Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 22.04.1964, Qupperneq 11

Vikan - 22.04.1964, Qupperneq 11
John Rader Platt, þekktur amerískur eSlisfræðingur og höf- undur þessarar grein- ar, ræSir um greindar- prófun og nauðsyn þess að afburðagáfur séu uppgötvaðar nógu snemma. Hann telur líklegt, að afburða- fólk muni safnast á á- kveðna staði, t.d. þar sem vísindalegar rannsóknir fara fram í stórum stíl. Þar gætu vegna inn- byrðis giftinga komið fram Einsteinar, New- tonar og Mozartar í hundraðatali við stökk- breytingu á gáfnafari. í ungdæmi mínu var náungi nokkur í bænum, sem mér er sér- staklega minnisstæður, bezti ná- ungi, en furðulíkur górilluapa. Hann hafði langa og loðna arma og var öllum meiri um barm. Og þegar hann hló, og það gerði hann oft, ætlaði allt um koll að keyra. Þannig hlyti górilluapi ein- mitt að hlæja, hugsaði ég, ef hann gæti á annað borð hlegið. Seinna jókst svo þessi næm- leiki minn að mun fyrir því, sem sviplíkt var með einstökum mönnum og vissum dýrum. Það fór að verða mér einskonar íþrótt að finna hverjum manni og konu, sem ég kynntist, samsvörun í dýraríkinu. f hópi skólakennar- anna kynntist ég til dæmis mennskum hliðstæðum stór- hunda, fjárhunda og bolhunda. Og ekki nóg með það — grasa- fræðikennarinn, sérlega vel lát- inn af öllum, minnti mig alltaf á óuppbúið rúm, auk þess sem hann talaði eins og svæfill. En undarlega er það, hve and- lit mannsins sjálfs hættir strax að vekja athygli okkar, ef hann ber það með sér, að hann skarar að einhverju leyti framúr, eða er áhrifasterkur persónuleiki. Kynnzt hef ég undarlega ljótum mönnum, en um leið og þeir byrjuðu að tala, hætti ég að taka eftir því. Ég hef verið í sam- kvæmi með forljótum mönnum, en fluggáfuðum, og það var ekki einungis að þeir næðu slíku valdi á öllum viðstöddum með máli sínu og framkomu, að ljótleiki þeirra gleymdist gersemlega, heldur er ég þess fullviss að fæst- ir mundu á eftir, hvað hafði ver- ið etið þarna og drukkið. Þannig kemst maður fljótt að raun um, að það er ekki útlitið, sem mestu máli skiptir. Og eftir því, sem við lærum Eitt fremsta stórséní allra tíma: Leonardo da Vinci. Platt telur líklegt að hann hafi haft greind- arvísitölu 190 ásamt Archimedes, Newton og Gauss. að þekkja fleiri menn, verður okkur einnig ljóst, að þeir ein- staklingar eru að minnsta kosti ekki færri, sem svipar andlega að einhverju leyti til vissra dýra, en hinir, sem svipar til þeirra að útliti. Menn, sem ganga með einhverja andlega smíðagalla, sem minna á útstæð eyru eða kafloðna arma. Um leið kynn- umst við líka mönnum, sem eru svo fullkomnir að andlegri gerð, að ekki verða þar sameiginleg svipeinkenni með nokkurri skepnu fundin — en fáir eru þeir, og þó hafa þeir sennilega verið fátíðari áður, og kannski er þar um nýja, andlega manngerð að ræða. Forvitnilegt er að gera sér grein fyrir þeim mismun, sem er á hugsun manna. Einkum að þrennu leyti . . . á hugsun karla og kvenna, á hugsun fluggáfaðra og heimskra og loks hugsun manna með ólíkum sköpunar- hæfileikum. Það er margvíslegur munur á hugsun karls og konu, og skoplegur á stundum, að okk- ur finnst. Hringi eiginmaðurinn heim til konu sinnar og segi henni þau tíðindi, að hann hafi ekið á sendibíl frá verzlun, verð- ur henni fyrst á að spyrja: „Frá hvaða verzlun?