Vikan


Vikan - 22.04.1964, Page 30

Vikan - 22.04.1964, Page 30
ugt í skyn, að hann gæti samt sem áður ekki sagt nema hálfan sannleikann -— ella yrði öryggi Frakklands stefnt í hættu. Þannig tókst honum að vefja málið með sýndarmennsku og blekkingum á svo meistaralegan hátt að enginn skildi að lokum neitt í neinu. Vörninni veittist örðugt að hafa í fullu tré við Mercier, auk þess var hún veikari fyrir það, að hún var í tveggja höndum. Labori gerði að vísu harða hríð að hershöfðingjanum, en hann fór undan á flæmingi og léði hvergi taks á sér; öll svör hans voru tvíræð undanbrögð og vafn- ingar. Efitr að yfirheyrð höfðu verið 115 vitni á 33 réttarfundum, drógu dómendur sig í hlé til að koma sér saman um úrskurðinn. Það tók þá tvær klukkustundir. Með fimm átkvæðum gegn einu vra Dreyfus sekur fundinn um landráð og dæmdur í tíu ára fangelsi. NÁÐUN. Þessum dómsúrskurði var yfir- leitt vel tekið á Frakklandi, en alls staðar erlendis vakti hann gífurlega andúð. Hvarvetna var efnt til mótmælafunda, sem voru svo harðsnúnir, að lögreglan varð að standa vörð um franskar sendiráðsbyggingar. Franski fán- inn var borinn á bál á torgum og stofnað til alþjóðlegra sam- taka um að hunza fyrirhugaða heimssýningu í París á næsta ári og allt það, sem franskt var. Waldeck-Rousseau forsætisráð- herra fór ekki dult með það að hann hyggðist ónýta úrskurð dómstólsins í Rennes, en Gallifet hermálaráðherra varaði eindreg- ið við afleiðingunum, sem það kynni að hafa, ef málið væri tek- ið upp öðru sinni. Loks varð ríkisstjórnin ásátt um að bezta lausnin væri að náða Dreyfus. Clemenceau var náðuninni mjög andvígur, þar eð í henni fælist annaðhvort viðurkenning á sekt Dreyfusar eða að ekki væri unnt að ná rétti sínum fyrir frönskum dómstólum. Jaurés var honum sammála, en taldi þó að mannleg tillitsemi réttlætti að náðunin væri þegin. Eftir dómsúrskurðinn í Rennes vstr Dreyfus niðurbrotinn maður, andlega og líkamlega. Jaurés samdi síðan yfirlýsingu þá, sem Dreyfus átti að láta fylgja viður- kenningu sinni á náðuninni: „Stjórn lýðveldisins veitir mér frelsi mitt aftur. En frelsið er mér einskis virði, nema að ég fái fulla uppreisn æru minnar. Ég mun því gera allt, sem í mínu valdi stendur, til þess að fá leið- rétt þau lagalegu og réttarfars- legu mistök, sem ég verð enn að þola . . . ég öðlast ekki sálarfrið, á meðan fyrir finnst nokkur sá Frakki, sem álítur mig sekan um þau afbrot, sem aðrir hafa framið“. Þann 19. september 1899 hélt Dreyfus á brott úr fangelsinu sem frjáls maður. SANNLEIKURINN SIGRAR. Picquart sveið sárt að Dreyfus- fjölskyldan skyldi ekki hafa leit- að álits hans í sambandi við náð- unina. Hann taldi Dreyfus hafa viðurkennt sök sína með því að þiggja náðun, og um leið væri honum afneitað. Hann stóð einn uppi og berskjaldaður fyrir hatri og fyrirlitningu hersins. Piqu- art vildi ekki heldur þiggja sak- aruppgjöf þá, sem ríkisstjórnin bauð honum, þar sem honum væri þar með skipað á bekk með sekum. Hann var enn haldinn þessari beiskju, er hann lézt árið 1914 af slysförum — féll af hest- baki eins og forðum suður í Afríku, en þá urðu meiðsli hans til þess, að hann ákvað að koma upp um svik og glæpi Esterhazy greifa og reit bréfið til forsætis- ráðherrans. Emile Zola lézt haustið 1902. Lögreglustjórinn í París óttaðist að til uppþota kynni að koma og fór þess á leit við Dreyfus, að hann yrði ekki viðstaddur jarð- arför skáldsins. En Dreyfus stóð fast á þeim rétti sínum að mega votta Zola virðingu sína og þakk- læti hinzta sinni, því að það hafði verið Zola, sem