Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 22.04.1964, Qupperneq 6

Vikan - 22.04.1964, Qupperneq 6
Allir menn eru með þeim ósköpum gerðir, að þeir hafa gaman af að reyna hæfni sína og gáfnafar. Margir hafa riðið á vaðið og virkjað þessa ástríðu mannsins sér til fjár, með því að búa til margvísleg gáfnapróf, sem hver og einn getur lagi fyrir sig í tómstundum. Flest eiga þessi próf það sameiginlegt, að þau eru heldur fáfengileg, og sá má vera mjög í heimskara lagi, sem ekki getur reiknað sér allgóða gáfnavísitölu út úr þeim. En nú höfum við rekizt á gáfnapróf, sem er raunverulega gert á vísindaleg- an hátt — ekki til þess að hafa hégóma- gjarnt fólk að gabbi — heldur til þess raunverulega að komast að gáfnafari hvers og eins — finna út hve skært logar á perunni. Þetta gáfnapróf er í nýlega útkominni bók um þetta efni, eftir enska prófessorinn H. J. Eysenk. Þetta eru 40 spurningar, og sá sem ræð- ur þær, má ekki vera lengur en 30 mínút- ur í allt. Sumar spurninganna eru lúmskar — eru þyngri en þær virðast vera, aðrar léttari, aðrar aftur þrælslega samanreknar og mjög erfiðar, og loks eru sumar svo léttar, að það þarf varla að hugsa um þær. Við höfum þýtt þetta gáfnapróf til þess að íslenzkir lesendur geti komizt að hinu sanna um gáfnafar sitt. Víðast hvar er þýðingin orðrétt, en í sumum spurningum, sem byggðust eingöngu á þekkingu á sænskri tungu, neyddumst við til að breyta alveg um og láta í staðinn íslenzkar hliðstæður, en í þeim dæmum var farið í einu og öllu eftir sænsku fyrirmyndinni. Sama er að segja um þau dæmi, sem leidd eru af stafróf- inu; hér eru þau staðfærð fyrir íslenzkt stafróf, sem er að vissu marki frábrugð- ið öðrum. Ábendingar — aðrar en þær, sem koma fram í hverri spurningu fyrir sig eru engar, nema hvað einn punktur innan sviga táknar einn staf, sem þar á að vera. (...) táknar t. d., að þrír staf- ir eigi að koma inn í svigann. — Þar sem sagt er í dæmi: eftir sama kerfi — er átt við það kerfi, sem dæmið sjálft segir til um. Og þá er bezt að byrja. Fáið ykkur blýant, blað og klukku og byrjið. Eftir 30 mínútur hættið þið, hvar sem þið eruð stödd, flettið upp á ráðningunni og reiknið út gáfnafar ykkar. 1 Haldið áfram með töluröðina, og bætið einni tölu við eftir sama kerfi: 8 12 16 20 2 Hver hinna sex númeruðu flokka, á að standa í auða reitnum? fSkrifið númerið í reitinn). ooo ooo ooo o o o o o o ooo Bætið inn í orðinu, sem vantar í svigann: nakin (ber) ávöxtur suddi (. .)klukka 8 Bætið inn í svigann sjálfstæðu, íslenzku orði, sem lýkur fyrra orðinu en byrjar hið síðara. (Ábending: Orðið á að tákna dýr). O (....) LT Haldið áfram með stafaröðina, eftir sama kerfi: A D G L R — o o oo o o o o o o o o o o o o o oo o o o oo o I o o 2 3 o o 0 o o o o o 4 5 6 Hver hinna númeruðu teikninga á að vera í auða reitnum? (Skrifið númerið í reitinn). 0» 40 © $ 8 €Ð<30n 3 Strikið undir orðið, sem ekki á samstöðu með hinum: ljón refur gíraffi síld hundur Haldið áfram með töluröðina og bætið við tveim tölum eftir sama kerfi: 6 9 18 21 42 45 — — 5 Strikið undir það nafn, sem ekki á samstöðu með hinum: Júpiter Appollon Marz Neptúnus Merkúríus 6 f eftirskráðum stafahópum dylzt sitt borgar- nafnið í hverjum. Strikið undir nafn þeirr- ar borgar, sem ekki er í Evrópu: LIONAM VOKSMA GATHWONNIS DIMRAD SAPIR. 12 3 o «p 8 4 6 11 Bætið inn í tölunni, sem vantar. g — VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.