“ Er þetta sprott- ið af mismunandi gerð heila og taugakerfis eftir kynjum? Eða myndast hann fyrir uppeldisáhrif og ólíka afstöðu hinna fullorðnu gagnvart piltinum og stúlkunni? Sagt er að í Sovétríkjunum séu konur körlum fjölmennari í læknastétt, og 30% af vísinda- mönnum þar kvenkyns. Vestan- tjalds munu hlutföllin önnur og kannski vantar þar eitthvað á fullt jafnrétti kvenna við karl- menn á því sviði. Aftur á móti leggja þar mun fleiri konur en karlmenn stund á tónlistarnám og tónlistarkennslu, enda verður ekki annað sagt en að þar ríki fyllsta jafnrétti með kynjunum. Samt sem áður eru karlmenn konum mun fjölmennari í hin- um fámenna hópi tónlistarsnill- inga. Þá munu og að minnsta kosti allt eins margar konur og karlar fást við ritstörf og skáld- skap, og margar ná þar mjög þokkalegum árangri — en fáar nokkuð fram yfir það. Það kvað vera sannað með rannsóknum, að mun fleiri karlar en konur séu haldnir þeim ágalla, sem kallast litblinda. Kannski er listræn sköpunargáfa eitthvað svipað af- brigði, ekki fyllilega eðlilegt fyr- irbæri. Þá er það sá mismunur, sem er hvað augljósastur, en um leið örðugast að ræða. Aðstaðan er nefnilega oft og tíðum þannig, að helzt má ekki á hann minn- ast, hvað þá meir. Áreiðanlega er þó fyllilega tímabært, að vís- indamenn og aðrir sérfróðir segi þar álit sitt umbúðalaust, því að öll okkar framtíð byggist kannski fyrst og fremst á því, að við gerum okkur ljósa grein fyrir því vandamáli. Það er nefnilega opinbert — en um leið hræðilegt leyndarmál, að það er gífurlegur munur á gáfnafari manna. Jú, vitanlega viðurkennum við það — svona í stórum dráttum. Við viðurkennum það báðir, kinnroðalaust, að við séum ekki neinir jafningjar Einsteins sál- uga. Sum okkar hafa gengið undir svokallað gáfnapróf, börn Þa® hefur verið gagnrýnt, að gáfnapróf séu ekki mælikvarði á framúrskarandi sérgáfur. Ekki er til dæmis gott að ætla á það, hvað framúrskarandi tónsnilling- ur eins og Verdi hefði fengið í útkomu úr prófi eins og þessu. Brezki heimspekingurinn og rit- höfundurinn Bertrand Russel er einn þeirra manna núlifandi, sem Platt getur sér til að hafi greind- arvísitölu 180. okkar jafnvel líka, svo að við vitum okkar eigið gáfnastig og barna okkar. Að sjálfsögðu eru niðurstöðurnar á stundum þann- ig, að við leyfum okkur að draga þær mjög í efa, en jafnvel þó að þær séu ekki þannig, verðum við aðt halda þeim leyndum — við getum ekki gengið á samstarfs- menn okkar og kunningja, krafið þá um niðurstöðurnar af þeirra gáfnaprófi og borið þær saman við okkar, því að þá eigum við á hættu að þeir annaðhvort líti niður á okkur, eða vilji alls ekki líta á okkur á eftir. Einmitt þess vegna gerast margir sálfræðingar gáfnapróf- um nú heldur andsnúnir. Þeir segja að fyrst og fremst séu þau ekki með öllu áreiðanleg, í öðru lagi geti niðurstöður þeirra skap- að tilfinningaleg vandamál, og í þriðja lagi sé þar lögð megin- áherzlan á hæfni til að leysa stærðfræðilegar þrautir og ná- kvæmrar skligreiningar hugtaka, en lítið sem ekkert tillit tekið til ýmissa annarra mikilvægra hæfi- leika. Engu að síður verð ég að nota gáfnaprófin til viðmiðunar og ljósari skilnings á máli mínu. Þau eru, þótt gölluð séu, eini mælikvarðinn, sem við höfum á þann gífurlega mismun, sem er á gáfnafari manna. Þessi regin- munur er eitthvert mikilvægasta atriði mannlífsins frá sjónarmiði sálfræðinnar, og ég geri fastlega ráð fyrir að hvergi verði fram- hjá honum gengið, þar sem hár- skarprar skilgreiningar er þörf. Framhald á bls. 31. VIKAN 17. tbl. —

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.