Vikan


Vikan - 22.04.1964, Side 50

Vikan - 22.04.1964, Side 50
NSU-PRINZ O SPARNEYTINN OG VANDAÐUR 5 MANNA BfLL. • REYNSLAN HEFUR SÝNT AÐ PRINZ 4 HENTAR ISLENZKUM ÖRUGG VARAHLUTA- OG VEGUM OG VEÐRÁTTU VEL. VIÐGERÐARÞJÚNUSTA Ápgerð 1964 Kp. 125.200,00 Fálklnn h.f. Sími 18670 — Laugaveg 24 — Reykjavík í FULLRI ALVÖRU Framhald af hls. 2. námimi. En þetta er nauðsyn- legt, til þess að stúlkan hafi mótíf til þess að leita til lækn- is og kuklara, til þess að fá fóstrinu eytt. Læknirinn tekur henni vel og vill allt fyrir hana gera, annað en það sem hún biður hann um. Og þegar til kuklarans kemur, er einmitt verið að taka liann fastan. Einn- ig þetta er nauðsynlegt, til þess að i myndina sé hægt að flétta fræðslu um æxlunarfæri mann- anna, og hvernig þau starfa. Þessi fræðsla er skýr og góð, laus við allan ruddaskap og upp úr velting, sem stundum vill þvælast með sliku. Og það verður úr, að stúlkan ákveður að ganga með barn sitt og ala það. Þar með gefst í kvikmyndinni grundvöllur til þess að kynna þjáningalausa fæðingu, sem byggist á líkamsæfingum á með- göngutímanum, m.a. að verulegu leyti á öndunaræfingum. Þessar æfingar — eða það má kannski segja þessi fæðingaraðferð — ryður sér sífellt meira til rúms, og hefur frk. Hulda Jensdóttir, forstöðukona fæðingarheimilis Reykjavíkur, dyggilega gengið fram í að kynna hana hérlendis, og þær konur sem reynt hafa, eiga varla orð til að lýsa ágæti þessarar aðferðar. Að visu er aðferð þessi ekki mikið kynnt i kvikmyndinni, en þess í stað er fléttuð inn í gömul kvikmynd um upphafsmann þessarar að- ferðar og tvær fæðingar sýndai*. Þeir sem hafa ímyndað sér, að fæðing geti ekki gengið fyrir sig öðruvísi en konan engist í þjáningum og æpi af kvölum, munu sannfærast um hið gagn- stæða. Fæðingin er að vísu lik- amlegt erfiði, en þjáningin, sem oftast skapast af ótta og van- þekkingu, er ekki til. Hvað sögujjræði myndarinnar viðvíkur, er endirinn að sjálf- sögðu góður. Það eru nú tveir dagar síðan ég sá myndina á reynslusýn- ingu, og ég gæti ekki rakið sögu- þráðinn út i æsar. Hins vegar er fræðslan enn ofarlega í mér. Ég þóttist að vísu liafa vitað sitthvað um þetta fyrir, en þetta verður samt skýrara, eftir að hafa séð það á kvikmynd. Líffærin eru sýnd þar auð- skilin og starfsemi þeirra einnig, svo hver sæmilega gefinn maður getur skilið. Og það varðar mestu að vita að þetta gerist svona, þótt cnn sem fyrr velti maður fyrir sér, af hverju það er svona. Hvers vegna velur eggið aðeins eitt frjó en lokar sér svo? Eða velur jiað kannske ekki? Er það hnefaréttur frjóanna, sem gildir? En þetta skiptir ekki máli í þessu tilfelli, aðalatriðið er, að starfsemin er svona, og það ber öllum kynþroska mönn- um að vita. Ég held, að skólarnir ættu að skipuleggja ferðir í Laugarás- bíó með neinendur sína til þess að fræða þá um þessi mál, eða það sem betra væri: Að fræðslu- málayfirvöldin fengju myndina sem fræðslumynd', þegar sýning- um í Laugarásbíói lýkur. SH. UKfGFRÚ YNDISFRÍÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. H VAR ORKIN H A N 5 JÞað er alltaf saml lelburlnn 1 hénnl Ynd- JsrxíS okkar. Hún hefur fallð Brkina hans Nða elnhvers stnðar f hlaðlnu oe helttr giðum verðlaunum handa þelm, sem getur fundiS brklna. YerSIaunin. eru' stúr kon- fektkassí, fullnr af hezta konfekU, og íramleiSandlnn er au.ðvltað Sælgætlsgerð- In N6Í. Nafn HelmlU öfitín er & hls. < Siðast er flreglð var hlaut verðlaunln: SIGURGEIR ÞORVALDSSON, Mávabraut 8c, Keflavík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar. 17. tbl. 50 VIKAN 17. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.