Vikan


Vikan - 22.04.1964, Síða 18

Vikan - 22.04.1964, Síða 18
Grein Zola vakti gífur- legt rót og æsingu um allt Frakkland. I>eim fjölgaði dag frá degi meðal mennta- manna, listamanna og rit- höfunda sem slógu skjald- borg um skáldið, og al- þýða manna tók líka smám saman að búa sig undir það að endurskoða afstöðu sína til Dreyfusarmálsins. Mikill meirihluti þjóðar- innar krafðist þess þó, enn sem fyrr, að Dreyfus yrði látinn þola hörðustu refs- ingu. Hvað yfirvöldin snertií, þá var þeim enn mest í mun að ekki yrði hróflað við Dreyfusarmálinu, og ríkisstjórnin hugðist því krækja fyrir kelduna á þann hátt, að höfða meið- yrðamái gegn Zola fyrir eina „ákæru“-málsgtrein hans —- þá, að herréttur- inn hefði sýknað Esterhazy greifa samkvæmt skipun. Eftir réttai-reglunum var Zola þá heimilt að leggja fram sönnunargögn gegn Esterhazy, en ekki koma kistunum, meðfram veggj- unum og á stigaþrepum. Kviðdómurinn var skipað- ur mönnum úr borgara- stétt, sem bersýnilega fóru allir hjá sér andspænis svo mörgum herforingjum í fullum skrúða og öðrum mektarmönnum. Emile Zolia fór aftur á móti ekki hjá sér, þar sem hann sat, holdskarpur og alvarlegur, á sakabekk, og handlék göngustafinn sinn annars hugar. Við hlið hon- um sat útgefandi „L'Aur- ora“, sem lögum samkvæmt var ákærður sem meðsek- ur. Að baki þeim sat verj- andi Zola, hinn ungi og harðskeytti lögfræðingur, Fernand Labori, og hræð- urnir, Georges og Albert Clemenceau. Tilgangur Zola hafði fyrst og fremst verið sá, að yfirvöldin sæju sig tilneydd að taka upp aftur mál Dreyfusar, og þess vegna bað hann verjanda sinn að halda sem mest uppi vörn fyrir Dreyfus. I sambandi Alfreð Dreyfus heilsar að hermannasið, þegar hann stígur um borð í „Sfax“ á heimleið frá Djöflaeyju. Franska herforingjaráðið hafði látið liggja að því, að það mundi segja af sér á einu hretti, ef Dreyfus yrði sýknaður. Um allan heim vakti ákæra skáldsins Emile Zola at- hygli og aðdáun, en gífurlega ólgu og hatur í Frakk- landi. Ákæruskjali hans var brennt opinberlega, heim- ili hans grýtt, Gyðingaverzlanir brotnar upp, en sjálf- ur var Zola ákærður og stúdentar kröfðust dauðadóms yfir honum. En Zola hafði þegar unnið það afrek, að réttlætið hlaut fram að ganga. Götulýðurinn í París, sem áður vildi Dreyfus feigan var fljótur að snúa við blaðinu, þeg^r hann var sýknaður. Hér er Dreyfus hylltur á götu I París. Hann er á miðri myndinni með staf. Dreyfusarmálið 4. og sfðastl hlutl AÐLQKUM fram með neitt óviðkom- andi, t.d. Dreyfusarmálið. Þann 7. febrúar, 1898, hófust svo réttarhöldin í máli Zola. Múgur manns hafði safn- azt saman úti fyrir Dóm- höllinni. Setuliðið í París var til taks, ef á þurfti að halda. Réttarsalurinn var þröngt setinn áheyr- endum, og var það mislit hjörð — liðsforingjar, há- stéttarkonur, málafærslu- menn og hávaðasamir Gyð- ingahatarar, sem höfðu hol- að sér niður hvar sem sætt var; kringum dómarana og meðlimi réttarins, í glugga- — VIKAN 17. tbl. við vitnaleiðslumar var ógerlegt að komast hjá því að mál Dreyfusar bæri á góma, en Delagorgue dóm- ari var stöðugt á verði, og þessa fimmtán daga, sem réttarhöldin stóðu, kom hann hvað eftir annað í veg fyrir að vitnin svöruðu spurningum verjandans. með því að grípa fram í: — Spumingin kemur þessu máli ekki við. STÓRSKOTALIÐIÐ. Margir frægir og mikils- virtir menn á sviði vísinda og lista báru vitni göfug- um og óeigingjörnum tilgangi Zola, og Piquart ofursti —• eini liðsforing- inn, sem stóð með Zola —• fullyrti, að skjölin, sem lögð höfðu verið fram I Dreyfusarmálinu, væru föls- uð. En þessir vitnisburðir unnu ekki hið minnsta á þeim glufulausa vam- armúr samhljóða gagnvitnisburða forsvarsmanna hersins — m.a. hins glæsilega Pallieaux hershöfðingja, sem var einskonar persónugerving- ur hins stolta hers, á hvers skínandi heiðursskjöld hafði aldrei bliettur fallið; Gonse hershöfðingja, Bois- deffre herráðsforingja, hins háværa og mikilláta Henrys ofursta og Est- erhazy greifa, sem var svo frakkur í öllum sínum framburði, að furðu gegndi. Meira að segja jafn skarp- gáfaðir og framúrskarandi mælsku- menn og Clemenceau og hinn rót- tæki heimspekiprófessor og stjóm- málamaður Jaures, höfðu skammæ áhrif á móts við þetta stórskotalið. Herforingjaráðið hafði gefið það I skyn svo ekki varð um vililzt, að það mundi segja af sér umsvifalaust, yrði Zola dæmdur sýkn saka, og þótti hinum borgaralegu kviðdóm- endum því sem ekki væri um nema tvennt að velja — Zola eða franska herinn eins og hann lagði sig. Engu að síður reyndust f jórir af kviðdóm- endunum ófáanlegir til að bjarga vafasömum heiðri ríkisstjórnarinnar og hersins á kostnað sannleikans. Það tók kviðdóminn ekki nema

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.