Vikan


Vikan - 22.04.1964, Page 20

Vikan - 22.04.1964, Page 20
Hve skært logar á perunni Svör við gái'naprófi á bls. 6—8. 1 24. Talan eykst um fjóra í hvert sinn. 2 3. 3 Síld. Það er eini fiskurinn meðal fjögra fer- fætlinga. 4 90 og 93. Töluröðin er mynduð með því að margfalda næstu tölu á undan með tveimur og bæta þremur við á víxl = 45X2 = 90 og 90 + 3 = 93. 5 Apollon. Hann er eini gríski guðinn, hinir voru allir rómverskir guðir. Svo má líka segja, að allir hinir séu stjörnur í sólkerfinu. 6 Washington. Milano, Moskva, Madrid og París eru í Evrópu. 7 Úr. Það getur bæði þýtt suddi, úði, raki og klukka. 8 KISA (O KI SA LT). 9 Z. D er þriðji stafur stafrófsins frá A, G fjórði stafur frá I), L fimmti stafur frá G, R sjötti r.tafur frá L og Z sjöundi stafur frá R. 10 5. Teikningarnar í neðstu röðinni eru þær sömu og í efstu röðinni, nema hvað svart og hvítt hefur skifzt á. 11 39. Byrjið að margfalda 3 með 2 og draga 1 frá, þá 5x2—2, 8x2—3, 13x2—4 og loks 22x2—5 = 39. 12 4. 1 og 3 myndar par og sömuleiðis 2 og 5. I hvoru pari hallast önnur teikningin um 90 gráður, svart verður hvítt og hvítt svart. Teikning nr. 4 feliur ekki inn í þetta kerfi. 13 22. Til þess að fá út neðri töluna í hverjum reit á að tvöfalda efri töluna og draga frá einn í fremsta reit, síðan 2, 3 og 4. 13x2—4 = 22. 14 ÁS. 15 BORÐ ('SKRIF BORÐ FÓTUR). 16 13. Með því að leggja saman fyrstu og síðustu töluna í hverri láréttri röð, fæst miðtalan. 9 + 4 = 13. 17 Rusl. Tveir síðustu stafirnir alira hinna orð- anna standa í röð í stafrófinu. 18 4. Þarna eru þrjú ólík höfuð- og líkamsform á kettinum, þrenns konar skott og eitt, tvö eða þrjú veiðihár. Hvert atriði um sig er aðeins einu sinni í hverri lóðréttri eða lá- réttri röð. 19 GRAFA fSKURÐ GRAFA RI) 20 Laufey. Eyjarnar eru Lundey, Vigur og Skrúður. 21 16. Deilið tölunni að neðan til hægri í efstu töluna og tvöfaldið útkomuna. 22 2. 1 og 5 eru eins og snúa eins og sömu- leiðis 3 og 4. 23 GEFA. Tölurnar standa fyrir röð stafanna í stafrófinu. Setjið bókstafina í staðinn fyrir tölustafina og lesið aftur á bak. 24 Rista. 25 985. Tölurnar á eftir orðinu Gotland eru í staðinn fyrir tilsvarandi bókstaf. Tölurnar þar á eftir eru þannig fengnar, að á eftir „gal“ eru tilvísunartölurnar á eftir Gotland hækkaðar 1, eftir „not“ um 2 og eftir „log“ um 3. 26 Gengið er út frá stöfunum N Q og síðan far- ið á víxl fram fyrir N eða aftur fyrir Q og hlaupið yfir einn staf í hvert sinn. 27 2.Serían hcfst með heilum hring, með ská- strikuðum fcrningi í miðjunni, og ferning- urinn stendur rétt. Á næstu mynd hefur skástrikaður hringur verið skorinn í tvennt og auður ferningur settur hallandi upp á hann. Á þriðju mynd stendur auður fern- ingur með hallandi skástrikuðum ferningi í miðjunni, og samkvæmt þessu kerfi ætti næst að koma hálfur skástrikaður ferningur mcð réttstæðum, auðum ferningi ofan á. 28 POKI. Stafirnir framan við svigann eru þeir, sem koma næst á undan tveim fyrri stöfum orðsins, en fyrir aftan svigann þeir, sem koma næst á eftir tveim seinni stöfunum. 29 AUÐ (G AUÐ ÆFI) 30 Býr. Málshátturinn er svona: Enginn veit, hvað undir annars stakki býr. 31 Listi. 32 1. Hver kross utan á reiknast sem +1, hver kross innan í reeiknast sem -Hl. í neðstu röðnini er þá 3-1 = 2, og þess vegna eiga að vera þar tveir krossar utan við. 33 2. Sú teikning hefur engin rétthyrnd horn. 34 2. Allar lóðréttar og lágréttar raðir hafa þversummuna 30, þess vegna vantar tvo í miðjuna til þess að ná sömu þversummu. 35 Steinn. Öll hin orðin eru algeng með lýs- ingarorðum dregnum af þjóðerni: Rússnesk- ur kavíar, skozkt viskí, íslenzkt skyr. 36 52. í miðhringnum hefur tveimur verið deilt í allar tölur fremsta hringsins, og töluröðin færzt um einn reit rangsælis. I aftasta hringn- um hafa tölur fremsta hringsins tvöfaldast og færzt um tvo reiti rangsælis. 37 6 — Q. Talan hækkar um einn við hvern reit, og hver bókstafur er svo mörgum stöf- um framar í stafrófinu, sem talan fyrir of- an segir til um. 38 Fliss. 39 I. Séu stafirnir B Ð P Z númeraðir eftir stöðu þeirra í stafrófinu, kemur í ljós að þeir hafa númerin 2—5—17—26. Þessar töl- ur eru 1—2—4—5 hver um sig margfölduð með sjálfri sér og einum bætt við. Þá vantar inn í 3 margfaldaða með sjálfum sér +1 = 10, en 10. stafur stafrófsins er I. 40 5436. Töluröðin hcfst með 7—9. Margfaldið 7x7 = 49 og dragið 9 frá. Eftir er 40. Þá er á sama hátt margfaldað og dregið frá 40x40 —74 = 1526. Á hinn bóginn er svo 9 marg- föJduð með sjálfri sér og talan á undan dregin frá, þ. e. 9x9—7 = 74. Til þess að fá næstu tölu verður að margfalda 74 með sjálfri sér og draga 40 frá, og útkoman verður 5436. Hve mörg stig fenguð þér? Hvert rétt svar gefur eitt stig. Teljið saman rétt svör yðar og skoðið svo árangurinn samkvæmt meðfylgjandi töflu. 2Q — VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.