einn kom til liðs við hann þegar öll von var úti, með því að vekja athygli um- heimsins á hinum persónulega harmleik, sem þar var um að ræða. Clemenceau komst þannig að orði við andlát Zola: „Á öllum tímum hafa komið fram þeir menn, sem höfðu þrek og vilja- styrk til að beygja voldugustu konunga í duftið — en hinir hafa verið mun færri, sem höfðu þor og þrek til að rísa einir gegn af- vegaleiddum fjöldanum“. Og í ræðu sinni við gröfina hyllti Anatole France hið látna skáld sem þann mann, er öllu hefði bjargað, þegar „réttlætið, heiður- inn og andlegt frelsi virtist glat- að“. Dreyfus-fjölskyldan og þeir, sem veittu henni lið, unnu á all- an hátt að því að Dreyfus hlyti fulla uppreisn æru sinnar, og árið 1904 kom mál hans enn fyr- ir rétt. Gömul vitni voru enn leidd fram, gömul skjöl lögð fram —■ frá réttarhöldunum í Rennes fimm árum áður, Zola- réttarhöldunum tveim árum þar áður, Esterhazy-réttarhöldunum og fyrstu réttarhöldunum í máli Dreyfusar, árið 1894. Öll fór sú athugun fram með ró og spekt. Þessum réttarhöldum lauk með sameiginlegum fundi hinna þriggja deilda hæstaréttar. All- ar falsanir höfðu verið afhjúpað- ar, allar sakargiftir ómerktar og þann 12. júlí, árið 1906, var end- anlegur dómur upp kveðinn. Úr- skurður herréttarins í Rennes var felldur úr gildi og hæstiréttur lýsti yfir því, að hann hefði ekki fundið neina sönnun fyrir sekt Dreyfusar. FULL UPPREISN. Tíu dögum síðar komu nokkrir boðsgestir saman á æfingasvæð- inu úti fyrir herskólanum. Tvær fylkingar lensuriddara skipuðu sér í ferhyrning um svæðið, lúðr- ar voru þeyttir, og Dreyfus gekk inn á svæðið, klæddur viðhafnar- einkennisbúningi og í fylgd með höfuðsmanni. Gillain hershöfð- ingi gekk fram fyrir fylkingarn- ar og brá sverði sínu. „í nafni forsetans og krafti þess valds, sem mér er fengið, útnefni ég yður, kommandör Dreyfus, sem riddara af Heiðurs- fylkingunni", hrópaði hershöfð- inginn, snart Dreyfus þrívegis með sverði sínu og festi að því búnu kross Heiðursfylkingarinn- ar á barm honum. Að síðustu kyssti hann hann á báða vanga. Hershöfðinginn og Dreyfus stóðu síðan í réttstöðu á meðan fylkingarnar héldu framhjá þeim og lúðrar gullu. Allt í einu hljóp lítill snáði til Dreyfusar og faðm- aði hann að sér. Það var Pierre sonur hans, og þá gat Dreyfus ekki gráti varizt. Tvö hundruð þúsund manns hafði safnazt saman á gangstétt- unum, þegar Dreyfus ók um göt- urnar í opnum vagni. Fagnaðar- ópin gullu við: „Dreyfus lengi lifi. . . lifi rtétlætið!" Og Dreyfus þakkaði með uppréttri hendi og bros færðist á fölt andlit hans. Ári síðar lét Alfreð Dreyfus af herþjónustu, en þegar fyrri heimsstyrjöldin brauzt út, árið 1914, gekk hann þegar í herinn aftur, og tók þátt í tveim mann- skæðustu orrustunum, sem háðar voru í þeirri styrjöld — við Chemin des Dames og Verdun. Hann lézt árið 1935 — hlaut ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN VOLKSWAGEN ER ÆTÍÐ UNGUR „BREYTINGAR“ til þess eins „AÐ BREYTA TIL“ hefir aldrei verið stefna VOLKSWAGEN og þess vegna getur Volkswagen elzt að árum en þó haldist í háu endursöluverffi. — Engu að síffur er Volkswagen í fremstu röff tæknilega, því síffan 1948 hafa ekki færri en 900 gagnlegar endurbæt- ur fariff fram á honum og nú síffast nýtt hitunarkerfi Gjörið svo vel aff líta inn og okkur er ánægja aff sýna yffur Volkswagen og af- greiffa hann fyrir voriff Ferðist í Volkswagen VARAHLUTAÞJÓNUSTA VOLKSWAGEN ER ÞEGAR LANDSKUNN. HEILDVERZLUNIN HEKLA M Slmi 21240 Laugavegi 170-172 gQ _ VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.