Vikan


Vikan - 22.04.1964, Síða 41

Vikan - 22.04.1964, Síða 41
lokið skólanámi, sem elskaði skepnur og sveitalif. Sérstaklega svín, því að i Ástraliu ... ert þú mikið fyrir svin, Frances? Frances leit á áberandi liátt á úrið sitt. — Er það eitthvað fleira, sem þú þarft að segja áður en þú ferð? Ég þarf að ljúka ýmsu ... — Ég skal ekki tefja þig. Ég þakka fyrir ágætan hádegisverð. Willie gaf sér ekki einu sinni tíma til að kveðja frú Carr. Það sýndi bezt hve reiður liann var, þvi hann var mjög kurteis mað- ur. Peter kom ekki aftur fyrr en nokkuð var liðið á kvöldið. Þess- ir ættingjar hans höfðu stanzað lengur en búizt var við. — Hvernig voru þeir? spurði Frances, þegar þau óku út i sveitina. — Peter svaraði dálitið stirð- lega, að þeir hefðu ekki verið svo afleitir. Dóttirin, sem liafði verið ólánleg stelpa siðast þeg- ar hann sá hana, hafði nú þrosk- azt„ var orðin að laglegustu stúlku. Hana langaði mikið til að heimsækja ættfólk sitt i Sydn- ey og jafnvel að fá sér þar ein- hverja vinnu. Peter hafði lofaf að hitta hana aftur til þess að gefa henni góð ráð viðvikjandi ferðinni. — En hættum að hugsa um það núna, sagði hann. — Hveð eigum við að gera? Ættum við að fara eitthvað og dansa? Mér er sagt, að búið sé að opna nýjan stað í Exmouth. Nýi skemmtistaðurinn var niður við strandgötuna. Þar var fullt af fólki, hljómsveitin var skerandi hávær og pörin á dans- gólfinu voru öll ung og full af Íifsfjöri. Það var Peter lika. Frances hafði aldrei séð hann fyrr svona fjörugan. — Þetta er stórkostlegt! hróp- aði hann — en það dugðu ekk- ert minna en hróp, ef takast átti að yfirgnæfa hljómsveitina. — Ég vildi að við liefðum fundið þennan stað fyrr. Frances reyndi að skemmta sér, en kæti hennar var þvinguð. Þrætan við Willie hafði þreytt hana og hún var með höfuð- verk, og ekki bætti hávaðinn þarna úr skák. — Ég er ákaflega þreytt, ját- aði hún loks, og Peter sagði strax að hann skyldi aka henni lieim. En hún fann, að þetta olli lion- um vonbrigðum. Unga frænkan hans, hugsaði hún með sér, hefði sjálfsagt skemmt sér betur þarna en hún. — Ég held að ég ætti að vera heima á morgun og hvila mig, sagði hún á heimleiðinni. — Þvi ferð þú ekki á meðan og tal- ,ar við þessa frænku þína? Peter tók það fyrst ekki í 'mál, en svo lét hann undan -— og virtist ekki vera það svo ýkja mikið á móti skapi. Hann bauð henni góða nótt með kossi og sagðist mundu koma á mánu- dagsmorgun, en Frances vissi, að þessu var þegar öllu lokið milli þeirra. Hún hafði leikið sér að hugsuninni um að hún væri ástfangin, hafði ímyndað sér, að hún væri seytján ára og væri að byrja að lifa lífinu. En hún var ekki seytján ára og þetta hefði eltki getað haldið svona áfram. Willie hafði rétt fyrir sér — og hún hataði hann fyrir að hafa sýnt henni fram á það. Hún bylti sér i rúminu alla nóttina, en þegar fyrstu sólar- geislarnir skinu inn um glugg- ann hennar, klæddi liún sig og læddist út. Ströndin var mannlaus og eyðileg, og liún gekk eftir votum sandinum. Þótt hún væri þreytt enn, var það hvíld fyrir hana að lireyfa sig og svalt morgun- loftið hressti hana. Við liinn enda strandarinnar lá höfnin, umkringd háum klett- um. Frances gekk upp tröppur og kom auga á Willie, þar sem hann stóð og horfði út á hafið. Hann hafði þá ekki farið burt i gær, eins og hún hafði haldið. En hann virtist ekki skemmta sér sérlega vel í þessu lielgar- frii sínu. Satt að segja sýndist henni hann líka liafa átt svefn- lausa nótt. Hann sneri sér við, þegar hann heyrði fótatak hennar. -— Góð- an daginn. Þú ert snemma á fót- um. — Þú líka. — Já, ég var að velta því fyrir mér, livort ég ætti að koma til þín og biðjast afsökunar. Ég sagði víst margt i gær, sem betur væri ósagt. — Já, það er vist óhætt að slá því föstu, sagði Frances og sett- ist á stein. — Jæja, mér þykir það leið- inlegt. Það var bara vegna þess, að ég lief þekkt þig svo lengi og svo vel, að . .. — Að þér fannst þú eiga með að fara að skipta þér af lifi mínu og móðga mig ... rödd hennar brast. .— Nei, Frances, sagði Willie pægt. — Það var aðeins sú stað- reynd, að ég elska þig, sem rétt- lætti það. Og það var afbrýðis- semi, sem lét mig missa alla stjórn á mér. Frances starði á hann. Hvað var hann að segja . .. ? í hvert sinn og ég hef reynt að nálgast þig, hélt hann áfram, — hefurðu haldið mér i fjarlægð og ekki haft tíma fyrir mig frá þessu dýrmæta starfi þinu. Þú vildir ekki einu sinni lofa mér að heimsækja þig á sjúkrahús- ið— eftir að þú varst með naum- indum sloppin úr lífsháska og hafðir gert mig næstum frávita af angist. Ég hafði áhyggjur af þér vikum saman, því að ég hélt að þú hefðir fengið taugaáfall. Rúskinnskápur Rúskinnsjakkar * Napp askinnj akkar Nappaskinnkápur * VIKAN 17. tbl. — ^

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.