Vikan


Vikan - 23.07.1964, Page 6

Vikan - 23.07.1964, Page 6
Hótel Akranes hefur sjálfsafgreiðslu fyrir mai og kaffi í vistiegum saiarkynnum. — Ferðamenn! Allir þurfa að fá sér molakaffi, allar leiðir liggja að „Mola Kaffi", aðeins tíu mínútna akstur frá vegamótum ofan Akrafjalls, eða klukkutíma sigling með Akraborg, frá Reykjavík. Sérréttir og smurt brauð allan daginn í „Mola Kaffi", hinni vinsæiu sjálfsafgreiðslu Hótel Akraness. Reykvíkingar skreppið upp á Skaga í „Mola Kaffi", aðeins klukku- tíma sigling með Akraborg. Allir drekka molakaffi í „Mola Kaffi". Þar fæst hin vinsæla Skagasíld de luxe, smurt brauð og sérréttir allan daginn. Hötel Akranes Veizlusalip - sjálfsafgreiösla - gísting Hötel Akranes Allir mætast og mettast í „Mola Kaffi", hinni vin- sælu sjálfsafgreiðslu Hótel Akraness. HÓTEL AKRANES KRISTJÁN R. RUNÓLFSSON - SÍMI 1712 Myndin er tekin 1895 eða þar um bil í 26. tölublaði Vikunnar, 25. júní, sl. var aðsend mynd frá Eyr- arbakka og stóð yfir henni: „Gestkvæmt í húsinu“. Myndin er sögð tekin 1905, en það stenzt ekki, því margt af þessu fólki var horfið úr tölu lifenda 1905. Sann- ara mun, að myndin sé tekin tíu árum fyrr. Þetta eru heldur ekki gestir í Húsinu, heldur er hér um að ræða skemmtiferð á sunnudegi og er myndin tekin á Árskautsstöðum ofan við Stokks- eyri. Þarna eru meðal annarra frú Nielsen og tvær dætur hennar, Ólafur Árnason, kaupmaður á Stokkseyri, Bach bakari á Eyrar- bakka, Halldór snikkari, Hinriks- sen skipstjóri á Zephyr, Jón Vil- hjálmsson skósmiður, Guðmund- ur Guðmundsson í Höfn á Sel- fossi, sr. Ólafur Helgason á Stóra- hrauni, Jón Pálsson, bankagjald- keri og höfundur Austantóra og Gísli Jónsson verzlunarstjóri hjá Brydesverzlun, Jens Níelsen fakt- or, sem sagður var á þessari mynd, var ekki kominn til lands- ins, þegar hún var tekin. Bjami Ólafsson, MannasiSir í „Klondyke“. Vikublaðið Vikan, Reykjavík. Þið eruð f jörugir Vikumenn og takið margt fyrir. Nú langar mig til að segja frá einu og spyrja spurningar í sambandi við það. Svo er mál með vexti, að ég fór á dögunum í Þjóðleikhúsið, já, það var raunar á þessari ágætu listahátíð. Eins og venjulega, þá tjaldaði ég því skásta og fór í smóking, sem er nú að vísu bæði gamall og slitinn en smóking er það nú samt. Mig rak nú samt í rogastanz, þegar ég sá menn koma á þessa virðulegu samkomu líkt og þeir væru að koma beint frá störfum sínum. Sumir voru að vísu í dökkum fötum, en sumir voru í allavega á sig komnum gráum fötum — ég er viss um að það hafa bara verið vinnu- fötin þeirra. Nú langar mig til þess að vita hvað þið teljið hæfi- legt og viðeigandi við þesskonar tækifæri sem frumsýning á listahátíð er. Með kveðju og þökk fyrir ágætt efni. M. H. P. Einu sinni komu bílstjóri og farþegi á bæ og fengu fisk að borSa. Bílstjórinn hafði oft kom- ið þarna áður og gerði farþegann undrandi með því spýta út úr sér ruðunum á gólfið. Að lokum gekk alveg yfir farþegann og vandaði hann um við bílstjórann svo lítið bar á. Þá sagði bílstjórinn þessa gullvægu setningu: „O, það er ekki svo nauið í Kí!astaðakoti“. Eg skal segja þér minn kæri M. H. P., hver sem þú ert, að þetta er ekki svo „nauið“ í must- eri íslenzkrar tungu, né heldur neinsstaðar annarsstaðar hér á landi — né heldur að það komi tækifærum við. Við búum í gull- grafaraþjóðfélagi þar sem hver og einn setur sér lög og viðhefur þá framkomu og siðmenningu sem hann er alinn upp við. Það er hvorki betra né verra og þú skalt ekki vera að gera þér nein- ar grillur út af þessu. Þetta er það sem kallað er íslenzk menn- ing. Vikan, Rvk. Ég er 23 ára gamall iðnnemi (tek sveinspróf í bifvélavirkjun í sumar). í samtals þrjú ár hef ég verið með stúlku, sem er í menntaskólanum og verður stúd- ent næsta vor. Það fór mjög vel á með okkur í fyrstu, en við ákváðum að bíða með að opin- bera trúlofun okkar þar til síðar, vegna þess að við vorum bæði við nám og þar að auki innan við tvítugt. Svo hefur tíminn lið- ið og það er líkt og við höfum eitthvað fjarlægzt uppá síðkast- ið. Við eigum orðið erfiðara með að finna sameiginleg áhugamál eða umræðuefni og ég er orðinn hálf skelkaður útaf þessu öllu saman. Getur það verið, að nám stúlkunnar í menntaskólanum geri það að verkum að hún þrosk- ist burt frá mér ef ég mætti orða það svo. Vinsamlegast gefið mér góð ráð. Ása-Þór. Aha, er það svo? Manstu nokkuð eftir því, Ása-Þór, að fyr- ir svo sem tveim árum birtist í Vikunni viðtal við menntaskóla- stúlku, sem vakti allmikla at- hygli og talsverða reiði. Hún hélt því fram, að stéttaskipting færi

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.