smart augu
og kolsvart hár. Bið þig að fyr-
irgefa klórið.
--------Þetta er nú ekki alveg
glöggt. Er það frændi þinn, sem
er bekkjarbróðir þinn, eða er það
strákurinn, sem er bekkjarbróð-
ir þinn? Og ætlarðu að skrifa
frænda þínum og biðja hann að
koma austur eða ætlarðu að
skrifa stráknum. Ég get ekki
svarað þessu frekar, meðan meg-
inatriði málsins eru svona mjög
á reiki.
Hvað kostar Vikan ... ?
Grænahrauni, 31. jan. 1964.
Mig langar að vita hvað VIK-
AN kostar yfir árið.
Valþór Ingólfsson,
Grænahrauni, Hornafirði.
--------f blaðhaus VIKUNNAR
stendur, að áskriftargjaldið sé
300 Icrónur fyrir ársþriðjunginn,
og myndi þá ekki ársgjaldið vera
900 krónur?
U Þórarinn...
Getur þú sagt mér, kæri Póst-
ur, hvað U-ið þýðir fyrir fram-
an nafn framkvæmdastjóra Sam-
einuðu þjóðanna, U Thant.
Kunningi minn heldur því
fram að það sé nokkurskonar
fornafn, en ég segi að það sé
titill. Hvor hefur rétt fyrir sér?
Þórarinn B. G.
---------Þú hefur rétt fyrir þér,
Þórarinn. U-ið er titill, sem karl-
menn hafa í efri stéttum, þegar
þeir eru orðnir 30 ára eða eldri.
Það hefur svipaða merkingu og
orðið Sir í enskunni, þegar það
er notað sem titill — en ekki að-
eins í kurteisisskyni.
Lögin og tonnin ...
Kæri Póstur!
Mig langar til að þú svarir
þessu bréfi.
Ég var að ganga í bænum kvöld
eitt, þá hitti ég vin minn, sem
spurði hann, hvort hann mætti
keyra svona stóran bíl? Hann
sagði, að bíllinn væri skráður
5 tonn á grind og hann hefði oft
keyrt á honum 6,5 tonn þótt
hann hefði ekki nema minna
prófið og lögreglan hefði ekkert
sagt. (Ég tek það fram að skír-
teini vinar míns er gefið út 1962)
Faðir minn á vörubíl sem er að
öllu leyti eins og 5 tonna bíll-
inn, nema hann er skráður 7,3
tonn á grind. Ég veit að ég má
ekki keyra stærri bíl en 5 tonn,
en af því að bílarnir eru að öllu
leyti eins nema þessi 2,3 tonn
sem bíll föður míns á að vera
sterkari, þá fékk ég hann lánað-
an öðru hverju. Það gekk allt
vel þangað til ég var tekinn af
lögreglunni, vegna þess að henni
fannst ég vera of ungur við stýr-
ið. Ég var spurður hvort ég hefði
meira próf? Ég kvað nei við og
spurði (bara í gamni) hvers
vegna ég mætti ekki keyra bíl-
inn? Þá sagði lögreglan að það
hefðu komið ný lög 1961 og þeir
sem hefðu tekið próf fyrir þann
tíma, mættu keyra hvaða vöru-
bíl sem er, en mitt skírteini er
skráð 1962 og þess vegna mætti
ég ekki keyra svona stóran bíl,
og bætti svo við, að ég yrði tek-
inn næst.
Ég spyr: Finnst þér þetta ekki
skrýtin lög. Þegar vinur minn
má keyra með 6,5 tonn á 5 tonna
bíl, þá má ég ekki keyra bíl
föður míns, ekki einu sinni tóm-
an þótt hann sé að öllu leyti eins
og 5 tonna bíllinn nema 2,3 tonn-
um sterkari.
Takk fyrir allt gott. S. H.
----------Hver segir, að vinur
þinn megi keyra 6,5 tonn á 5
tonna bíl? Það sem máli skiptir
í þessu sambandi er það, hvernig
bíllinn er skráður. Samkvæmt
lögunum má á venjulegu minna
prófi, teknu fyrir lagabreyting-
una 1961, aka vörubíl sem er allt
að 5 tonn að burðarmagni. Hins
vegar myndi enginn banna þér
að aka með 7 tonn á fjögurra
manna bíl, ef liann gæti borið
þau svo vel, að engum þætti það
athugavert. Hvort lög eru skrýt-
in eða ekki — það er skrýtið að
þurfa endilega að reyna að fara
í kringum þau. Annars bendir
réttritun á bréfinu til þess, að
þú sért ekki kominn gegnum
barnaskóla.
frá Vesturþýzka firmanu Echtenia voru áber-
andi smekklegustu og vönduðustu sólgleraugu
á vörusýningunni í Frankfurt í febrúar s. I.
Heildsölubirgðir: H. A. TUUNÍUS - Heildvenlon
Takmarkið er að hafa aðeins þekkt merki og
því aðeins beztu fáanlega vöru á heimsmark-
aðnum hverju sinni.