Vikan


Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 39

Vikan - 22.04.1964, Blaðsíða 39
— Þig langar ckki til aS skrifa þessi bréf — láttu það bara bíða. Þú vilt miklu beldur vera meS mér! — Ég hef aldrei sagt neinum frá þessu fyrr. Það er svo langt síðan ég hef liaft nokkurn til að tala við. Leiðist þér, Frances, verðurðu þreytt á að hlusta á mig? Ertu kannske að hlæja að mér? — Nei, mér leiðist ekki og ég er heldur ekki að hlæja að þér. Það var eftir þetta síðasta samtal, sem hann kyssti hana fyrst. Frances sat og dáðist að skel, sem hún hafði tekið af ströndinni, og þegar hún leit upp, sá liún að hann starði á hana. — Þú ert mikiu fallegri, sagði hann lágt og faðmaði hana að sér. Kossinn olli miklu róti i sál hennar — það var eins og hún væri seytján ára og þetta væri fyrsti koss liennar. — Þú ert indæl, Frances, sagði Peter og hrosti til hennar. Hvar hefurðu verið allan þenn- an tíma. Stúlka eins og þá — og ekki einu sinni trúlofuð ... Ég hef komið upp um mig, hugsaði Frances, liann finnur að ég er ekki vön því að vera kysst. Hún neyddi sig til að hlæja og sagði kæruleysislega: — Þú þekkir ekki hina myrku fortið mína. Kannski ég hafi ver- ið í fangelsi — eða á einliverri eyðieyju! En hún gat ekki leynt fyrir honum geðshræringunni, sem al- tók hana, og hann kyssti hana aftur — og aftur — og loks hætti hún að hafa áhyggjur af þvi, hvað hann liugsaði um hana, það eina, sem máli skipti var, að hann væri hrifinn af henni. Þetta kvöld lá hún lengi vak- andi og liorfði á Ijósið frá vit- anum, sem birtist og hvarf, og hlustaði á daufan sjávarniðinn frá ströndinni. Það breytti i raumnni engu, hvort maður var seytján eða tuttugu og sjö ára í fyrsta skipti, sem maður varð ástfanginn. Kannske var það enn þá dásamlegra við tuttugu og sjö ára aldurinn, því að þá var biðin orðin svo löng . .. Hún fór að hugsa um hvernig það væri, að búa í Ástraliu. Næsta dag sagði hann henni frá einliverju, sem komið hafði fyrir hann á skólaárunum — það sem vakti athygli hennar í frásögninni, var ártal, sem sýndi að hann var þremur árum yngri en hún. En hún gaf þvi ekki mikinn gaum. Hvaða þýð- ingu höfðu líka þessi þrjú ár, þegar henni fannst sjálfri að hún væri yngri en nokkru sinni fyrr? Hún fékk bréf frá skrifstof- unni, sem komið hafði i ibúð- ina hennar .og frú Braddock hafði sent henni til Colvis Bay. Willie skrifaði, að þau væru öll að hugsa um livernig hún hefði madur dagsi KLÆÐIST FÖTUM FRÁ OKKUR

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.